Upplýs­ingar um starf R. á tímum COVID-19

Uppfært 19. maí 2022

Staðan í dag

Kæru bræður

Eins og fram hefur komið, í fjölmörgum tilkynn­ingum, Viðbragð­steymis Reglunnar, vegna COVID-19 farald­ursins, þá hefur SMR og Viðbragð­steymið haft það að leiðar­ljósi að fara í einu og öllu að tilmælum sóttvarna­yf­ir­valda hverju sinni og ef eitthvað er, farið varlegar en tilmæli stjórn­valda hafa gefið tilefni til, í einhverjum tilvikum.

Það sem SMR og Viðbragð­steymið hafa haft að megin leiðar­ljósi, í gegnum COVID-19 farald­urinn, er að huga sem mest og best að heilsu okkar allra!

Við verðum jú, hverju sinni, að taka tillit til þeirrar staðreyndar að í brr.hópi okkar er fjöldinn allur af eldri brr. með undir­liggjandi sjúkdóma og okkur hefur einfaldlega borið að taka mið af þeirri staðreynd við allar þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um takmarkanir á fundar­starfi innan R. Þetta ástand hefur reynt á þolrif allra í samfé­laginu en á sama tíma getum við horft glaðir til þeirrar staðreyndar að okkur hefur að stærstum hluta tekist að halda fundi þó með takörkunum hafi verið. Fundi sem allir brr. hafa getað tekið þátt í, óháð aldri.
Þá höfum við, bless­un­arlega, ekki lent í því að upp hafi komið hópsmit vegna þeirra funda sem okkur hefur verið unnt að halda.

Að þessu sögðu hefur SMR, í samráði við Viðbragð­steymi Reglunnar, tekið þá ákvörðun að öllum takmörkunum, sem hafa verið í gildi undan­farin misseri, er hér með aflétt.
Í þessu sambandi er þó rétt að benda brr. á varúð­ar­regluna og þá einföldu staðreynd, sbr. frétta­flutning, erlendis frá, að áhrifum COVID-19 er ekki lokið.

Það er aldrei of varlega farið.

Er ykkur öllum þökkuð samvinnan við framkvæmd sóttvarn­a­reglna á fundum og í öðru starfi innan R.

SMR og Viðbragð­steymi R.

 

Nýjustu fréttir frá Stjórn­stofu

19. maí 2022
Allar sóttvarn­ar­reglur felldar niður

20. mars 2022
Skilaboð frá Viðbragð­steymi R. 

24. febrúar 2022
Aflétting sóttvarna í starfi stúkna

11. febrúar 2022
Tilkynning frá Viðbragð­steymi R.

28. janúar 2022
Fundir hefjast að nýju

11. janúar 2022
Öll fundarhöld og samkomur felld niður fram til 2. febrúar næstkomandi

22. desember 2021
Allir fundir og samkomur felldar niður innan R.

13. nóvember 2021
Hertar sóttvarn­a­reglur í starfinu, frá og með 13.11.2021
Forskrán­ingar hafnar á vef R. 

10. nóvember 2021
Sóttvarn­a­reglur frá og með 10. nóvember 2021

21. október 2021
Óbreyttar reglur um sóttvarnir í R.

6. október 2021
Óbreyttar sóttvarn­a­reglur

31. ágúst 2021
Reglur um framkvæmd funda í upphafi starfsárs 2021–2021

27. ágúst 2021
Breyttar reglur vegna nýrra sóttvarn­a­reglna.

17. ágúst 2021
Upplýs­ingar um komandi starfsár.

11. maí 2021
Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021

23. apríl 2021
Yfirvöld sóttvarna hafa gefið út heimild til fundar­halda!

14. apríl 2021
Tilkynning frá SMR og viðbragð­steymi R.

24. mars 2021
Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur

12. mars 2021
Starfið hefst að nýju.

24. febrúar 2021
Tilkynning frá Viðbragð­steymi R. um nýjar sóttvarn­ar­reglur frá 24. febrúar til 17. mars 2021.

5. febrúar 2021
Óbreyttar reglur um sóttvarnir til 3. mars nk.

13. janúar 2021
Tilkynning um opnun bókasafnsins í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún, sunnu­daginn 17. janúar 2021

12. janúar 2021
Tilkynning um breyttar reglur á starfi innan R.

30. nóvember 2020
Næsti fundur? Aðventukaffi, jólatrés­skemmtanir, Frímúr­ara­sjóð­urinn og fleira

7. nóvember 2020
Núverandi lokun gildir áfram um óákveðinn tíma

19. október 2020
Allir fundir, námskeið og atburðir felldir niður til 10. nóvember

7. október 2020
Viðbragð­steymi R. kynnir hertari aðgerðir

3. október 2020
Frestun funda- og nefnd­ar­starfa innan Frímúr­ar­a­regl­unnar
Bræðra­stofa lokuð sunnu­daginn 4. október

2. október 2020
Örygg­is­nám­skeiði frestað

2. október 2020
Frímúr­arakórinn fellir niður æfingar

26. september 2020
Auðveldara aðgengi að rafrænum skrán­ingum

18. september 2020
Bræðra­stofan lokuð 20. september.

9. september 2020
Skráning á fundi í Lands­stúkunni.

7. september 2020
Starfsskrá funda á heimasíðu ekki rétt.
Bræðra­stofa, minja- og skjalasafn opna.

6. september 2020
Bókasafn Reglunnar að Bríet­artúni hefur vetrar­starf.

28. ágúst 2020
Skilaboð frá SMR.

Á þessari síðu má nálgast nýjustu upplýs­ingar og tilkynn­ingar frá Stjórn­stofu um starfið í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi, nú á þessum erfiðu og fordæma­lausu tímum sem COVID—19 farald­urinn veldur.

Reglu­starfið hefur verið í uppnámi frá 11. mars á sl. ári, þegar öllu starfi var aflýst um tíma. Reglur um samkomur í þjóðfé­laginu taka örum og reglu­legum breyt­ingum, sem Reglan fylgir eftir bestu getu. Því er ljóst að eitthvað rask verður á fundar­starfi nú í upphafi starfs­veturs, hversu lengi vitum við því miður ekki.

Bræður eru beðnir að fylgjast vel með þessari síðu hér, ásamt skila­boðum frá SMR, stúkunum og öðrum innan R.

Skilaboð frá SMR.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?