Allir fundir, námskeið og atburðir felldir niður til 10. nóvember

Heilbrigð­is­ráð­herra hefur nú gefið út nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta þar sem fram kemur meðal annars að fjölda­tak­mörkun er 20 einstak­lingar á samkomum.

Ennfremur kemur fram í þessari reglugerð að fjarlægð milli einstak­linga skulu vera 2 metrar. Gildistími þessarar reglu­gerðar er frá og með morgun­deginum 20. október til og með þriðju­deginum 10. nóvember næstkomandi.

Í ljósi þessa hefur Viðbragð­steymi Rh. undir stjórn SMR, ákveðið að fella niður alla áður boðaða fundi og fresta námskeiðum og atburðum innan Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, sama tímabil frá 20. október til og með 10. nóvember 2020.

Á meðan þessi stöðvun á fundum innan R. varir, eru bræður hvattir til að nýta tímann til að íhuga dyggðir Frímúrara og koma þeim í framkvæmd.

Þó formlegt starf falli niður um stund­ar­sakir, þá er ljóst að mikið rými og tími er fyrir áfram­haldandi starf við iðkun dyggðanna.

Fylgist vel með fréttum hér á heimsíðu R. og verið duglegir við að senda inn fréttir, hafa samband við sjúka bræður og systur, vini, vinkonur, einstæðinga og aðra, en síðast en ekki hvað síst við ástvini og fjölskyldu­meðlimi.

Með virku starfi meðal samborgara okkar, komumst við í gegnum þetta verkefni og munum sigrast á þessum faraldri.

Viðbragð­steymi SMR.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?