Ánægjuleg heimsókn Eddu-bræðra til Fjölnis

Og gestir frá öðrum stúkum komu einnig

Það voru 32 Eddu-brr. sem komu í heimsókn til okkar í Fjölni með Stm. sinn í farar­broddi. Tveir brr. úr Röðli og einn br. frá Akri komu einnig. Þessar heimsóknir gáfu fundinum einstaklega ánægju­legan blæ sem þakkað er fyrir.

Rm. flutti fyrir­lestur og vakti athygli á að boðun­ar­dagur Maríu væri 25. mars. Sá dagur væri fyrir margra sakir einstakur dagur í trúar­sögunni. Einnig væri nú jafndægur á vori og sólstöður á næsta leiti. Vorið væri framundan með grósku og gleði og okkur frímúrum bæri að haga lífi okkar á þann veg að kærleikur og umhyggja fylgdi okkur í hinn ytra heim. Vinna yrði bug á því hatri og reiði sem víða er að finna meðal fólks í dag. Hann lauk máli sínu á þann veg að við bræður skyldum gæta jarðar­innar og manneskj­unnar.

Nýr bróðir bættist við í hóp okkar Fjöln­is­bræðra og var honum tekið með virktum.

Á fundinum var tilkynnt að páska­fund­urinn yrði færður fram um eina viku. Hann verður því þann 9. apríl nk. Um er að ræða upptökufund, en að öðru leiti verður fundurinn með hliðstæðum  formerkjum og fyrri páska­fundir.

Við bróður­mál­tíðina sveif danskur andi yfir vötnum og matreiðslu­meistari vor bauð upp á danskt buff. Hugsanlega gæti það hafa verið vegna heimsóknar Eddubræðra sem hafa á afmælis­árinu verið undir dönskum áhrifum sem glatt hafa aðrar stúkur.

Og að venju fengu bræður sér kaffi og te í lokin og skemmtu sér konunglega. Ýmsar samsæris­kenn­ingar krufnar til mergjar og hlátr­ar­sköllin gáfu til kynna að þarna var verið að leysa ýmis vandamál.

Þegar því var öllu lokið héldu bræður heim á leið glaðir og reifir og með vorið í hjartanu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?