Brr. í St. Fjölni bjóða systrunum til samveru­stundar

Tækifæri til að gleðja lífsföru­nautinn

Brr. í St. Fjölni bjóða systrunum til samveru­stundar við upphaf Aðvent­unnar, laugar­daginn, 7. desember næstkomandi. Þar verður lögð rík áhersla á að gera vel við eigin­kon­urnar og eiga góða kvöld­stund saman.

Eftir fróðlegan fund í stúkusal verða ávörp og tónlist yfir kvöld­máltíð.

Það er við hæfi að rifja upp hvað góð kona gefur hverjum manni.

„Sá sem eignast konu eignast gersemi og hlýtur náðargjöf frá Drottni.“
— Orðskvið­urnar

„Þú ert lind í garði, lifandi vatn af Líbanons­fjalli.“
— Ljóðaljóðin

„Hún er innvígð í leynda vitund Guðs og tekur þátt í verkum hans.“
Speki Salómons

Fjöln­isbrr. eru hvattir til að fjölmenna og eiga ánægjulega og kærleiksríka stund með systrunum.
Búið er að loka fyrir skráningu.

Húsið opnar kl. 19:00 og hefst samveru­stund inni í Jóhann­es­arsal kl. 19:20.

Br. skulu klæðast jakka­fötum og bera hálstau (bindi eða slaufa) og systur kvöld­fatnaði til samræmis við það.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?