Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 21. október 2021 Sjá nánar.

Upplýs­ingar um starf R. á tímum COVID-19

Uppfært 31. ágúst 2021

Staðan í dag

Nú hafa nýjar sóttvarn­ar­reglur stjórn­valda, litið dagsins ljós og taka gildi á morgun, þann 28. ágúst 2021. Gilda þær í 3 vikur. Reglurnar eru þess eðlis að allt starf okkar verður mun einfaldara en það hefur verið frá 11. mars 2020 og vonandi verða þær til að gleðjast yfir. Verum hins vegar varkárir í öllu okkar starfi.

  1. Forskráning á fundi verður óþörf
  2. Krafa er um að allir bræður beri andlits­maska, að allir bræður fari varlega og gæti fyllsta hrein­lætis; að hver og einn bróðir taki ábyrgð á því að virða kröfur um sóttvarnir gagnvart sjálfum sér og öðrum
  3. Ef talið verður nauðsynlegt að setja frekari kröfur um sóttvarnir eða skýringar verða þær kynntar við komu á fund.

Starfið hefst þann 2. september næstkomandi, með Gþ. fundi, sem er í Lands­stúkunni á VIII stigi í Reglu­heim­ilinu að Bríet­artúni 3, Reykjavík. Er þess vænst að bræður fjölmenni. Aðrir fundir fylgja svo í kjölfarið samkvæmt útgefinni starfsskrá fyrir 2021 – 2022 og er unnt að nálgast á heimasíðu Reglunnar.

Kæru bræður, við hljótum allir að fagna þessum áfanga í baráttunni við COVID-19, en höfum hugfast að óværan hefur ekki yfirgefið okkur og því er það ítrekað að okkur ber að fara varlega, forðast of mikið návígi og snert­ingar.

Að lokum eruð þið hvattir til að hafa samband við aðra bræður og hvetja þá til starfsins. Við þurfum áfram að halda vel utan um hvern annan og leggja áherslu á að góð þátttaka á fundum er sérlega mikilvæg eftir mikla erfið­leika í störfum okkar allt frá 11. mars 2020.
Ef þörf er á frekari upplýs­ingum þá eru bræður beðnir um að hafa samband við Stjórn­stofu.

Viðbragð­steymi R.

Samkvæmt aukatil­kynningu þann 6. október 2021 munu núverandi sóttvarn­a­reglur gilda óbreyttar áfram til 20. október.
Sjá nánar í tilkynningu hér.

Reglur um framkvæmd funda í upphafi starfsárs 2021 til 2022

Viðbragð­steymi R. hefur gefið út reglur um framkvæmd funda í upphafi starfs­ársins sem nú er að hefjast. Reglurnar hafa verið birtar á innri vef R. og má nálgast þær með því að smella hér.

Nýjustu fréttir frá Stjórn­stofu

21. október 2021
Óbreyttar reglur um sóttvarnir í R.

6. október 2021
Óbreyttar sóttvarn­a­reglur

31. ágúst 2021
Reglur um framkvæmd funda í upphafi starfsárs 2021–2021

27. ágúst 2021
Breyttar reglur vegna nýrra sóttvarn­a­reglna.

17. ágúst 2021
Upplýs­ingar um komandi starfsár.

11. maí 2021
Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021

23. apríl 2021
Yfirvöld sóttvarna hafa gefið út heimild til fundar­halda!

14. apríl 2021
Tilkynning frá SMR og viðbragð­steymi R.

24. mars 2021
Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur

12. mars 2021
Starfið hefst að nýju.

24. febrúar 2021
Tilkynning frá Viðbragð­steymi R. um nýjar sóttvarn­ar­reglur frá 24. febrúar til 17. mars 2021.

5. febrúar 2021
Óbreyttar reglur um sóttvarnir til 3. mars nk.

13. janúar 2021
Tilkynning um opnun bókasafnsins í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún, sunnu­daginn 17. janúar 2021

12. janúar 2021
Tilkynning um breyttar reglur á starfi innan R.

30. nóvember
Næsti fundur? Aðventukaffi, jólatrés­skemmtanir, Frímúr­ara­sjóð­urinn og fleira

7. nóvember
Núverandi lokun gildir áfram um óákveðinn tíma

19. október
Allir fundir, námskeið og atburðir felldir niður til 10. nóvember

7. október
Viðbragð­steymi R. kynnir hertari aðgerðir

3. október
Frestun funda- og nefnd­ar­starfa innan Frímúr­ar­a­regl­unnar
Bræðra­stofa lokuð sunnu­daginn 4. október

2. október
Örygg­is­nám­skeiði frestað

2. október
Frímúr­arakórinn fellir niður æfingar

26. september
Auðveldara aðgengi að rafrænum skrán­ingum

18. september
Bræðra­stofan lokuð 20. september.

9. september
Skráning á fundi í Lands­stúkunni.

7. september
Starfsskrá funda á heimasíðu ekki rétt.
Bræðra­stofa, minja- og skjalasafn opna.

6. september
Bókasafn Reglunnar að Bríet­artúni hefur vetrar­starf.

28. ágúst
Skilaboð frá SMR.

Á þessari síðu má nálgast nýjustu upplýs­ingar og tilkynn­ingar frá Stjórn­stofu um starfið í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi, nú á þessum erfiðu og fordæma­lausu tímum sem COVID—19 farald­urinn veldur.

Reglu­starfið hefur verið í uppnámi frá 11. mars á sl. ári, þegar öllu starfi var aflýst um tíma. Reglur um samkomur í þjóðfé­laginu taka örum og reglu­legum breyt­ingum, sem Reglan fylgir eftir bestu getu. Því er ljóst að eitthvað rask verður á fundar­starfi nú í upphafi starfs­veturs, hversu lengi vitum við því miður ekki.

Bræður eru beðnir að fylgjast vel með þessari síðu hér, ásamt skila­boðum frá SMR, stúkunum og öðrum innan R.

Skilaboð frá SMR.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?