Félagar í Frímúrarareglunni, sem kallast bræður, eru þverskurður af íslensku samfélagi, á öllum aldri, en hafa það sameiginlegt að leita að frekari þroska, rækta sinn innri mann og taka þátt í fjölbreyttu félagsstarfi. Frímúrarareglan er félagsskapur þeirra sem vilja verða betri menn í dag en þeir voru í gær, og enn betri á morgun en þeir eru í dag. Hún er vettvangur þeirra sem vilja vaxa, láta gott af sér leiða og verða betri einstaklingar, eiginmenn, feður og synir.
Í Frímúrarareglunni eru stjórnmála-, trúar- og hagsmunadeilur víðs fjarri en mannrækt og andlegur þroski hafður að leiðarljósi.
Þú veltir því hugsanlega fyrir þér hvort þú eigir að sækja um inngöngu í Frímúrararegluna á Íslandi.
Fyrst þarftu að taka afstöðu til þess hvort þáttaka í starfi Reglunnar henti þér. Þáttaka í starfi Frímúrarareglunnar hentar flestum, en ekki öllum. Það er til dæmis síður líklegt að það henti þeim sem aldrei efast um eigin orð og athafnir, eða þeim sem ekki eru tilbúnir að hlusta og gera ámóta kröfur til sjálfra sín og annarra.
Frá sjónarhóli Frímúrarareglunnar hentar stúkustarf í Reglunni hugsandi mönnum sem vilja þroska sig og bæta.
Kynntu þér málið nánar ef þú telur að Frímúrarareglan sé eitthvað sem hentar þér á þinni vegferð.
Hvernig geng ég inn?