900. fundur Gimli á I. stigi

Gimli­bræður héldu fund númer 900 á I. stigi þann 20. janúar 2020. Þar fór fram upptaka h. ók. l. Í tilefni af þessum tímamótum var haft lítið eitt meira við en venjulega og boðið upp á kótilettur og tilheyrandi í bróður­mál­tíðinni að loknum fundi. Að auki var Jón Svavarsson frá ljósmynda­safni fenginn til að taka myndir af bræðra­hópnum að lokinni máltíð.

Fundurinn var vel sóttur, komu um 90 bræður. Þeirra á meðal var Guðmundur Ragnar Magnússon Stm. Mímis.

Þessum funda­fjólda á I. stigi, 900 fundum, hefur Gimli náð á liðlega 62 árum, en stúkan var stofnuð þann 2. nóvember 1957.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?