Eitt fegursta helgikvæði á íslensku er Lilja Eysteins munks sem allir vildu kveðið hafa. Þar segir frá hjálpræðissögunni allt frá sköpun heimsins til hins efsta dags með hápunktum ljóðsins í verki Jesú Krists, fæðingu, dauða og upprisu. St. Jóh. stúkan Lilja sækir nafn sitt til kvæðisins en inntak þess felur í sér stef Jóhannesarstiganna.
Í kristni er lilja jafnan tákn hreinleika, kærleika og dyggða. Hún hefur einnig verið tákn fyrir hinn þríeina Guð, Föður, Son og Heilagan anda og er gamalt tákn Maríu guðsmóður.
Í útsprunginni lilju má sjá fyrir sér krónublöðin sem sexydda stjörnu.
Lífskrafturinn, gróður jarðar, vöxtur og fegurð endurspeglast í liljunni.
Lilja á að vera tákn stúku sem vex og blómstar.
Hinn 15. febrúar 2011 fól SMR, Valur Valsson, Uppl. br. Sigmundi Erni Arngrímssyni að undirbúa stofnun nýrrar St. Jóh. st. í Reykjavík og verða fyrsti Stm. hennar. Stofnfélagar stúkunnar skyldu vera brr. í St. Jóh. stt. Eddu og Gimli.
Stofnun nýrrar stúku var í samræmi við þá stefnumótun sem Æðstaráðið hafði áður samþykkt fyrir St. Jóhannesar stúkurnar m.a. í því skyni að auka virkni og áhuga brr. og að styrkja innbyrðis kynni í bræðrahópunum. Einn liður þessa var að fá brr. í embætti sem ekki gegndu þá embætti í St. Jóh. stúku.
Br. Sigmundur fékk fljótlega til liðs við sig hóp brr. við undirbúninginn en flestir þeirra urðu fyrstu embættismenn stúkunnar.
Undirbúningshópurinn lagði fram tillögur að nafni stúkunnar, kjörorði og skjaldarmerki sem og stúkumerki og voru þær tillögur samþykktar í ÆR.
Kjörorð
Kjörorð stúkunnar er Laboremus In Luce, Juncte Agamus.
Upphafsstafir latnesku orðanna mynda heiti stúkunnar og er skáldaleyfi notað til að skrifa I í Iuncte sem J – en J er ekki til í stafrófi klassískrar latínu.
Á íslensku er kjörorðið: VINNUM Í LJÓSI – STÖRFUM SAMAN
Skjaldar- og stúkumerki Lilju
Skjaldarmerki St. Jóh. stúkunnar Lilju er hvítur, jafnarma kross á bláum grunni. Litavalið vísar til Jóhannesarstúkunnar. Armar krossins enda í lilju og mynda þannig liljukross. Hann er tákn fyrir trú, speki og dyggðir. Í miðju krossins er teningur sem sóttur er í táknmál Reglunnar. Horn hans vita að örmum krossins. Á miðjum teningsfletinum fléttast saman bláir, oddbogalaga hlekkir. Þeir raðast upp í hvirfingu sem í senn minnir á útsprungna lilju og sexydda stjörnu.
Stúkumerkið hefur sömu táknmynd (Liljukrossinn) og er á skjaldarmerkinu. Grunnlitur er einnig blár. Merkið er í laginu eins og skjöldur – sléttur að ofan þar sem blár borði Jóhannesarstúknanna er festur.
Undirbúningurinn
Undirbúningshópurinn setti fram einskonar stefnuskrá fyrir verðandi stofnfélaga þar sem sagði meðal annars:
„St. Jóh. st. [….] byggir starf sitt á Grundvallarskipan Frímúrarareglunnar á Íslandi. Sérstök áhersla er lögð á þau undistöðuatriði sem fram koma í 1. og 2. kafla fyrstu bókar.
Markmið Reglunnar er að göfga og bæta mannlífið. Bræður [….] munu hafa eftirfarandi atriði sem leiðarljós að þessu markmiði.
Bræðralagið
Efling samkenndar meðal bræðranna er einn mikilvægasti þáttur stúkustarfsins. Ein forsenda samkenndar er að bræðurnir kynnist vel innbyrðis. Stór stúka er því ekki keppikefli heldur er markmiðið að allt starfið einkennist af samheldni og bræðralagi. Mikilvægt er að í stúkunni eigi bræðurnir athvarf frá amstri daglegs lífs og að hver og einn geti fundið að hann er í hópi vina þar sem menn deila bæði gleði og sorgum.
Sérhver bróðir kappkosti að læra að þekkja sjálfan sig, styrk sinn og veikleika.
Lögð verði sérstök rækt við fjölskyldur bræðranna s.s. með sameiginlegum samkomum, utan hins hefðbundna stúkustarfs, ferðalögum, þátttöku í listviðburðum og öðru sem til heilla horfir.
Starfið
Siðbundið starf sé agað og fundartexti fluttur á markvissan og áheyrilegan hátt. Umgjörð og innhald myndi samofna heild.
Tónlistarflutningur er ómissandi og eðlilegur þáttur fundarhaldsins.
Á fræðslufundum verði lögð áhersla á erindaflutning um HKÍ og reynt að skilgreina og tengja hana við hið daglega líf. Fundirnir verði einnig vettvangur fyrir opin samtöl þar sem bræðurnir eru hvattir til að tjá hug sinn og tilfinningar til stúkustarfsins.
Stofnfélagar
Stofnfélagar eru eins konar guðfeður hinnar nýju stúku. Það er í þeirra höndum að vinna að því að ofangreind markmið verði höfð að leiðarljósi í stúkustarfinu.
Til þess að góður árangur náist strax frá stofnun stúkunnar þurfa stofnfélagar að vera samhentir í því að sækja fundi hennar og samkomur “af iðni og ástundun”.
Verkefni stofnfélaga er meðal annars að taka inn nýja bræður, þroska þá og þjálfa. Bræðrunum verði búið gott veganesti fyrir ferð þeirra á frímúrarabrautinni svo þeir séu vel undirbúnir fyrir áframhaldandi starf í St. Andr. st. og á æðri stigum.
Jafnframt þurfa stofnfélagar að bera það leiðarljós, sem stúkan starfar eftir, til komandi kynslóða.“
St. Jóh. st. Lilja var vígð við hátíðlega athöfn af SMR Vali Valssyni 1. febrúar 2012. Stofnfélagar voru 24 brr. úr St. Jóh. st. Eddu og jafnmargir úr St. Jóh. st. Gimli auk 10 brr. úr öðrum stúkum. Stofnendur og fyrstu embættismenn stúkunnar voru:
Stm. Sigmundur Örn Arngrímsson;
1. Vm. Árni Esra Einarson;
2. Vm. Jóhann Loftsson;
E.Stv. Jens Guðjón Einarsson;
Y.Stv. Birgir Þór Borgþórsson;
Rm. Sr. Kristján Björnsson;
Sm. Haraldur Dean Nelson;
R. Valdemar Steinar Jónasson;
Fh. Jóhann Ólafsson;
L. Jón Stefán Karlsson;
S. Sigurður Rúnar Jónsson.
Svaramenn stúkunnar voru br. Bergur Jónsson og br. Ingolf Jóns Petersen.
Á fyrsta reglulegum stúkufundi á I stigi þann 8. febrúar 2012 skipaði Stm. stúkunnar alla varamenn embættismanna og Bræðranefnd. Jafnframt voru kosnir endurskoðendur reikninga til næsta Fjhst fundar. Á þeim fundi var fyrsti umsækjandinn, Davíð Jóhannsson, tekinn inn í stúkuna. Alls hafa 24 nýir frímúrarabræður verið teknir inn (nóv. 2016) en að auki hefur á annan tug brr. flutt sig til stúkunnar. Einn bróðir hefur látist frá stofnun stúkunnar.