100 ára afmæli Eddu — Myndir frá H&V fundi

9. mars 2019

Þann 9. mars var sett hátíð­ar­stúka í Eddu til að minnast með formlegum hætti hundrað ára afmælis stúkunnar. Fjölmargir gestir úr öðrum stúkum sóttu fundinn og þótti takast vel til. Stórmeistari Reglunnar ásamt föruneyti heiðraði fundinn með nærveru sinni. Flutt var tónlist sem samin hefur verið fyrir Eddu og Stm. sagði frá stofn­fundinum og var innganga fyrsta Stm stúkunnar, br. Ludvig Emil Kaaber, sviðsett að hluta. Br. Steinar J. Lúðvíksson flutti fróðlegt erindi um upphaf starfsins og framvindu í 100 ár. Að loknum hátíð­ar­fundinum var síðan sett veislu­stúka með hefðbundnum minnum og ávörpum.

Brr. frá Ljósmynda­safni R. voru á staðnum og mynduðu þetta glæsilega kvöld. Skoða má myndir frá kvöldinu hér að neðan, ef brr. hafa skráð sig inn á innri vefinn.

Ath. Myndir og texta á þessari vefsíðu má eigi afrita né birta að hluta eða í heild sinni án heimildar höfunda.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?