Ágrip af sögu Röðuls

Stofnun bræðra­félags

Stofnað var bræðra­félag á Selfossi 6. nóvember 1976 í Sjálf­stæð­is­húsinu að Tryggvagötu 8 og voru fundir haldnir þar fyrst um sinn en húsnæðið var ófull­nægjandi.  Úr Reykjavík komu 21 bróðir, meðal annara Magnús Thorlacíus sem þá var formaður Stúkuráðs, Sigurður Sigur­geirsson stólmeistari St.Jóh.st. Eddu, Einar Birnir Stm. St.Jóh.st Mímis og Sveinn Finnsson Stm. St.Jóh.st. Gimlis.

Þessir voru kosnir í stjórn Bræðra­fé­lagssins:

Stjórn Bræðra­fé­lagssins

Páll Hallgrímsson, sýslu­maður, formaður
Páll Jónsson, tannlæknir, varaformaður
Óli Þ. Guðbjarsson, skóla­stjóri, ræðumaður
Gunnar Á Jónsson, bókari, ritari
Gunnar Hjart­arson, banka­úti­bú­stjóri, féhirðir
Magnús Sigurðsson, læknir, skjala­vörður

Fræðslu­stúkan stofnuð

Árið 1978 var keypt risíbúð að Hörðu­völlum 6. félagið átti íbúðina í þrjú ár.  Þessi íbúð var seld í ágúst 1980 og keypt efri hæðin að Hrísmýri 1.
Þessi hæð var fokheld þegar hún var keypt og því erfitt um fundarstað og þá voru fundir haldnir í Blikksmiðju á Hvols­velli hjá bróður okkar Herði Helgasyni á meðan verið var að stand­setja húsnæðið að Hrísmýri 1.

Hinn 5. desember 1981 dróg til stórtíðinda á Selfossi.  Þá var á sama degi lagður hornsteinn að húsakynnum frímúrara á Selfossi, salarkynnin vígð og stofnuð Fræðslu­stúkan Röðull.

Stofn­fé­lagar að fræðslu­stúkunni voru 40 að tölu.

Stjórn Fræðslu­stúk­unnar var skipuð eftir­töldum bræðrum
Stj. br. — Páll Jónsson
V.stj.br. — Páll Hallgrímsson
E.v.br. — Kjartan T. Ólafsson
Y.v.br. — Hörður Helgason
Sv. — Ólafur Jónsson
Rm. — Ásgeir S. Sigurðsson
R. — Gunnar Á Jónsson
Fh. — Stefán Kjart­ansson

Jóhann­es­ar­stúkan stofnuð

Tveim árum síðar 3. desember 1983 var stofnuð St. Jóh. stúka með fullum réttindum og hófst stofn­fund­urinn kl.15.  SMR br. Gunnar J. Möller ásamt öllum æðstu stjórn­endum Frímúr­ar­a­regl­unnar vígði stúkuna að siðbundnum hætti.

Embætt­ismenn Stúkunnar voru
Stm. — Páll Jónsson, tannlæknir — X°
Vm. — Páll Hallgrímsson, sýslu­maður — IX°
Estv. — Kjartan T. Ólafsson, vélstjóri — X°
Ystv. — Hörður Helgason, forstjóri — IX°
Km. — Ásgeir S. Sigurðsson, bóndi — VII°
Sm. — Ólafur Jónsson, forstjóri — IX°
R. — Gunnar Á Jónsson, skrif­stofu­stjóri — VII°
Fh. — Grétar Símon­arson, mjólk­ur­bú­stjóri — VI°
L. — Kolbeinn I. Krist­insson, forstjóri — IX°
S. — Haukur Gíslason, ljósmyndari — III°

Stofn­fé­lagar voru 45 og hefur stúkan vaxið og dafnað með hverju ári og eru nú 170 virkir bræður í stúkunni.

Starfsárið 2005-2006 var nokkur umræða meðal bræðra um húsnæð­ismál stúkunnar og fljótlega komu upp hugmyndir um fyrir­komulag hugsan­legrar viðbygg­ingar.

Í kjölfarið eða þann 1. mars 2006 skipaði stólmeistari stúkunnar, Örn Grétarsson, undir­bún­ings­nefnd fyrir viðbyggingu við frímúr­ara­húsið að Hrísmýri 1. Niður­stöður nefnd­ar­innar voru í grófum dráttum þessar:

að byggð yrði viðbygging á tveimur hæðum við núverandi hús.  

Á neðri hæðinni yrði borðsalur (samkomu­salur) ásamt eldhúsi.

Á efri hæð stúku­salur og forsalur ásamt geymslu.

Nýbygg­ingin  skyldi tengd við núverandi hús með milli­byggingu þar sem jafnframt yrði aðalinn­gangur í bæði húsin og stigi og hjóla­stóla­lyfta upp á efri hæð.

Þann 18. apríl 2007 var fyrsta skóflu­stungan tekin að nýrri viðbyggingu og laugar­daginn 6. desember 2008 á 25 ára afmæl­is­fundi Röðuls vígði SMR Valur Valsson ásamt fylgd­arliði  stúku­salinn og glæsilega viðbyggingu  við stúkuhús Röðuls að Hrísmýri 1 á Selfossi.

Stólmeistarar frá stofndegi

Páll Jónsson — 3. desember 1983 til 23. febrúar 1994
Gunnar Á Jónsson — 23. febrúar 1994 til 6. febrúar 2002
Úlfar Guðmundsson — 6. febrúar 2002 til 20. apríl 2005
Örn Grétarsson — 20. apríl 2005 til 27. október 2011
Guðmundur H. Eiríksson — 27. október 2011 til 29. október 2014
Ómar Ásgeirsson — 29. október 2014.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?