Ágrip af sögu Eddu

Elsta starfandi stúkan á Íslandi

St. Jóhann­es­ar­stúkan Edda er elsta starfandi stúkan á Íslandi.  Hún var stofnuð 6. janúar 1918 sem fræðslu­stúka undir dönsku St. Jóhann­es­ar­stúkunni  Zorobabel og Frederik T.D.K.H upp úr bræðra­fé­laginu Eddu sem hafði þá starfað í fimm ár.  Hún varð síðan að fullgildri stúku 6. janúar 1919.  Eins og aðrar stúkur á Íslandi sem stofnaðar voru í framhaldinu starfaði Edda innan dönsku reglunnar fram til 23. júlí 1951 þegar Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð.  Fundir voru fyrstu árin haldnir á efstu hæð hússins við Austur­stræti 16 sem þekktast er sem Reykja­víkurapótek.  Fyrsti stólmeistari Eddu var Ludvig E Kaaber. St. Jóhann­es­ar­stúkan Edda hefur verið móður­stúka fjölmargra St. Jóhannesar fræðslu­stúkna en síðust þeirra til að verða að fullgildri stúku var St. Jóhann­es­ar­stúkan Hlér í Vestmanna­eyjum.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?