Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 18. september Sjá nánar.

Upplýs­ingar um starf R. á tímum COVID-19

Uppfært 18. september 2020

Staðan í dag

Starf í Jóhannesar- og Andrés­ar­stúkum
Upphaf starfs í Stt. er miðað við fjárhags­stúkufundi þeirra, þar sem ein Jóhann­es­ar­stúkan, Njörður, hefur nú þegar haldið sína. Fjölmargar aðrar stt. á Jóhannesar og Andrés­arstigum hafa sett niður dagsetningu á sína fjárhags­stúkufundi og má lesa nánar um það í frétt hér á vefnum. — Sjá frétt.

Lands­stúkan
Lands­stúkan hefur nú þegar hafið störf með Gþ. fundi þann 3. september síðast­liðin. Framundan eru fundur á VIII° þann 10. september og innsetning HSM þann 17. september. — Sjá frétt.

Forskrán­ingar verða á fundi Lands­stúk­unnar, á meðan ástandið er eins og það er, og eru brr. beðnir að fylgjast vel með þeim hér á vefnum. — Sjá frétt.

Bræðra­stofa
Bræðra­stofa verður opin með hefðbundnum hætti frá og með sunnu­deginum 13. september. — Sjá frétt.
Henni verður þó lokað, sunnu­daginn 20. september. — Sjá frétt.

Söfnin
Bókasafn Reglunnar að Bríet­artúni hefur störf 6. september. — Sjá frétt.
Minjasafn Reglunnar að Bríet­artúni opnar frá og með 13. september. — Sjá frétt.
Aðgangur að Skjala­safni Reglunnar er skv. samkomulagi við skjalavörð Reglunnar. — Sjá frétt.

Nýjustu fréttir frá Stjórn­stofu

Á þessari síðu má nálgast nýjustu upplýs­ingar og tilkynn­ingar frá Stjórn­stofu um starfið í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi, nú á þessum erfiðu og fordæma­lausu tímum sem COVID—19 farald­urinn veldur.

Reglu­starfið hefur verið í uppnámi frá 11. mars, þegar öllu starfi var aflýst um tíma. Reglur um samkomur í þjóðfé­laginu taka örum og reglu­legum breyt­ingum, sem Reglan fylgir eftir bestu getu. Því er ljóst að eitthvað rask verður á fundar­starfi nú í upphafi starfs­veturs, hversu lengi vitum við því miður ekki.

Bræður eru beðnir að fylgjast vel með þessari síðu hér, ásamt skila­boðum frá SMR, stúkunum og öðrum innan R.

Skilaboð frá SMR.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?