Ágrip af sögu Huldar

Tilurð Huldar

Tilurð Huldar kom þannig til árið 1942, þegar Rúnar­bræður, sem starfað höfðu í fullkominni St. Jóh.st. í nærri 10 ár og sótt höfðu sín St. Andres­arstig til Helga­fells í Reykjavík, fundu til þess, vegna fjarlægðar frá aðalstúkunni, að þeir höfðu fá tækifæri til að sækja fundi og þess vegna litla möguleika á að kynnast fræðum hennar.  Þeir ræddu um þetta við embætt­is­mannaráð Helga­fells og í framhaldi af þeim viðræðum var send beiðni til Stm Helga­fells um að stofna St. Andresar fræðslu­stúku á Akureyri.

Var þessari málaleitan norðan­manna hvarvetna vel tekið.

Stofnun

Þann 28. Júlí 1942 gaf yfirstjórn Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi út stofnskrá fyrir St.Andresar fræðslu­stúku á Akureyri.  Nafn hennar skyldi vera HULD og hún skyldi lúta umsjón og eftirliti St. Andresar stúkunnar Helga­fells.

Það var svo 4. Ágúst 1942 sem St. Andresar fræðslu­stúkan Huld var vígð.

Fræðslu­stúkan starfaði af miklu kappi strax frá stofnun með um 6 fundum á vetri þar sem flutt voru fræðslu­erindi.  Eftir sem áður þurftu br. að sækja sín St. Andres­arstig til Helga­fells í Reykjavík.

Haustið 1947 er nýtt stúkuhús við Gilsbakkaveg 15 vígt og í því húsi er gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu fyrir St.Andrés­ar­stúku.
Á þessum árum er því verið að undirbúa að breyta fræðslu­stúkunni í fullkomna St.Andrés­ar­stúku.

Stofn­fundur og vígsla St. Andresar stúkunnar Huldar varð síðan að veruleika þann 30. september 1949 og var það stjórnandi Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi Sveinn Björnsson, forseti Íslands, sem stjórnaði athöfninni.  Huld hafði þá verið St.Andresar fræðslu­stúka í alls 7 ár. Stofn­fé­lagar Huldar voru 30 bræður.

Góð aðstaða

St. Andresar stúkan Huld reyndist stúku­starfinu á Akureyri mikil lyfti­stöng og stóð strax fyllilega undir væntingum bræðranna.

Árin liðu og fundum fjölgaði eftir því sem bræðra­hóp­urinn stækkaði.  Aukin starfsemi í húsinu var farin að takmarka starfið og var því afráðið, árið 1980 að hefja viðbyggingu við frímúr­ara­húsið að Gilsbakkavegi 15.
Í breyttum húsakynnum fékk Huld nú fullkomna aðstöðu fyrir starf sitt og var það svo 27. október 1982 sem þessir salir sem nú tilheyra Huld voru vígðir.

Það eru ekki eingöngu Frímúr­ara­bræður á Akureyri sem sækja frama sinn til Huldar, auk þeirra sækja stig sín til Huldar bræður frá fræðslu­stúkunum á Siglu­firði og Húsavík og einnig bræður í St. Jóh. stúkunum Mælifelli á Sauðár­króki  og Vöku á Egils­stöðum.  Allt til ársins 2014 sóttu einnig vel flestir Njálu­bræður á Ísafirði frama sinn til Huldar.

Árið 2004 fékk St. Andresar stúkan Huld nýtt hlutverk, það sama hlutverk og Helgafell gengdi fyrir Huld árin 1942-1949.

22. maí 2004 var stofnuð á Ísafirði St. Andresar fræðslu­stúkan Harpa,  með Huld sem vernd­ar­stúku.  Þetta var ákaflega mikilvægt skref fyrir frímúr­arastarf á vestförðum, mjög svipað og þetta var á sínum tíma fyrir norðurland að fá St. Andresar fræðslu­stúku í sína heima­byggð.

Til að gera langa sögu stutta, þá starfaði St. Andrésar fræðslu­stúkan Harpa í tíu ár og hélt fjöldan allan af fræðslufundum á því tímabili og auk þess unnu bræðurnir að því að bæta aðstöðuna og gera hana þannig  að hún hentaði fullkominni St. Andrés­ar­stúku.
18. október 2014, er stofn­fundur og vígsla St. Andresar stúkunnar Hörpu.  Huldar­bræður fjölmenntu til að taka þátt í þessum merka áfanga í frímúr­arasögu vestfjarða og um leið í frímur­arasögu Íslands og samfagna með bræðrum okkar úr Hörpu og Njálu.

Huld hafði á þessum tímamótum skilað af sér fullkominni St. Andrés­ar­stúku eftri að hafa verið vernd­ar­stúka hennar í 10 ár.

Huldar bræður geta þakkað það stórhug og frímúr­ara­hugsjón forvera sinna að eiga þessa glæsilegu funda­að­stöðu og félags­heimili, og þurfa ekki um langan veg að fara til að sækja frömun á Andres­arstigum.

Stólmeistarar Huldar frá upphafi hafa verið þessir:

Friðrik J. Rafnar               –            30.09.1949 – 03.05.1954

Sigurður Stefánsson         –            03.05.1954 – 19.06.1965

Jóhann Þ. Kröyer              –            19.06.1965  – 01.10.1968

Jón G. Sólnes                     –            01.10.1968 –  18.03.1973

Arngrímur J. Bjarnason   –           18.03.1973 – 21.04.1982

Gestur Ólafsson                 –           21.04.1982 – 01.10.1984

Ágúst Ólafsson                   –            01.10.1984 – 21.03.1988

Magnús Björnsson            –            21.03.1988 – 24.11.1997

Birgir V. Ágústsson            –            24.11.1997 – 05.03.2007

Úlfar Hauksson                   –            05.03.2007 – 08.04.2013

 

Núverandi Stm Huldar  er Árni Gunnar Kristjánsson 08.04.2013 –

Innskráning

Hver er mín R.kt.?