Lag — Þórarinn Guðmundsson
Ljóð — Freysteinn Gunnarsson
Flutt af Frímúrarakórnum
Lítið er vitað um tilurð þessa tónverks eða af hvaða tilefni það var samið. Eftir því sem næst verður komist var það í tilefni 10 ára afmælis stúkunnar árið 1929. Þórarinn var söngstjóri Eddu frá 1928 til 1949 og samdi mikið af lögum fyrir Regluna og var oft nefndur hirðtónskáld hennar. Freysteinn var mjög virkur í starfi sínu fyrir Regluna og orti fjölda ljóða í Söngbók Reglunnar.