Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Af vettvangi fræðslumála – Bókasafn

Heilbrigð­is­yf­irvöld hafa nú gefið út nýja reglugerð vegna COVID-19 þar sem m.a. kemur fram að starfsemi félaga­samtaka eins og Frímúr­ar­a­regl­unnar takmarkist við 30 þátttak­endur eða færri.

Með vísan til þessa hefur SMR og Viðbragð­steymi Reglunnar heimilað opnun bókasafna. Bókasafnið í Reglu­heim­ilinu verður opnað á hefðbundum tíma n.k. sunnudag 18. apríl.

Á bókasafninu er mikið af góðu fræðsluefni aðgengilegt fyrir bræður sem þeir eru hvattir til að nýta sér eftir því sem þeir hafa tök á og aðstæður leyfa.  

Í samræmi við gildandi reglur sóttvarn­ar­yf­ir­valda þurfa bræður sem sækja safnið að nota andlits­maska og fylgja öllum settum sóttvarn­ar­reglum.

Mikilvægt er að allir sem koma á bókasafnið skrái sig við komu og verða því að hafa meðferðis stúku­skír­teinið (þetta bláa). Þetta er gert m.a. til að viðkomandi fái nafn sitt skráð á þátttak­endalista Reglunnar sem og vegna kröfu okkar um rekjan­leika ef upp kynni að koma þörf á rakningu.

Með bróður­legri kveðju,
Bókavörður Reglunnar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?