Um nokkurra ára skeið höfðu hugmyndir verið á kreiki um stofnun Hádegisstúku innan Frímúrarareglunnar á Íslandi. Einhverjir brr. munu hafa kynnst eða vitað af slíkum Stúkum erlendis.
Á Regluhátíð í janúar 2009 tilkynnti S.M.R. Hæst.uppl.r.o.k.r.k. Valur Valsson þá ákvörðun sína að stofnuð skyldi Hádegisstúka. Og að hann hefði skipað háttuppl. br. rp. H.M.R. Jóhannes Harry Einarsson til þess að fara fyrir hópi brr. sem vinna skildi þetta verk. Eftirtaldir brr.réðust til verksins með þessi embætti Stúkunnar í huga:
Stm. | Háttuppl. Br. Jóhannes Harry Einarsson |
Vm. | Háttuppl. Br. Baldur Friðriksson |
E.Stv. | Uppl. Br. Egill Þórðarson |
Y.Stv. | Uppl. Br. Albert Sveinsson |
Sm. | Háttuppl. Br. Baldur Sveinn Scheving |
R. | Háttuppl. Br. Sigurður K. Oddsson |
Fh. | Háttuppl. Br. Lárus Atlason |
S. | Háttuppl. Br. Helgi Bragason |
Á undirbúningstíma Stúkustofnunarinnar var höggvið skarð í þennan hóp, þar sem Háttuppl. Br. Sigurður K. Oddsson hvarf t.a.e. Var það mikill missir fyrir hópinn þar sem hann hafði þegar hafið skýra mótun Ritarastarfsins.
Háttuppl. br. Skúli Jón Sigurðarson kom þá til starfa og hélt áfram undirbúningi að starfi Ritarans.
Áðurnefndur hópur brr. hóf þegar störf að undirbúningi stofnunar Hádegisstúkunar. Er sá undirbúningur í allföstum skorðum skv. fyrirmælum Grundvallarskipana Reglunnar.Svo sem: Útvegun muna til starfsins, hönnun og smíði skjaldar og stúkumerkja, svo og nafngiftar og kjörorðs. Til hönnunar skjaldar og merkis var fenginn listamaðurinn Balthasar Samper, eftir að starfshópurinn hafði komið sér saman um að kjörorð Stúkunnar skyldi vera “Vörðum veginn”.
Stofndagurinn
Í apríl 2010 var síðan undirbúningi lokið enda búið að ákveða stofndag þann 18.apríl. Svaramenn St\ Jóh\hádegisstúkunnar voru háttuppl. br. Friðrik Þórðarson og háttuppl br. Magni Sigurhansson.Vígsluna framkvæmdi síðan S.M.R. r.o.k.r.k. hæstuppl br, Valur Valsson.
Eftir að hinn nýji Stm. hafði tekið við hamrinum voru fluttar hinar hefðbundnu kveðjur og þakkir. Einn af stofnfélögum hádegisstúkunnar, sem ekki vildi láta nafns sín getið, fól Stm.Iðunnar að afhenda Styrktarsjóði Reglunnar peningaupphæð kr. 300.000. Skyldi það vera minningargjöf um stofnun hádegisstúkunnar. Gjöfinni fylgdu einnig óskir um farsælt starf Styrktarsjóðsins um ókomna tíð. Háttuppl.br.r.o.k.r.k. Skúli Lýðsson varaoddviti Styrktarráðs tók við gjöfinni og þakkaði.
Að loknum vígslufundi var síðan H&V stúka sem jafnframt var lokafundur Stúkunnar.
Með tilskipun S.M.R. dags. 18. apríl 2012 var Hádegisstúkunni einnig veitt heimild til stofnunar embætta Ræðumeistara og Leiðtoga.
Verkefni St.
Í Samþykktum fyrir Hádegisstúkuna, segir” Starfssvæði .Hádegisstúkunnar er Ísland. Aðsetur hennar í Regluheimilinu í Reykjavík eða á öðrum stað í nágrenni Reykjavíkur”. Ennfremur segir að fullgildir frímúrarbræður sem hafa stig virðul. meistara, eða æðra stig geta orðið bræður í Hádegisstúkunni. Að sjálfsögðu eru allir brr. á öllum stigum velkomnir á fundi hádegisstúkunnar.
Verkefni Hádegisstúkunnar Iðunnar er að halda stúkufundi á hádegi eða um miðjan dag og með þeim hætti sem hentað geti þeim bræðrum sem eiga erfitt með að sækja fundi á venjulegum fundartíma eða fundi í fullri lengd. Sérstaklega skal tekið tillit til þarfa aldraðra bræðra.
Við bróðurmáltíð að loknum fundi er bræðrum heimilt að efna til umræðna um málefni sem snerta markmið hádegisstúkunnar.
Í 7. gr. Samþykkta fyrir St. Jóh. Hádegisstúkuna segir að hún skuli halda a.m.k. einn formlegan stúkufund á ári. Reyndin varð hinsvegar sú að grundvöllur reyndist fyrir allgóðri fundarsókn og var því fundum fljótlega fjölgað. Síðustu árin hafa verið haldnir sex fundir á ári.
Fundir hafa gjarnan verið haldnir í stúkuhúsum á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni. Auk þess hafa fundir í upphafi starfsárs verið haldnir í stúkuhúsum víðsvegar um landið. Hafa þeir fundir verið einkar ánægjulegir þar sem þrjátíu til fjörutíu bræður af suð-vestur horninu hafa oftast fylgt embættismönnum Iðunnar til fundanna. Með einnar eða tveggja nátta gistingu hefur þetta því einnig orðið að skoðunar og skemmtiferð sem bræðurnir hafa notið ríkulega og orðið til þess að styrkja bróðurböndin.
Stmm. Iðunnar
Núverandi Stm. | Háttuppl. br. Ólafur Helgi Kjartansson |
Fyrrverandi Stm. | Háttuppl. br. Lárus Johnsen Atlason |
Fyrrverandi Stm. | br. m. H.M.R. Jóhannes Harry Einarsson |