Lag og ljóð — Ólafur G. Karlsson
Flutt af Frímúrarakórnum
Á haustdögum 1993 ræddu nokkrir Mímisbræður ásamt Rafni Hafnfjörð við mig um þá hugmynd að ég reyndi að setja saman ljóð til að syngja á fundum í Mímis, en fram til þess tíma var enginn sérstakur Mímissöngur til.
Þá urðu til Mímisljóð, tvö erindi sem syngja mátti með laginu „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.“
Seinna á þessu hausti var ég á sólarströnd á Flórida og þá varð til nýtt lag við Mímisljóðin.
Lagið var fyrst flutt á afmæli stúkunnar þann 14. febrúar 1994 af Friðbirni G. Jónssyni í Eddu við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar söngstjóra stúkunnar. Hafa þau síðan verið sungin á fundum í Mími.
Lagið er hér í útsetningu Guðna.
Ólafur G. Karlsson