Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

1. fundur starfs­sársins hjá St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Akurs

20.09.2021-Fjárhags­stúkufundur.

Nú fer í hönd tími kulda og skamm­degis, vekjandi kvíða í brjóstum margra sem hér búa. Og kannski ekki að furða, ef grannt er skoðað. Því allt frá landnámstíð hefur vogskorin og hrikaleg strand­lengja þessa lands verið byggð, kynslóð­irnar háð þar baráttu sína við náttúru­öflin, holskeflur Íslands- og Grænlandshafs, snjóalög, og hafísa, einangrun og oft á tíðum miskunn­ar­lausa veður­hörku.

En, loksins 20. september 2021 eftir óræðan tíma gátum við frímúr­ara­bræður haldið fund í St. Jóh. st. Akri á Akranesi. Um var að ræða fjárhags­stúkufund. Fjárhags­stúkufundur er ávallt fyrsti fundur hverrar stúku í upphafi hvers starfsárs. Á þeim fundum, eru eins og nafnið ber með sér, unnin störf er lúta að fjárhag stúknanna.

Þetta var fyrsti fundur á starfsári St. Jóh. st. Akurs. Á fundinn mættu 42 bræður, þeirra á meðal heiðruðu okkur á fundinum tveir R&K, Ármaður Reglunnar (ÁMR) br. Skúli Lýðsson og Stór Stúart Meistari (St.Stú.M.) br. Róbert Winther Jörgensen.
Eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir heimsóknina.

Fram kom í máli féhirðis stúkunnar, br. Björns Kjart­ans­sonar VIII° að fjárhagur St. Jóh. st. Akurs er mjög góður og var nokkur rekstr­araf­gangur af starfinu.

Það var bros í hverju andliti bræðra sem mættu til þessa fyrsta fundar í langan tíma, en ekki laust við að stirð­leika gætti í ýmsum fundar­störfum án þess þó að það kæmi að sök.
Br. söngstjóri Gísli Einarssons X°, lék nokkur lög á harmonikku.

Eftir hefðbundin fundar­störf fór fram bróður­máltíð. Bræður tóku hraustlega til matar síns, en vegna sóttvarn­ar­reglna var samvera bræðra fyrir og eftir fund í styttra lagi.
Þótt nú séu breyttir tímar, öryggi og þægindi orðin meiri en fyrr á tímum, getur enn skapast hætta, þegar náttúru­öflin eru annars vegar. Alltaf er vá fyrir dyrum, ef þau eru í ham. Um það eru næg dæmi frá seinni árum.

Br. Stólmeistari (Stm) Sæmundur Víglundsson X° stjórnaði fundi.

Við þökkum H.H.H.H. o.J liðið sumar og felum okkur honum á vald á því starfsári, sem framundan er.

Bræður mínir, verið hjart­anlega og bróðurlega velkomnir til starfa í St. Jóh. st. Akri á nýbyrjuðu starfsári.

Magnús Ólafs Hansson X°

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?