Ágrip af sögu Glitnis

Undir­bún­ingur að stofnun

Á starfs­árinu 1973-1974 voru íslenskir frímúrarar orðnir nærri 1500 og hafði fjölgað um rúmlega 250 á tíu árum.  Þrjár St. Jóh. stúkur voru starfandi í Reykjavík, Edda, Mímir og Gimli.  Utan Reykja­víkur störfuðu fjórar stúkur, Rún, Njála, Hamar og Akur.  Því var ljóst að tími var kominn að hefja vinnu við stofnun nýrrar stúku í Reykjavík, þeirrar áttundu á Íslandi.

Í mars 1974 kom þáverandi stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, Ásgeir Magnússon, að máli við br. Árna Gestsson, forstjóra, um að hann tæki að sér að stofna nýja St. Jóh. stúku í Reykjavík.  Fram kom að bræður hinar nýju stúku skyldu fyrst og fremst koma úr Eddu. Br. Árni tók verkefnið að sér eftir nokkra umhugsun og fékk til liðs við sig bræður sem hann treysti vel og hófst strax handa af sínum alkunna dugnaði.

Fyrsti formlegi fundur br. Árna Gests­sonar vegna stofnunar stúkunnar var haldinn þann 31. mars 1974.  Þar kom fram að hann í samráði við Stórmeistara hefði ákveðið að nafn stúkunnar yrði Glitnir og var nafnið sótt í goðafræðina.  Á fyrrgreindum fundi var br. Baltazar Samper falið að gera tillögur að skjaldar- og stúku­merki fyrir hina nýju stúku, svo og að gera tillögur um litasam­setningu í borðum og einkennum stúkunnar.

Nafn og einkun­arorð

Í Gylfag­inningu segir frá höfuð- og helgi­stöðum í heimi goðanna, þar á meðal salnum Glitni: „Forseti heitir sonur Baldurs og Nönnu Núpsdóttur.  Hann á þann sal á himni er Glitnir heitir.  En allir, er til hans koma með sektar­vandræði, þá fara allir sáttir á braut.  Sá er dómsstaður beztur með goðum og mönnum.“

Salur þessi er að auki sagður hinn glæsi­legasti, með gulli í veggjum, stoðum og stólpum og silfri í þaki:

„Glitnir heitir salr, hann er gulli studdr. ok silfri þaktr it sama, en þar forseti byggvir flestan dag ok svæfir allar sakir.“

Einkunn­arorð stúkunnar voru ákveðin: „Sannleikur – Réttlæti“ og endur­speglar skjald­ar­merki Glitnis þann boðskap með myndrænum hætti.  Ákveðið var enn fremur að stúkulit­irnir yrðu blár og hvítur.

Stofnun stúkunnar

Allmargir undir­bún­ings­fundir voru haldnir til loka árs 1974, en í nóvember það ár var ákveðið að stofn­fundur St. Jóh. stúkunnar Glitnis yrði haldinn í hátíð­ar­salnum í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík laugar­daginn 11. janúar 1975.  Fundinum stjórnaði Stórmeist­arinn Ásgeir Magnússon og flutti hann vígsluræðu.  Flutt var vígsluljóð stúkunnar, sem sr. Magnús Guðmundsson hafði fært henni.  Br. Kristinn Hallsson, óperu­söngvari, söng einsöng og leikin voru tvö frumsamin tónverk eftir söngstjóra stúkunnar, Pálmar Ólason.

Glitnir hefur borið nafn sitt með rentu og hafa bræðurnir ávallt verið kraft­miklir og samstilltir í stúku­starfinu.  Stúkan hefur reynst bræðrunum sá helgistaður sem lýst er í Gylfag­inningu og af Glitn­is­fundum hafa þeir jafnan farið sáttir á braut.  Auk hefðbundins frímúr­ara­starfs á stúkufundum er vetrar­starfið öðru hvoru brotið upp með sérstökum tónlistar­fundum og fræðslufundum.

Stm. Glitnis

Frá stofnun Glitnis hafa átta bræður gengt starfi Stólmeistara stúkunnar, en þeir eru:

Br. Árni Gestsson,                            1975 – 1980
Br. Guðmundur Sveinsson,          1980 – 1982
Br. Sigurður Örn Einarsson,         1982 – 1988
Br. Baldur Sveinsson,                      1988 – 1997
Br. Sigurður Kr. Sigurðsson,        1997 – 2002
Br. Jóhann Heiðar Jóhannsson, 2002 – 2008
Br. Kristján Jóhannsson,                2008 – 2014
Br. Þorsteinn G. A. Guðnason,    2014 – 2019
Br. Vilhjálmur Skúlason 2019.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?