Einstakur St. Jóh. meist­ar­a­fundur

Fyrrverandi Stm. Fjölnis stýrði upptöku

Þeir 42 bræður sem viðstaddir voru 3. gr. fund 5. nóvember sl., urðu án efa fyrir miklum hughrifum. Fundinn setti Am., en þegar kom að upptöku tók Br. Guðmundur Kr. Tómasson, R&K MBR. og fyrrverandi Stm. St. Jóh. Fjölnis við og stýrði upptökunni. Að upptöku lokinni fræddi Guðmundur okkur bræðurna um þann viðamikla og einstaka boðskap sem þetta stig veitir okkur. Þarna féll allt saman, einstök umgerð og frábær framsögn. Þessi fundur mun geymast í huga okkar.

Við bróður­mál­tíðina var nývígður meistari ávarpaður af Þorsteini Þorgeirssyni 2.vRM. Það ávarp bætti enn frekar við þau skilaboð sem nýr meistari og aðrir bræður á fundinum fengu að njóta þetta kvöld. Þorsteinn lauk máli sínu með vísu eftir Jónas Hallgrímsson sem var sannarlega við hæfi:

Virtu hróður vel um sinn
í vænu ljóða smíði.
Þú ert, bróðir, meistari minn
og mikil óðarprýði.

Nætur­saltaður þorskur með humarpip­arsósu og rauðvíns­soðnum lauk gældu við bragð­laukana og settu punktinn yfir i-ið.

Næsti fundur hjá okkur Fjöln­is­bræðrum verður svo 19. nóvember nk. Þar verður boðið upp á andlega og líkamlega næringu. Upptöku nýs bróður og í matinn verða svo kótilettur ásamt réttu viðbiti.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?