Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur

Í samræmi við ákvörðun sóttvarn­ar­yf­ir­valda

Heilir og sælir kæru bræður

Skjótt skipast veður í lofti. Af fréttum dagsins (24/03/21) er ljóst að ákvörðun sóttvarn­ar­yf­ir­valda hefur þau áhrif að allt starf á vegum Frímúr­ar­a­regl­unnar fellur niður næstu þrjár vikur, allt starf í öllum stúku­húsum innan hennar. Að sjálf­sögðu sýnir Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi þá samfé­lagslegu ábyrgð að fylgja lögum og reglum íslenskra stjórn­valda að fullu.

Viðbragð­steymi R. biður bræður og fjölskyldur þeirra um að sýna mikla varúð í samskiptum við annað fólk og gæta allra lögbundinna sóttvarna nú sem áður á þessum fordæma­lausa COVID-19 tíma, sem hrjáir alla heims­byggðina.

Við vitum að þessu mun ljúka með fullum sigri á farsóttinni og þá verðum við að sjálf­sögðu enn kraft­meiri og ákafari að stunda þá mannrækt­ar­starfsemi sem við höfum laðast að í starfi okkar, en ekki haft möguleika á að iðka undan­farið ár nema að litlu leyti.

Bræður! Vinsam­legast fylgist með öllum tilkynn­ingum sem ykkur berast, bæði á heima­síðunni og með öðrum hætti. Megi blessun Himna­smiðsins fylgja ykkur öllum og fjölskyldum ykkar.

SMR og Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?