Frímúr­ar­a­reglan opnar húsakynni sín

Opin hús um land allt í tilefni af 100 ára afmæli

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi hefur ákveðið að hafa opin hús um land allt í tilefni af 100 ára afmæli fullgilds frímúr­ara­starfs á Íslandi. Hið fyrsta verður nú í mars og hið síðasta í september.

Allir geta því lagt leið sína í þau húsakynni sem opin eru hverju sinni, hitt meðlimi Frímúr­ar­a­regl­unnar og fræðst um tilgang og starfsemi hennar hér á landi.

Opin hús verða eftir­farandi:

Mælifell Sauðár­króki Sunnu­daginn 24. mars kl. 14-16

Borg Stykk­is­hólmi Laugar­daginn 30. mars klukkan 10-14

Hamar/Njörður Hafnar­firði Bjartir dagar í Hafnar­firði, föstu­daginn 26. apríl, kl. 17-21

Röðull Selfossi Laugar­daginn 27. apríl kl. 13-16  

Draupnir Húsavík Sunnu­daginn 5. maí kl. 14-16  

Njála Ísafirði Laugar­daginn 11. maí kl. 13-16  

Vaka Egils­stöðum Sunnu­daginn 19. maí klukkan 14  

Akur Akranesi Laugar­daginn 6. júlí klukkan 13-17  

Hlér Vestmanna­eyjum Gosloka­hátíð, laugar­daginn 6. júlí, kl. 13-16.

Dröfn Siglu­firði Laugar­daginn 3. ágúst, kl. 13-16.

Reglu­heimilið Reykjavík Menning­arnótt, laugar­daginn 24. ágúst frá kl.14:00 til kl. 17:00

Rún Akureyri Laugar­daginn 31. ágúst kl. 13-16  

Sindri Reykja­nesbæ Ljósanótt, sunnu­daginn 8. september, kl. 12-16

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?