Ágrip af sögu Stúart­stúk­unnar

Upphaf og stofnun

Stúart­stúkan á Akureyri var lengi í mótun. Starfið hófst með stofnun Kapítula­fræðslu­stúk­unnar Skuldar, en stofn­fundur hennar var 5. júní 1961.  Skuld var ein þriggja örlaganorna, sú sem ræður framtíðinni. (Urður, Verðandi, Skuld.) Einnkunn­arorð hennar voru ákveðin: “Via crusis, via lucis.”

Árið 1968 hinn 25. júlí,  hófst nýtt tímabil í sögu frímúr­ara­starfsins á Akureyri og verður að teljast einn sögulegasti viðburð­urinn í sögu Reglunnar á Akureyri, með stofnun fullgildrar Stúart­stúku annars flokks.

Þann 12. febrúar 1980 var  stigið þýðing­ar­mikið skref í átt til framhaldsins með heimild til stofnunar Nýliða­stofu.

Stofn­fundur  Stúart­stúku fyrsta flokks var haldinn í nýjum húsakynnum stúkunnar á Akureyri þann 8. desember 1983 og hefur Stúart­stúkan starfað sem slík frá þeim tíma.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?