1° fundur – Erindu um upptöku – Laugar­daginn 26. febrúar

Leikþáttur á 1°

Laugar­daginn 26. febrúar verður haldinn I gr. fundur í St. Jóh.st. Eddu.
Fundurinn hefst kl. 14 og á eftir fundi verður bróður­máltíð.
Það væri svo sem ekki frásögu færandi að stúka haldi fund en þessi fundur er sérstakur að því leyti að flutt verður erindi, sem í raun er leikþáttur þar sem leikin er upptaka og einstök atriði rædd og útskýrð af „leikurum“ sem eru Eddubræður á ýmsum stigum.
Erindið er tekið saman af Fræðaráði Frímúr­a­regl­unnar og byggt á dönsku fræðsluefni.
Það var flutt á fundi í Lilju fyrir fáum árum og vakti þá góð viðbrögð og þótti lærdómsríkt. Flutn­ing­urinn þá var undir leikstjórn fyrrum Stm. Lilju, br. Sigmundar Arnar Arngríms­sonar, leikara og leikstjóra og br. Sigmundur ætlar einmitt að leikstýra okkur Eddubræðrum svo hugsum okkur gott til glóðar­innar að nýta okkur reynslu Lilju­bræðra.
Ekki síst má gera ráð fyrir að yngri bræðrum mun þykja fengur í að fylgjast með og hlýða á útskýr­ingar á ýmsum atriðum um inngönguna en bræður úr öðrum stúkum á öllum stigum eru auðvitað hjart­anlega og bróðurlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Skráning á fundinn er hafin á vef reglunnar https://frimur­ar­a­reglan.is/skran…/edda-i-leikt­hattur-2022/
Ég vil vekja athygli á að ekki er um að ræða forskráning eins og verið hefur undan­farið heldur er á hlekknum bæði skráning og greiðsla fyrir bróður­máltið. Ef einhver br. þarf á aðstoð að halda þá er siðameistari Eddu boðinn og búinn að aðstoða bræður við það. 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?