Ágrip af sögu Hamars

Saga verður Hamar

Þann 20. ágúst árið 1953 héldu nokkrir frímúr­ara­bræður í Hafnar­firði fund  þar sem ákveðið var að vinna að stofnun fræðslu­stúku í Hafnar­firði.  Í bréfi til Stórmeistara Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi var óskað eftir leyfi til að stofna fræðslu­stúku eins fljótt og verða mætti og stungið upp á að hún yrði nefnd Saga.  Axel Kristjánsson, forstjóri í Raftækja­verk­smiðj­unnar h/f  við Lækjargötu hafði hlutast til um að húsnæði fyrir starf­semina fékkst í verksmiðjunni.

Tilskipun um stofnun St. Jóhann­es­ar­fræðslu­stúku í Hafnar­firði var gefin út þann 24. september 1953.  Vígsla fræðslu­stúk­unnar fór síðan fram 1. nóvember og hlaut hún nafnið Hamar. Vígsluna framkvæmdi þáverandi Stórmeistari Reglunnar Ólafur Lárusson með aðstoð embætt­is­manna Stórstúk­unnar. Stofn­endum fræðslu­stúk­unnar voru nítján.

Fyrstu embætt­ismenn St. Jóhann­es­ar­fræðslu­stúk­unnar Hamars

Stj.Br.              Þorvaldur Árnason, skatt­stjóri
v.Stj.Br            Gísli Sigur­geirsson, fulltrúi
E.Stv.              Jón G. Þ. Einarsson, verkstjóri
Y.Stv               Kristján M. Símon­arson, garðyrkju­maður
Km.                 Jón Mathiesen, kaupmaður
Sm.                  Axel Kristjánsson, forstjóri
R.                    Sverrir Magnússon, lyfsali
Skm.                Halldór M. Sigur­geirsson, fulltrúi

Linnet­stígur

Á árunu 1959 til 1963 unnu Hamars­bræður að byggingu stúku­hús­næðis við Linnetstíg 3 í Hafnar­firði.  Í mars árið 1963 fékkst leyfi frá yfirstjórn Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi til að stofna fullkomna St. Jóhann­es­ar­stúku í Hafnar­firði og þá hófst endanleg vinna við að ljúka því sem eftir var af frágangi við Linnetstíg 3.

Á Stórhátíð Reglunnar þann 21. mars 1963, tilkynnti herra Ásgeir Ásgeirsson Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar í Íslandi að ákveðið hefði verið að leyfa stofnun fullgildrar St. Jóhann­es­ar­stúku í Hafnar­firði.  Fyrst um sinn skyldu þó III. stigs fundir haldnir í Reglu­húsinu í Reykjavík.  Var þessi ákvörðun síðan staðfest með bréfi til fræðslu­stúk­unnar dagsettu þann 4. apríl 1963.

Skjald­ar­merki St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Hamars var útbúið og ákveðið að kjörorð stúkunnar skyldi vera: Störfum.  Það er fyrsta kjörorð frímúr­ara­stúku á Íslandi sem er á íslensku en fram að því höfðu kjörorð allra stúkna verið á latínu.

Þann 1. nóvember árið 1963 fór fram stofnun og vígsla St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Hamars í nýjum húsakynnum að Linnetstíg 3.  Hæstupp­lýstur R&K, herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands og Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, framkvæmdi vígsluna ásamt embætt­is­mönnum Stórstúk­unnar.

Fyrstu embætt­ismenn St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Hamars urðu þessir:

Stm.                 Magnús Már Lárusson, prófessor
Vm.                 Gísli Sigur­geirsson, verkstjóri
E.Stv.              Axel Kristjánsson, framkvæmda­stjóri
Y.Stv.              Kristján M. Símon­arson, flugum­ferð­ar­stjóri
Km.                 Garðar Þorsteinsson, prófastur
Sm.                  Oliver Steinn Jóhann­esson, bóksali
R.                    Sverrir Magnússon, lyfsali
Skm.                Halldór Sigur­geirsson, bókari
L.                     Jónas Sveinsson, forstjóri

Sveinn Ólafsson söngstjóri St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Gimli í Reykjavík tók að sér söngstjórn í Hamri fyrstu tvö árin.

Þrjátíu og einn bróðir voru stofn­fé­lagar St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Hamars.

Nýtt stúkuhús

Þann 14. júní 1994 var tekin fyrsta skóflu­stunga að byggingu nýs stúkuhúss að Ljósatröð í Hafnar­firði.  Hamars­bræður höfðu þá um nokkurra ára bil velt fyrir möguleikum á byggingu varanlegs húsnæðis fyrir stúkuna.

Þann 1. nóvember árið 1996 var stúku­húsið að Ljósatröð vígt og lagður að því hornsteinn.  Þáverandi Stórmeistari Reglunnar Indriði Pálsson, lagði steininn að viðstöddum tvö hundruð og sextíu bræðrum.  Síðan hafa Hamars­bræður starfað í  Ljósatröð og unað vel hag sínum.   III. stigs fundir voru haldnir í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík fram til ársins 2004 þegar leyfi fékkst til að halda slíka fundi í Hafnar­firði.  Þann 8. nóvember var haldinn fyrsti III. stigs fundurinn að Ljósatröð og salurinn vígður.  Aðrar stúkur í nágranna­sveit­ar­fé­lögunum, svo sem Akur, Sindri og Röðull, hafa nýtt sér aðstöðuna að Ljósatröð undan­farin ár til að halda sína III. stigs fundi auk heima­stúknanna Hamars og Njarðar.

Viðbygging við stúku­húsið

Eftir því sem starfið í stúku­húsinu dafnaði og fundum fjölgaði þá var ljóst að verulega vantaði geymslupláss í húsið auk þess sem móttöku­eld­húsið í Ljósatröð annaði ekki stærstu viðburðum. Haustið 2017 var skipuð þriggja manna undir­bún­ings­nefnd til að vinna teikn­ingar, gera þarfagreiningu og semja kostn­að­ar­áætlun vegna fyrir­hug­aðrar stækkunar við Ljósatröð.

Undir­bún­ings­nefndin skilaði tillögum sínum og lauk störfum ári seinna, haustið 2018. Þann 6. maí 2019 var skipuð byggingar- og framkvæmda­nefnd sem í sátu þrír bræður frá Nirði og þrír bræður frá Hamri og hófu þeir þegar störf. Endanleg teikning Halldórs Guðmunds­sonar, Eddubróður og arkitekts, var síðan send inn til bygging­ar­yf­ir­valda í Hafnar­firði þann 3. desember 2019 og var samþykkt formlega 18.mars 2020. Vinnan við sjálfa viðbygg­inguna tók um það bil 16 mánuði sem er svipaður tími og tók að teikna, afla gagna og fá leyfi til að hefja bygginguna.

Við verklok í nóvember 2021 voru því fjögur ár liðin frá því fyrst var formlega byrjað að vinna að stækk­uninni. Viðbygg­ingin er 119,5m2 samtals. Geymslan er 79,7m2 en eldhúsið stækkar um 39,8 m2 sem er stækkun upp á 129% og verður eldhúsið 71,4m2 eftir stækk­unina. Stór áfangi er að baki sem mun styðja enn frekar við öflugt starf frímúrara í Ljósatröð í Hafnar­firði.

Stm. St. Jóhann­es­ar­stúk­unnar Hamars hafa verið:

Magnús Már Lárusson 1963-1967
Björn Svein­björnsson 1967-1975
Sigurgeir Guðmundsson 1975-1980
Eggert Ísaksson 1980-1986
Jóhannes Harry Einarsson 1986-1992
Helgi Jónasson 1992-1999
Guðmundur Rúnar Óskarsson 1999-2004
Már Svein­björnsson 2004-2010
Friðrik Guðlaugsson 2010-2015
Ólafur Magnússon 2015-2021
Friðgeir Magni Baldursson 2021-

Innskráning

Hver er mín R.kt.?