Staðan í dag
Frá og með 13. janúar 2021 taka við rýmri reglur um starf innan R. í samræmi við breyttar sóttvarnarreglur í samfélaginu. Þrátt fyrir að samkomutakmarkanir upp á 20 manns gera okkur ekki kleift að hefja hefðbundið fundarstarf, hafa samkomur eins og fundir embættismanna, nefnda og annarra bræðrahópa nú verið leyfðir.
Jafnframt er nú heimilt að opna bókasöfnin á ný, ef unnt er að fylgja ítrustu sóttvarnarreglum.
Nánar um breytingarnar má lesa í eftirfarandi frétt.
Og upplýsingar um opnun bókasafna er að finna hér:
Eiríkur Finnur Greipsson
Erindreki Reglunnar.
Nýjustu fréttir frá Stjórnstofu
13. janúar 2021
Tilkynning um opnun bókasafnsins í Regluheimilinu við Bríetartún, sunnudaginn 17. janúar 2021
12. janúar 2021
Tilkynning um breyttar reglur á starfi innan R.
30. nóvember
Næsti fundur? Aðventukaffi, jólatrésskemmtanir, Frímúrarasjóðurinn og fleira
7. nóvember
Núverandi lokun gildir áfram um óákveðinn tíma
19. október
Allir fundir, námskeið og atburðir felldir niður til 10. nóvember
7. október
Viðbragðsteymi R. kynnir hertari aðgerðir
3. október
Frestun funda- og nefndarstarfa innan Frímúrarareglunnar
Bræðrastofa lokuð sunnudaginn 4. október
2. október
Öryggisnámskeiði frestað
2. október
Frímúrarakórinn fellir niður æfingar
26. september
Auðveldara aðgengi að rafrænum skráningum
18. september
Bræðrastofan lokuð 20. september.
9. september
Skráning á fundi í Landsstúkunni.
7. september
Starfsskrá funda á heimasíðu ekki rétt.
Bræðrastofa, minja- og skjalasafn opna.
6. september
Bókasafn Reglunnar að Bríetartúni hefur vetrarstarf.
28. ágúst
Skilaboð frá SMR.
Á þessari síðu má nálgast nýjustu upplýsingar og tilkynningar frá Stjórnstofu um starfið í Frímúrarareglunni á Íslandi, nú á þessum erfiðu og fordæmalausu tímum sem COVID—19 faraldurinn veldur.
Reglustarfið hefur verið í uppnámi frá 11. mars, þegar öllu starfi var aflýst um tíma. Reglur um samkomur í þjóðfélaginu taka örum og reglulegum breytingum, sem Reglan fylgir eftir bestu getu. Því er ljóst að eitthvað rask verður á fundarstarfi nú í upphafi starfsveturs, hversu lengi vitum við því miður ekki.
Bræður eru beðnir að fylgjast vel með þessari síðu hér, ásamt skilaboðum frá SMR, stúkunum og öðrum innan R.