Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Bréf til Mímis­bræðra

Óvenju­legir tímar

Kæru bræður mínir og félagar..

Það er von mín og ósk að þið og ykkar fólki heilsist vel og hafið ekki orðið fyrir barðinu á veirunni. Vinafundur okkar 9 mars síðast­liðinn heppn­aðist með miklum ágætum þar sem við áttum góðann og líflegann fund. Hressandi tónlist og ekki skemmdi villi­bráðin fyrir. Óvænt að þetta skildi vera síðasta fundurinn okkar um sinn.

Eins og gefur að skilja þá hefur öllu okkar starfi verið frestað og þar af leiðandi getum við ekki hittst í Reglu­heim­ilinu en starfið innra með okkur heldur áfram, höldum áfram að rækta okkar innri mann.
Í þessari stöðu þá förum við að þeim tilmælum sem brenna á öllum vörum, en þau eru „Hlýðum Víði – förum vel með hann því þetta er eina eintakið“ þetta á líka við um okkur við erum eina eintakið.

Stúku­starfið hefur verið í miklum blóma hjá okkur og fjöldi áhuga­samra um að gerast félagar í góðri stöðu, við fögnum þessari þróun og tökum vel á móti þegar tækifæri gefst.

Bræðra­nefnd stúkunnar hefur verið í sambandi við eldri bræður til að athuga þeirra stöðu og svo hvort eitthvað sé hægt að aðstoða þá. Við vitum það einnig að eitt símtal til bróður gefur heilmikið, notum því tækifærið og sláum á þráðinn og sjáum hvort við getum lagt einhverjum lið.
Ekkert gerist með því að bíða við símann. Eitt símtal getur lýst upp daprann og drunga­legann dag.

Ekki væri síður úr vegi að lyfta kaffi­bolla, vatns­glasi eða öðrum veigum og skála fyrir bræðrum okkar á mánudags­kvöldum „að loknum fundi“ þ.e. upp úr 19 eða 21.

Hugsum til bræðra okkar og þeirra vellíðan.

Bræður mínir, ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðrar heilsu. Farið vel með ykkur og forðist sýkingar, sjáumst svo heilir.

Bestu bróður kveðjur,

Guðmundur R. Magnússon
Stm. Mímir

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?