Bókasafnið í Ljósatröð opið

Miðviku­dagspistill stólmeistara Njarðar.

Góðan dag bróðir minn
Enn á ný er komin miðviku­dagur og sendi ykkur öllum kveðjur mínar og vona að allir hafi það sem best. Ég vil benda á, að stefnt er að því að bókasafnið verði opið á hefðbundnum auglýstum tímum á næstunni, komi ekki til frekari breytinga á sóttvarn­ar­reglum, öðrum tilskipunum eða reglum. En eins og staðan er í dag þá bendir allt til að það verði eitthvað slakað á næstu daga. Hversu mikið á eftir að koma í ljós en við getum nýtt okkur safnið til að lesa í fræðum frímúrara okkur til gagns.

Bókasafnið er opið til útlána og lesturs:

  • Laugardaga kl. 10:00 – 11:30
  • Sunnudaga kl. 10:00 – 11:30
  • Mánudaga kl. 19:00 – 20:30

 

Nokkrar reglur þarf samt að hafa í huga til að vernda okkur:

  • Skrán­ing­ar­skylda er inn og út úr húsi.
  • 2 metra reglan gildir.
  • Grímu­skylda.
  • Allir bræður á bókasafninu skulu vera með hlífð­ar­hanska.
  • Þátttaka miðast við hámark 20 manns í húsi.

 

Ein er sú skylda sem ég hef vanrækt og er það að tilkynna afmæli bræðra eins og gert er á fundum og biðst ég velvirð­ingar á því. Þessi gleymska mín á rætur sínar í að ég gleymi mínu eiginn afmæli nokkuð oft.
En nú er ráð að bæta úr, og meðfylgjandi eru afmæli í janúar og þeir sem koma til með að eiga afmæli í febrúar. Ég og allir Njarð­ar­bræður óska þeim innilega til hamingju með daginn, með bestu hamingju óskum.
Einnig má segja frá því að tveir bræður áttu stórafmæli og urðu 70 ára í haust, Ingimar Örn Ingimarsson þann 13.08.2020 og Stein­grímur B. Gunnarsson þann 27.12.2020
Við óskum þessum bræðrum innilega til hamingju og með djúpri virðingu.

Bræður mínir hugsum til sjúkra bræðra og minnumst þeirra í bænum okkar með ósk um skjóta endur­fundi.

Með bróður­legri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?