Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Upplýs­ingar um starf R. á tímum COVID-19

Uppfært 12. janúar 2021

Staðan í dag

Frá og með 13. janúar 2021 taka við rýmri reglur um starf innan R. í samræmi við breyttar sóttvarn­ar­reglur í samfé­laginu. Þrátt fyrir að samkomutak­markanir upp á 20 manns gera okkur ekki kleift að hefja hefðbundið fundar­starf, hafa samkomur eins og fundir embætt­is­manna, nefnda og annarra bræðrahópa nú verið leyfðir.

Jafnframt er nú heimilt að opna bókasöfnin á ný, ef unnt er að fylgja ítrustu sóttvarn­ar­reglum.

Nánar um breyt­ing­arnar má lesa í eftir­farandi frétt.

Og upplýs­ingar um opnun bókasafna er að finna hér:

Eiríkur Finnur Greipsson
Erindreki Reglunnar.

Nýjustu fréttir frá Stjórn­stofu

Á þessari síðu má nálgast nýjustu upplýs­ingar og tilkynn­ingar frá Stjórn­stofu um starfið í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi, nú á þessum erfiðu og fordæma­lausu tímum sem COVID—19 farald­urinn veldur.

Reglu­starfið hefur verið í uppnámi frá 11. mars, þegar öllu starfi var aflýst um tíma. Reglur um samkomur í þjóðfé­laginu taka örum og reglu­legum breyt­ingum, sem Reglan fylgir eftir bestu getu. Því er ljóst að eitthvað rask verður á fundar­starfi nú í upphafi starfs­veturs, hversu lengi vitum við því miður ekki.

Bræður eru beðnir að fylgjast vel með þessari síðu hér, ásamt skila­boðum frá SMR, stúkunum og öðrum innan R.

Skilaboð frá SMR.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?