St.Jóh.rannsóknastúkan Snorri var stofnuð árið 2010 og er stofndagur stúkunnar 9. Apríl 2010. Fyrsti Stólmeistari stúkunnar var br. Haukur Björnsson.
Verkefni St.Jóh.rannsóknastúkunnar Snorra er að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrirlestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúrarareglunnar á Íslandi og málefni þessu tengd. Meðal annars skal rannsóknastúkan miðla upplýsingum um erlendar rannsóknir í frímúrarafræðum. Rannsóknastúkunni er heimilt að efna til samstarfs við aðrar frímúrarastúkur til að nálgast markmið sín.
Stúkan stendur fyrir þrem rannsóknafundum árlega þar sem flutt eru rannsóknaerindi um hina konunglegu íþrótt. Á fundum stúkunnar eru síðan flutt rýni á erindið og almennar umræður og fyrirspurnir leyfðar. Stúkan hefur á fyrstu starfsárum sínum m.a. lagt áherslu á sögu Reglunnar og helstu forvígismanna hennar. Stúkan á samstarf við systurstúkur sínar á norðurlöndum en sameiginlega er gefin út árbókin Acta Masonica Scandinavia þar sem birt er úrval þeirra erinda sem flutt eru í þeim stúkum.