Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Upplýs­ingar um starf R. á tímum COVID-19

Uppfært 11. maí 2021

Staðan í dag

Rýmkun reglna um sóttvarnir í nýútgefinni reglugerð hafa lítil sem engin áhrif á fundarhöld í Reglunni. Heimilt er að fara með hámarks­fjölda úr 100 í 150, sem er vissulega rýmkun, en 1 metra reglan er hins vegar áfram í gildi þ.a. ef nýta á þá aukningu þá gerist það aðeins með því að opna salarkynni til vesturs fram í forsal í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík. Viðbragð­steymi einstakra stúkuhúsa setja áfram viðmið og reglur fyrir einstök stúkuhús.

Ánægjulegt er að sjá að allar starfs­stúkur eru að miða við að ljúka lokafundum og Stórhátíð R. fór fram með 100 þátttak­endum eins og fyrirmæli voru um frá ráðuneytinu.

Fyrir­huguðum kjörfundum er lokið og vonandi tekst að ljúka innsetn­ingum kjörinna Stmm. í mánuðinum. Allt bendir því til að stúku­störfin í haust geti hafist með siðbundnum hætti. Verðum við bara að vona að þegar sú stund nálgast, að þá hafi Íslend­ingum tekist að sigrast á COVID-19 óværunni.

Nýja reglugerð ráðuneyt­isins er unnt að nálgast hér

Verum jákvæðir, verum umhyggju­samir, verum einlægir og verum varkárir.

Góðar stundir kæru bræður!

Viðbragð­steymi R. og SMR

Nýjustu fréttir frá Stjórn­stofu

11. maí 2021
Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021

23. apríl 2021
Yfirvöld sóttvarna hafa gefið út heimild til fundar­halda!

14. apríl 2021
Tilkynning frá SMR og viðbragð­steymi R.

24. mars 2021
Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur

12. mars 2021
Starfið hefst að nýju.

24. febrúar 2021
Tilkynning frá Viðbragð­steymi R. um nýjar sóttvarn­ar­reglur frá 24. febrúar til 17. mars 2021.

5. febrúar 2021
Óbreyttar reglur um sóttvarnir til 3. mars nk.

13. janúar 2021
Tilkynning um opnun bókasafnsins í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún, sunnu­daginn 17. janúar 2021

12. janúar 2021
Tilkynning um breyttar reglur á starfi innan R.

30. nóvember
Næsti fundur? Aðventukaffi, jólatrés­skemmtanir, Frímúr­ara­sjóð­urinn og fleira

7. nóvember
Núverandi lokun gildir áfram um óákveðinn tíma

19. október
Allir fundir, námskeið og atburðir felldir niður til 10. nóvember

7. október
Viðbragð­steymi R. kynnir hertari aðgerðir

3. október
Frestun funda- og nefnd­ar­starfa innan Frímúr­ar­a­regl­unnar
Bræðra­stofa lokuð sunnu­daginn 4. október

2. október
Örygg­is­nám­skeiði frestað

2. október
Frímúr­arakórinn fellir niður æfingar

26. september
Auðveldara aðgengi að rafrænum skrán­ingum

18. september
Bræðra­stofan lokuð 20. september.

9. september
Skráning á fundi í Lands­stúkunni.

7. september
Starfsskrá funda á heimasíðu ekki rétt.
Bræðra­stofa, minja- og skjalasafn opna.

6. september
Bókasafn Reglunnar að Bríet­artúni hefur vetrar­starf.

28. ágúst
Skilaboð frá SMR.

Á þessari síðu má nálgast nýjustu upplýs­ingar og tilkynn­ingar frá Stjórn­stofu um starfið í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi, nú á þessum erfiðu og fordæma­lausu tímum sem COVID—19 farald­urinn veldur.

Reglu­starfið hefur verið í uppnámi frá 11. mars, þegar öllu starfi var aflýst um tíma. Reglur um samkomur í þjóðfé­laginu taka örum og reglu­legum breyt­ingum, sem Reglan fylgir eftir bestu getu. Því er ljóst að eitthvað rask verður á fundar­starfi nú í upphafi starfs­veturs, hversu lengi vitum við því miður ekki.

Bræður eru beðnir að fylgjast vel með þessari síðu hér, ásamt skila­boðum frá SMR, stúkunum og öðrum innan R.

Skilaboð frá SMR.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?