Ágrip af sögu Hlés

Upphafið að bræðra­félagi

Upphaf frímúr­ara­starfs hér í Vestmanna­eyjum má rekja aftur til ársins 1965, en þá fóru tveir frímúrarar, er hér bjuggu, að hittast og ræða hina sameg­inlegu reynslu sína sem frímúr­ara­bræður.  Eftir eldgosið 1973 komu nokkrir reglu­bræður til Eyja  og heimamenn gengu í Regluna.  Árið 1976 voru brr. orðnir sjö og þá kominn grunnur fyrir stofnun bræðra­félags. St. Jóh. st. Edda tók að sér hlutverk vernd­arsúku og stofnaði Stm. hennar bræðra­félag frímúrara í Vestmanna­eyjum hinn 18.12. 1976.  Fyrr á sama ári festu þessir sömu brr. kaup á húsi sem stendur við Kirkju­bæj­ar­braut 17 hér í Eyjum, en það stendur við nýja hraunkantinn.  Húsið var í algjörri niður­nýðslu, glugga­laust og fullt af vikri, þakið var ónýtt en flestar sperrur voru á sínum stað og því nothæfar. Húsið var svo gert upp  af miklum dugnaði þessara fáu bræðra, sem nutu góðrar aðstoðar Eddubræðra og annara velunnara.

Fræðslu­stúkan

Fræðslu­stúkan Hlér var stofnuð í Eyjum þ 16.11. 1985 og fljótlega var þá gerð aðstaða fyrir upptöku ókunns leitanda.  Embætt­ismenn Eddu komu þá til Eyja til að sjá um vígslu þeirra hér og gerði það starfið strax innihaldsríkt.  Árið 1993 fékk Stjbr. Hlés leyfi SMR til að vígja brr. í Regluna og hafa embætt­ismenn Hlés annast það síðan. Þá um vorið  var fest kaup á stóru húsi undir starf­semina að Geirseyri á Básaskers­bryggju 9 og var það gert fundarklárt um sumarið. Jólafundur var sá fyrsti sem haldin var í því húsi. Nýja húsið var  svo formlega vígt þ 23.02. 1994 með upptökufundi þar sem Stm Eddu og fjöldi brr. úr móður­stúkunni voru viðstaddir.

 

Fullgild stúka

Þann 15.11. 2014 var Fræðslu­stúkunni Hlé breytt í fullgilda  St. Jóh. Stúku sem Hersir Reglunnar annaðist, en mikill fjöldi bræðra kom víða að og var  viðstaddur þá athöfn.   Eftir það gat  móður­stúkan Edda endanlega sleppt af okkur beislinu, enda brr. orðnir um 70 og starfið með miklum blóma hér í Eyjum.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?