Lag — Þórarinn Guðmundsson
Ljóð — Gestur Friðjónsson
Flutt af Frímúrarakórnum
Ljóð og lag var samið í tilefni af stofnun St. Jóhannesarstúkunnar þann 25. mars 1973. Gestur samdi ljóðið fyrst og færði Þórarni á stúkufundi í Reykjavík. Gestur sótti síðan nótur að laginu til Þórarins þegar hann hafði lokið við að semja það. Ekki náðist að ganga frá laginu fyrir stofnfundinn svo það var frumflutt af Akursfélögum á stúkufundi nokkru seinna.