Þann 20. ágúst árið 1953 héldu nokkrir frímúrarabræður í Hafnarfirði fund þar sem ákveðið var að vinna að stofnun fræðslustúku í Hafnarfirði. Í bréfi til Stórmeistara Frímúrarareglunnar á Íslandi var óskað eftir leyfi til að stofna fræðslustúku eins fljótt og verða mætti og stungið upp á að hún yrði nefnd Saga. Axel Kristjánsson, forstjóri í Raftækjaverksmiðjunnar h/f við Lækjargötu hafði hlutast til um að húsnæði fyrir starfsemina fékkst í verksmiðjunni.
Tilskipun um stofnun St. Jóhannesarfræðslustúku í Hafnarfirði var gefin út þann 24. september 1953. Vígsla fræðslustúkunnar fór síðan fram 1. nóvember og hlaut hún nafnið Hamar. Vígsluna framkvæmdi þáverandi Stórmeistari Reglunnar Ólafur Lárusson með aðstoð embættismanna Stórstúkunnar. Stofnendum fræðslustúkunnar voru nítján.
Fyrstu embættismenn St. Jóhannesarfræðslustúkunnar Hamars
Stj.Br. Þorvaldur Árnason, skattstjóri
v.Stj.Br Gísli Sigurgeirsson, fulltrúi
E.Stv. Jón G. Þ. Einarsson, verkstjóri
Y.Stv Kristján M. Símonarson, garðyrkjumaður
Km. Jón Mathiesen, kaupmaður
Sm. Axel Kristjánsson, forstjóri
R. Sverrir Magnússon, lyfsali
Skm. Halldór M. Sigurgeirsson, fulltrúi
Linnetstígur
Á árunu 1959 til 1963 unnu Hamarsbræður að byggingu stúkuhúsnæðis við Linnetstíg 3 í Hafnarfirði. Í mars árið 1963 fékkst leyfi frá yfirstjórn Frímúrarareglunnar á Íslandi til að stofna fullkomna St. Jóhannesarstúku í Hafnarfirði og þá hófst endanleg vinna við að ljúka því sem eftir var af frágangi við Linnetstíg 3.
Á Stórhátíð Reglunnar þann 21. mars 1963, tilkynnti herra Ásgeir Ásgeirsson Stórmeistari Frímúrarareglunnar í Íslandi að ákveðið hefði verið að leyfa stofnun fullgildrar St. Jóhannesarstúku í Hafnarfirði. Fyrst um sinn skyldu þó III. stigs fundir haldnir í Regluhúsinu í Reykjavík. Var þessi ákvörðun síðan staðfest með bréfi til fræðslustúkunnar dagsettu þann 4. apríl 1963.
Skjaldarmerki St. Jóhannesarstúkunnar Hamars var útbúið og ákveðið að kjörorð stúkunnar skyldi vera: Störfum. Það er fyrsta kjörorð frímúrarastúku á Íslandi sem er á íslensku en fram að því höfðu kjörorð allra stúkna verið á latínu.
Þann 1. nóvember árið 1963 fór fram stofnun og vígsla St. Jóhannesarstúkunnar Hamars í nýjum húsakynnum að Linnetstíg 3. Hæstupplýstur R&K, herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands og Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi, framkvæmdi vígsluna ásamt embættismönnum Stórstúkunnar.
Fyrstu embættismenn St. Jóhannesarstúkunnar Hamars urðu þessir:
Stm. Magnús Már Lárusson, prófessor
Vm. Gísli Sigurgeirsson, verkstjóri
E.Stv. Axel Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Y.Stv. Kristján M. Símonarson, flugumferðarstjóri
Km. Garðar Þorsteinsson, prófastur
Sm. Oliver Steinn Jóhannesson, bóksali
R. Sverrir Magnússon, lyfsali
Skm. Halldór Sigurgeirsson, bókari
L. Jónas Sveinsson, forstjóri
Sveinn Ólafsson söngstjóri St. Jóhannesarstúkunnar Gimli í Reykjavík tók að sér söngstjórn í Hamri fyrstu tvö árin.
Þrjátíu og einn bróðir voru stofnfélagar St. Jóhannesarstúkunnar Hamars.
Nýtt stúkuhús
Þann 14. júní 1994 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu nýs stúkuhúss að Ljósatröð í Hafnarfirði. Hamarsbræður höfðu þá um nokkurra ára bil velt fyrir möguleikum á byggingu varanlegs húsnæðis fyrir stúkuna.
Þann 1. nóvember árið 1996 var stúkuhúsið að Ljósatröð vígt og lagður að því hornsteinn. Þáverandi Stórmeistari Reglunnar Indriði Pálsson, lagði steininn að viðstöddum tvö hundruð og sextíu bræðrum. Síðan hafa Hamarsbræður starfað í Ljósatröð og unað vel hag sínum. III. stigs fundir voru haldnir í Regluheimilinu í Reykjavík fram til ársins 2004 þegar leyfi fékkst til að halda slíka fundi í Hafnarfirði. Þann 8. nóvember var haldinn fyrsti III. stigs fundurinn að Ljósatröð og salurinn vígður. Aðrar stúkur í nágrannasveitarfélögunum, svo sem Akur, Sindri og Röðull, hafa nýtt sér aðstöðuna að Ljósatröð undanfarin ár til að halda sína III. stigs fundi auk heimastúknanna Hamars og Njarðar.
Stm. St. Jóhannesarstúkunnar Hamars hafa verið:
Magnús Már Lárusson 1963-1967
Björn Sveinbjörnsson 1967-1975
Sigurgeir Guðmundsson 1975-1980
Eggert Ísaksson 1980-1986
Jóhannes Harry Einarsson 1986-1992
Helgi Jónasson 1992-1999
Guðmundur Rúnar Óskarsson 1999-2004
Már Sveinbjörnsson 2004-2010
Friðrik Guðlaugsson 2010-2015
Ólafur Magnússon 2015 –