Ágrip af sögu Snorra

Tilgangur

St.Jóh.rann­sókna­stúkan Snorri var stofnuð árið 2010 og er stofndagur stúk­unnar 9. Apríl 2010.  Fyrsti Stól­meistari stúk­unnar var br. Haukur Björnsson.

Verk­efni St.Jóh.rann­sókna­stúk­unnar Snorra er að gangast fyrir rann­sóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starf­semi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.  Meðal annars skal rann­sókna­stúkan miðla upplýs­ingum um erlendar rann­sóknir í frímúr­ara­fræðum.  Rann­sókna­stúk­unni er heimilt að efna til samstarfs við aðrar frímúr­ara­stúkur til að nálgast markmið sín.

Stúkan stendur fyrir þrem rann­sókna­fundum árlega þar sem flutt eru rann­sókna­er­indi um hina konung­legu íþrótt.  Á fundum stúk­unnar eru síðan flutt rýni á erindið og almennar umræður og fyrir­spurnir leyfðar.  Stúkan hefur á fyrstu starfs­árum sínum m.a. lagt áherslu á sögu Regl­unnar og helstu forvíg­is­manna hennar.  Stúkan á samstarf við syst­ur­stúkur sínar á norð­ur­löndum en sameig­in­lega er gefin út árbókin Acta Masonica Scandi­navia þar sem birt er úrval þeirra erinda sem flutt eru í þeim stúkum.