Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

ATH — Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi tilkynnir frestun funda vegna Covid-19 veirunnar

Frá 11. mars til 27. apríl 2020

Íslensk stjórnvöld hafa varað við aukinni smithættu vegna Covid-19 veirunnar, en smitum af völdum hennar hefur fjölgað mjög hratt eins og alkunna er. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki enn sett á samkomubann. Eitt öflugasta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar er að við sjálfir gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hefta dreifingu veirunnar.

Tilmæli yfirvalda eru þau að fólk sem er í skilgreindum áhættu­hópum sem og fólk sem starfar innan heilbrigð­is­stétta, forðist að sækja fjölda­sam­komur vegna smithætt­unnar. Innan Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi er mikill fjöldi bræðra sem eru vegna aldurs og undir­liggjandi sjúkdóma í áhættu­hópum sem tilmæli stjórn­valda ná til. Það er því ábyrgð­ar­hluti að stefna þeim bræðrum saman á fundi eða aðrar samkomur, sem auka möguleikana á smiti. Þeir okkar sem ekki tilheyra framan­greindum áhættu­hópum, ber einnig að leggja lóð á vogar­skál­arnar, með því að gæta fyllstu varúðar og forðast mannamót.

Yfirstjórn Reglunnar hefur undan­farið fundað um stöðuna og leitað samráðs við sérfræðinga innan sem utan hennar. Niður­staða þeirrar vinnu er að Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi vill sýna þá samfé­lagslegu ábyrgð að fresta öllum fundum, ferða­lögum og atburðum á vegum Reglunnar frá og með deginum í dag, miðviku­deginum 11. mars 2020 til og með mánudagsins 27. apríl 2020, að undan­skilinni starfsemi skrif­stofu og Ráða Reglunnar, sem munu starfa áfram eins og aðstæður leyfa.

Það er von yfirstjórnar Reglunnar að bræður sýni þessari ákvörðun skilning og stuðning. Bræður eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynn­ingum á heimasíðu Reglunnar.

Okkur mun í samvinnu við aðra landsmenn, takast að vinna bug á þessari ógn og skulum því nýta tíman vel og undirbúa okkur í því að koma fullir orku, jákvæðni og bróðurhugs til starfa að nýju.

Með bróðurkveðju
Kristján Þórðarson
Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?