10 ára afmæli St. Jóh. st. Lilju.

30. mars 2022

Miðviku­daginn 30. mars mun St. Jóh. st Lilja halda upp á 10 ára afmæli stúkunar og verður þetta hátíðar og veislufundur. Glitn­is­bræður munu heimsækja St. Lilju á þessum afmæl­is­fundi og eru aðrir bræður að sjálf­sögðu velkomnir.

Sýndar verða myndir frá stofn­fundi Stúkunnar.

Við bróður­mál­tíðina verður í boði að fá léttvín og bjór, auk hefðbundinna drykkja.
Það er að lokum rétt að minna á að hvítu hansk­arnir eru aftur leyfðir, ásamt því að flestum sóttvarn­ar­reglum hefur verið aflétt í húsinu. Bræður eru þó minntir á að passa vel upp á persónu­bundnar sóttvarnir.
Hátíðleg dagskrá, hrífandi söngur og fleiri glaðn­ingar bíða okkar bræður mínir, svo ekki sé talað um frábæran félagsakap og góða vini.

Það er okkar von að sjá sem flesta brr. á fundinum til að fagna með okkur afmælinu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?