Bróðir Friðþjófur Sigurðsson frímúrari í 70 ár
Hinn 21. nóvember 1950 eða fyrir 70 árum, þá voru flestir okkar ekki fæddir, hóf bróðir Friðþjófur Sigurðsson sitt frímúrara ferðalag og hefur notið þess í hvíventna. Ferðalag bróður Friðþjófs er um margt merkilegt og lærdómsríkt fyrir okkur bræðurna. Bróðir Friðþjófur er nú 96 ára hress og kátur en hafði orð á því að hárið sem er mikið sé aðeins farið að grana. Bróðir Friðþjófur hefur unnið ótrúlega mikið og gott starf fyrir stúkuna sem við bræðurnir þökkum innilega fyrir. Við bræðurnir fögnum þessu afmæli með bróður Friðþjófi og sendum honum bróðurlegar kveðjur og hamingjuóskir.
Við skulum sjá viðtal bróðurs Steinars J. Lúðvíkssonar við bróður Friðþjóf þar sem hann stiklar á lífshlaupi sínu og merkilegri sögu. Viðtalið var myndað af bróður Jóni Þór Hannessyni og klippt af bróður Rafni Rafnssyni. Hluti þess var sýndur á hátíðarfundi okkar 3. nóvember.
Jólasamvera Hamarsbræðra 2020
Boðið var uppá glæsilega jólaveislu, hátíðlega dagskrá með jólahugvekju og tónlist og við fluttum ljósið inn á heimili okkar á hefðbundinn hátt en þó með öðru sniði en venjulega.
Afmælisfundur Hamars, 29. október 2020
Þriðjudaginn 29. október héldum við Hamarsbræður 56. afmælisfund okkar. Á fundinum nutum við góðrar tónlistar bróðurs Jónasar Þóris og Bjarni Atlason söng af sinni alkunnu snilld. Bróðir Jakob Kristjánsson flutti okkur hátíðarerindi og Einar Jónsson flutti okkur minni Reglunnar.
Vinafundur Hamarsbræðra - 5. janúar 2021
Fundurinn hefst kl. 20.00 5. janúar, 2021 og verður myndbandið aðgengilegt þá.
Þorrasamvera Hamars og Njarðar 2021
Fundinum stjórnuðu Stólmeistarar stúknanna. Bróðir Elías Jakob Bjarnason Rm Njarðar flutti fróðlegt og gott þorraerindi. Söngstjóri Njarðar bróðir Friðrik S. Kristinssyni flutti okkur hátíðleg þorralög ásamt söngvurunum Grími Sigurðssyni, Garðari Halldórssyni og Bjarna Atlasyni,