Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Upptaka sem ekki gleymist

Pistill stofnanda Fjölnis

Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson — Fjölnir

Það er mikið í lagt og vandaverk að setja niður vitrænt skrifelsi um Regluna okkar, skrifelsi sem lýsi á fullnægjandi hátt jákvæðum vettvangi manna sem með samhentu átaki settu saman umhverfi starfs­stúku Frímúrara reglu, sem byggði á ævagömlum siðum og reglum um jöfnuð, mannkær­leika og miskunnsemi.

Einnig er það ærið vandaverk að tileinka mér þau margþættu, en um leið jákvæðu og verðmætu áðurgreindu undir­stöðu­atriði, sem eru öll afar veiga­mikil.

Undir­ritaður finnur til ánægju­legrar og jákvæðrar tilhugsunar við upprifjun stúku­starfsins, allar götur frá fallegri inngöngu í mína gömlu stúku Mími og síðan vel samstillt og fallegt upphaf stúkunnar minnar, Fjölnis.

Það er alls ekki laust við að maður fyllist þakklæti fyrir alla þá upphefð og lífsreynslu sem þessir viðburðir skilja eftir, marka djúpt og eru ógleym­an­legir.

Ég gekk í stúkuna mína Mími, síðla árs 1970. Upptakan mun mér aldrei úr minni líða, landskunn leikhúsrödd visku og vinsemdar, mælti fram ritúal, áður óþekkt og dulúðugt af hendi Stólmeist­arans, bróður Vals Gísla­sonar. Honum til fulltingis var bróðir Guðjón Reynisson í Mími sem var mér til fylgdar, traustur og þægilegur. Báðir þessir bræður hafa horfið til æðri heima.

Bræður mínir og stjórn­endur stúkunnar tóku mér opnum örmum.

Ég minnist svo á þáttöku mína í embætt­is­rekstri beggja stúknanna minna í embætti yngri og eldri stólvarða, ásamt ritara. Skemmtileg og afar lærdómsrík reynsla, þakkarverð af minni hálfu, ómaklegs og reynslu­lítils bróður.

Frábært veganesti í fyrirséðu brauð­striti í komandi störfum í hinum ytra heimi eins og við köllum svo skemmtilega, Reglu­bræður.

Ég hef verið í fríi, frá stúku­starfinu þó nokkuð lengi af persónu­legum ástæðum, en óhætt er að fullyrða að kominn sé tími á viðsnúning.

Þorsteinn Sigurður Þorsteinsson   X — nr. 4

Innskráning

Hver er mín R.kt.?