
Góðan dag bróðir minn
Enn á ný er komin miðvikudagur og sendi ykkur öllum kveðjur mínar og vona að allir hafi það sem best. Ég vil benda á, að stefnt er að því að bókasafnið verði opið á hefðbundnum auglýstum tímum á næstunni, komi ekki til frekari breytinga á sóttvarnarreglum, öðrum tilskipunum eða reglum. En eins og staðan er í dag þá bendir allt til að það verði eitthvað slakað á næstu daga. Hversu mikið á eftir að koma í ljós en við getum nýtt okkur safnið til að lesa í fræðum frímúrara okkur til gagns.
Bókasafnið er opið til útlána og lesturs:
- Laugardaga kl. 10:00 – 11:30
- Sunnudaga kl. 10:00 – 11:30
- Mánudaga kl. 19:00 – 20:30
Nokkrar reglur þarf samt að hafa í huga til að vernda okkur:
- Skráningarskylda er inn og út úr húsi.
- 2 metra reglan gildir.
- Grímuskylda.
- Allir bræður á bókasafninu skulu vera með hlífðarhanska.
- Þátttaka miðast við hámark 20 manns í húsi.
Ein er sú skylda sem ég hef vanrækt og er það að tilkynna afmæli bræðra eins og gert er á fundum og biðst ég velvirðingar á því. Þessi gleymska mín á rætur sínar í að ég gleymi mínu eiginn afmæli nokkuð oft.
En nú er ráð að bæta úr, og meðfylgjandi eru afmæli í janúar og þeir sem koma til með að eiga afmæli í febrúar. Ég og allir Njarðarbræður óska þeim innilega til hamingju með daginn, með bestu hamingju óskum.
Einnig má segja frá því að tveir bræður áttu stórafmæli og urðu 70 ára í haust, Ingimar Örn Ingimarsson þann 13.08.2020 og Steingrímur B. Gunnarsson þann 27.12.2020
Við óskum þessum bræðrum innilega til hamingju og með djúpri virðingu.
Bræður mínir hugsum til sjúkra bræðra og minnumst þeirra í bænum okkar með ósk um skjóta endurfundi.
Með bróðurlegri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar