Til þess að gerast félagi í Frímúrarareglunni, þarf viðkomandi að snúa sér til einhvers frímúrara sem þekkir hann, og getur sá ásamt öðrum frímúrarabróður sótt um inngöngu fyrir hann í Regluna. Nefnast þessir tveir frímúrarabræður meðmælendur.
Meðmælendurnir sjá um umsóknarferlið fyrir innsækjandann og eftir að hún hefur verið lögð fram hefst biðtími. Þessi tími er notaður til að athuga hvort það geti orðið innsækjandanum til góðs að ganga í Regluna, og einnig að fá fullvissu um að Reglan vilji hann sem lífstíðarfélaga.
Að biðtíma loknum fær innsækjandinn boð frá meðmælendum sínum um hvaða dag og hvaða tíma hann er kallaður til upptöku.
Hvað er Reglan?
Kynntu þér Frímúrararegluna og bræðralagið betur, til að athuga hvort Reglan henti þér.
Nánar