
Laugardaginn 26. febrúar verður haldinn I gr. fundur í St. Jóh.st. Eddu.
Fundurinn hefst kl. 14 og á eftir fundi verður bróðurmáltíð.
Það væri svo sem ekki frásögu færandi að stúka haldi fund en þessi fundur er sérstakur að því leyti að flutt verður erindi, sem í raun er leikþáttur þar sem leikin er upptaka og einstök atriði rædd og útskýrð af „leikurum“ sem eru Eddubræður á ýmsum stigum.
Erindið er tekið saman af Fræðaráði Frímúrareglunnar og byggt á dönsku fræðsluefni.
Það var flutt á fundi í Lilju fyrir fáum árum og vakti þá góð viðbrögð og þótti lærdómsríkt. Flutningurinn þá var undir leikstjórn fyrrum Stm. Lilju, br. Sigmundar Arnar Arngrímssonar, leikara og leikstjóra og br. Sigmundur ætlar einmitt að leikstýra okkur Eddubræðrum svo hugsum okkur gott til glóðarinnar að nýta okkur reynslu Liljubræðra.
Ekki síst má gera ráð fyrir að yngri bræðrum mun þykja fengur í að fylgjast með og hlýða á útskýringar á ýmsum atriðum um inngönguna en bræður úr öðrum stúkum á öllum stigum eru auðvitað hjartanlega og bróðurlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Skráning á fundinn er hafin á vef reglunnar https://frimurarareglan.is/skran…/edda-i-leikthattur-2022/
Ég vil vekja athygli á að ekki er um að ræða forskráning eins og verið hefur undanfarið heldur er á hlekknum bæði skráning og greiðsla fyrir bróðurmáltið. Ef einhver br. þarf á aðstoð að halda þá er siðameistari Eddu boðinn og búinn að aðstoða bræður við það.