Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Heill­aðist af helgisiðum og aga

Pistill stofn­anda Fjölnis

David Pitt — Fjölnir

Ég var rétt tæplega tvítugur þegar ég kom til Íslands haustið 1965. Kunni á þeim tíma ekki orð í íslensku. Móðir mín var hálf íslensk og hálf dönsk og faðir minn var Breti að hálfu og Kólumb­íu­maður að hálfu. Hann var lögfræð­ingur að mennt og var sendur til Íslands sem aðstoð­ar­maður flota­for­ingjans (aðmírálsins) hér á stríðs­árum. Íslenskar ættir mínar eru frá Laxa­mýri í Þing­eyj­ar­sýslu og ættir afa míns danskar frá Kaup­manna­höfn.

Ég fæddist og ólst upp á Englandi og var sendur í strangan, kaþólskan heima­vist­ar­skóla tæplega átta ára gamall. Flestir dagar byrjuðu með messu og um helgar var alltaf hátíð­ar­messa sem allir strák­arnir tóku þátt í með söng. Ég þjónaði oft til altaris á þessum árum. Ákaf­lega fallegt, en að lokum var ég orðinn ansi þreyttur og þurfti á hvíld að halda.

Danskur afi minn, Ludvig Storr, var í regl­unni en var ekkert sérlega upprifinn þegar ég sýndi áhuga á að ganga í Frímúr­ar­a­regluna. Að mörgu leyti skildi ég það, þar sem ég talaði ekki mikið í íslensku á þeim tíma og greini­lega truflaði það hann, þó að hann hafi örugg­lega lent í svip­uðum vanda­málum þegar hann gekk í stúkuna Eddu á sínu tíma. Ég var tiltölu­lega nýbúinn að stofna mitt eigið fyrir­tæki 1977 og var nú tilbúinn að sækja um í Regl­unni og fékk svo inngöngu í stúkuna Mími í október 1980. Þá fann ég fljót­lega að ég hafði saknað hátíð­ar­stundanna, helgi­sið­anna og agans frá fyrri tíma sem voru til staðar á hverjum fundi. Örlítið líkt því sem ég hafði vanist í mínu uppeldi, þó í reynd allt öðru­visi.

Þegar St. Jóh. Stúkan Fjölnir var stofnuð 1987 hafði ég verið meðlimur í Mími í sjö ár. Er br. Valur Valsson var fenginn af þáver­andi SMR til þess að stofna nýja stúku var mér og nokkrum fjölda Mímisbrr. boðið að gerast stofn­fé­lagar í Fjölni sem við þáðum. Við hitt­umst reglu­lega og þar ræddu brr. hin ýmsu verk­efni, sem fyrir lágu og skiptu með sér verkum. Þetta var samhentur hópur og verk­efnin voru skemmtileg og spenn­andi.

Stofn­fé­lagar mættu á alla fundi fyrstu árin. Verk­efnið sem mér var falið var embætti aðstoða­féhirðis og seinna aðalféhirðis undir stjórn Stm., br. Guðna Jóns­sonar. Þetta voru einstak­lega skemmti­legir tímar og vinátta milli bræðr­anna óx og dafnaði. Mikið var á sig lagt svo að tryggt væri að hver fundur myndi takast eins vel og mögu­legt væri. Og ég get sagt með stolti að allar æfing­arnar borguðu sig. Síðar var ég svo lánsamur að fá annað emb. sem Leið­togi og ég man að það emb. veitti mér mikla ánægju.

Mér finnst að ég hafa vaxið og þroskast með starfinu í Regl­unni og er ævin­lega þakk­látur fyrir það tæki­færi sem mér var gefið að vera einn af 39 hlekkjum sem stofnuðu Fjölni.

David L.C. Pitt   X — nr. 27

Innskráning

Hver er mín R.kt.?