Árlegir viðburðir hjá Glitni

Samvera Glitn­is­bræðra og systra

Glitn­is­bræður og systurnar hafa notið samveru með margvís­legum hætti á vegum stúkunnar.

Hefðbundin og glæsileg systra­kvöld eru haldin árlega, mörg undan­farin ár í samstarfi við St. Jóh. stúkuna Gimli, og hefur þá jafnan verið húsfyllir.

Leikhús-, óperu- eða bíóferðir bræðra og systra eru farnar að jafnaði einu sinni á ári og þá oftast í Borgar­leik­húsið eða Þjóðleiks­húsið.

Síðasta vetrardag er systrum boðið í sameig­in­legan kvöldverð að afloknum fundi bræðranna. Í yfir 20 ár hefur þessi venja verið viðhöfð með miklum ágætum þar sem systur og bræður koma saman til að fagna komandi sumri með menning­ar­legri dagskrá, góðum mat og söng.

Ferðalög og klúbbar

Svonefndar fyrir­tækja­heim­sóknir hafa tíðkast mörg undan­farin ár. Í þeim gefst bræðum og systrum tækifæri á að skoða og kynnast fyrir­tækum sem Glitn­is­bræður starfa hjá. Þá hafa verið haldin bjórkvöld, vínsmökk­un­ar­kvöld, aðventu­kvöld og farið hefur verið í stuttar ferðir af ýmsu tagi, fjall­göngur, jeppa­ferðir og svonefndar „óvissu­ferðir“.

Sterk hefð hefur myndast um það að fara erlendis annað hvert ár í sérstakar ferðir bræðra og systra, meðal annars til að heimsækja frímúr­ara­stúku í viðkomandi borg. Fyrsta ferðin var farin árið 2000 til Edinborgar. Síðan hefur verið farið til Kaupmanna­hafnar, Vínar­borgar, Berlínar, Óslóar, Stokk­hólms, Washington og nú síðast til Rómar.

Á vegum bræðranna starfar veiði­klúbbur, sem stendur fyrir árlegri laxveiðiferð og hafa um 40 bræður mætt í slíkar ferðir ár hvert sl. 15 ár. Útilegu- og fjölskyldu­ferðir eru orðnar fastur liður í júní. Síðast­liðin ár hefur verið farið á Hellu, Borg í Grímsnesi, í Laugarás og í Stykk­ishólm. Á laugar­deginum hefur verið farið í heimsóknir til bræðra og systra á þessum svæðum og gjarnan skoðað hvað þau eru að gera í sínum frístundum. Þessar fjölskyldu­ferðir hafa gengið mjög vel og vaxið ár frá ári. Golf hefur verið iðkað innan bræðra­hópsins um árabil og hafa Glitn­is­bræður oft verið sigur­sælir í mótum Frímanns og á lands­mótum Frímúrara.

Perlurnar

Hjá systrunum er starfandi óform­legur félags­skapur, sem nefnist Perlurnar. Þær koma reglulega saman án bræðranna, svo sem til jólahlað­borðs í desember, hittast og fara saman í ýmiskonar menning­ar­við­burði yfir vetrar­mán­uðina og loks sameig­inlega vorferð um sveitir landsins. Þessi starfsemi hefur þótt takast sérlega vel og er mjög dýrmætur þáttur í tengslum við stúkuna Glitni.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?