Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Einstaklega vel heppnuð kynning á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar

Fimm stúkur á lands­byggðinni tóku þátt með fjartengingu

Um 100 bræður tóku þátt í kynningu á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar 23. febrúar og voru afar ánægðir með það sem fyrir augu og eyru bar. En það voru fleiri bræður á kynningunni en þeir sem mættu í Reglu­heimilið. Fimm stúkur á lands­byggðinni nýttu sér þann möguleika að taka þátt í þessari þessari kynningu með fjartengingu. Þetta voru stúkurnar Mælifell á Sauðár­króki, Vaka á Egils­stöðum, Hlér í Vestmanna­eyjum, Njála á Ísafirði og Akur á Akranesi. Það bættist því vel í hópinn af bræðrum víða af landinu. 

Eins og við mátti búast var spurt um eitt og annað með á kynningunni stóð. Og það var ljóst að bræður af lands­byggðinni voru vel tengdir, því þeir spurðu einnig ýmissa spurninga í rauntíma og fengu svör jafnharðan líkt og aðrir.

Tenging af þessu tagi hefur ekki verið reynd til þessa og því um ákveðið braut­ryðj­endastarf að ræða. En miðað við hversu vel gekk, má ætla að slíkar tengingar verði endur­teknar og bræður alls staðar á landinu, geti notið þess efnis sem miðlað er milli stúkna hvaðan sem það kemur.

Á kynningunni var farið yfir þróun vefsins sl. þrjú ár og þá miklu aukningu sem orðið hefur á notkun hans sem upplýs­inga­veitu. Þá var farið yfir ýmsa efnis­þætti vefsins, rætt um frétta­skrif og gildi þeirra, ásamt tölvu­póstum. Í framhaldi var farið í frekari skoðun á ytri og innri vef. Einnig var farið yfir það hvernig bræður geta skrá sig á innri vefinn og búið til lykilorð, sé þess þörf. Þá var farið yfir félaga­kerfið, skoðað það mikla magn upplýsinga sem þar er að finna og útskýrt hvernig þær mikilvægu upplýs­ingar eru speglaðar yfir á vef Reglunnar.

Í viðræðum við bræður að kynningu lokinni kom í ljós að margir voru í fyrsta sinn að átta sig á því gífurlega magni upplýsinga sem hægt væri að nálgast á vefnum með auðveldum hætti. Upplýs­ingum sem hefur til þessa, verið erfitt að nálgast. Og hversu hraðvirk og viðamikil leitarvél vefsins er. Það er hægt að finna nánast allt á vefnum með hennar aðstoð.

Margir lögðu hönd á plóginn til að gera þessa kynningu mögulega. Tækni­bræðrum er þakkað fyrir þeirra framlag og bræðrum í Bræðra­stofu fyrir þeirra vinnu þegar að veitingum kom. Og bræðrum frá Mynda­safni fyrir mynda­tökur. Reglan er sannarlega rík þegar kalla þarf bræður til starfa, ekki bara í stúku­salnum, heldur í húsinu öllu. Það er þess vegna sem hægt er að framkvæma alls konar kraftaverk með skömmum fyrirvara. Og enginn blæs úr nös.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?