Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Einstakri páska­hug­vekju Hamars streymt frá Víðistaða­kirkju

Það hefur verið siður hjá Hamars­bræðrum að halda sérstakan og einstakan páskafund í dymbilviku. Í þetta sinn varð að fella hann niður, en í stað þess var ákveðið að halda páska­hug­vekju í staðinn og streyma henni á vefinn þriðju­daginn 7. apríl kl. 21.00 þannig að bræður og fjölskyldur þeirra gætu horft á í tölvunni eða nettengdum tækjum heima í stofu.

Allt tókst þetta með miklum ágætum og var þetta einstaklega áhrifa­mikil stund fyrir þá sem horfðu á og hlustuðu. Hamars­bræður eiga mikið hrós skilið fyrir þetta framtak sitt. Hægt er að hlusta á páska­hug­vekjuna hér að neðan og verður hún aðgengileg fram yfir páskana.

Einnig er hægt að smella á hnapp á forsíðu vefs Frímúr­ar­a­regl­unnar. Hann er staðsettur í vinstra dálki og ber heitið Páska­hug­vekja Hamars frá Víðistaða­kirkju

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?