Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

„Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!“

16. nóvember 2021

Nú þegar dimman nálgast hámark sitt á þessum vetri komu bræður í Fjölni saman til fundar á III° og tóku upp nýjan meistara í sínar raðir. Fundinn sóttu 29 bræður og þar af voru tveir gestir. Tveir bræður embættuðu í fyrsta sinn og báru þeir metnaði og elju Fjöln­is­bræðra fagurt vitni. Við bróður­mál­tíðina var boðið upp á ljúffengan fisk á risotto beði og var ekki annað að heyra en að maturinn félli bræðrum að skapi.

Fundinn bar upp á degi íslenskrar tungu, sem vitanlega er fæðing­ar­dagur Jónasar Hallgríms­sonar, en fögrum ljóðlínum Jónasar Úr Hulduljóðum eru gerð forkunnar­fögur skil í lagi Jóns Nordals og sá hluti ljóðsins sem er sunginn er þessi:

Smávinir fagrir, foldar­skart,
fífill í haga, rauð og blá
brekku­sóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!

Fegurra gerist það varla og eru bæði ljóð og lag innblástur til góðra verka og mannbætandi hugarfars. Þó lagið hafið upphaflega verið samið fyrir karlakór er það raddsetning tónskáldsins fyrir blandaðan kór sem gert hefur lagið sígilt og ljóðið ódauðlegt. Heyra má lagið hér í flutningi Hamra­hlíð­arkórsins, af plötunni Kveðið í Bjargi:

Næsti fundur í Fjölni verður á I° þann 23. nóvember og mun stúkan fá virðulega gesti í heimsókn ásamt því sem aðalemb­ætt­ismenn verða í embættum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?