Í febrúar 2014 bauð SMR Valur Valsson, Má Sveinbjörnssyni að leiða stofnun nýrrar Andrésarstúku og verða fyrsti stólmeistari hennar. Megintilgangurinn með stofnun stúkunnar var að dreifa álaginu á fleiri stúkur og létta þannig álaginu af stúkunum sem fyrir voru. Stúkuna skyldi stofna með bræðrum úr St. Jóh.stúkunum í kringum Reykjavík; Hamri, Akri, Sindra, Röðli, Nirði og Hlé, eftir að hún hefði verið fullgilt í nóvember 2014, og ákveðið var að stúkan skyldi starfa á fimmtudögum. Undirbúningur hófst í seinnihluta febrúar 2014 og var að mörgu að huga, eins og ætíð þegar ný stúka er stofnuð. Strax var haft samband við stólmeistara St. Jóh.stúknanna sex til að fá tilnefningar um embættismenn stúkunnar, þar á meðal aðalembættismenn, sem yrðu stofnendur. Gekk það nokkuð vel og var stofnendahópurinn fullskipaður vorið 2014.
Kjörorð
Eftir vangaveltur og samræður við ýmsa bræður var nafnið, umdæmið og kjörorðið ákveðið:
„St. Andr. st. Huginn“ – „OR.: Suð- vesturland“ – „Leitum“
Nafnið er sótt í hlutverk Hugins og Munins, hrafna Óðins. OR.: er starfssvæði áðurnefndra St. Jóh. stúkna. og kjörorðið er eðlilegt framhald nafnsins. Hvort tveggja vísar til starfsins á St. Andr. stigunum
Stofnun stúkunnar
Stofndagur var ákveðinn 31. janúar 2015, og svaramenn stúkunnar voru skipaðir Jóhannes Harrý Einarsson X°, br. m. HMR. og Björn Ó. Björgvinsson, X°, Stm. St. Andr. st. Helgafells.
Embættismenn urðu á endanum 42, en markmiðið var að hafa 46 embættismenn til að manna öll embætti þreföld.
Stofnendur stúkunnar voru þeir :
Már Sveinbjörnsson,
Karl Hólm Gunnlaugsson,
Guðlaugur Sæmundsson,
Sævar Örn Arason,
Grétar Björn Sigurðsson,
Þorsteinn Ómar Gunnarsson,
Gísli Rúnar Gíslason,
Brynjar Svansson,
Þórður Þorsteinsson,
Þórður Oddsson,
Ari Guðmundsson,
Einar Gunnarsson
Ársæll Guðmundsson.
Auk þeirra voru 92 stofnfélagar, þannig að samtals 105 bræður stofnuðu St. Andr. st. Hugin.
Skjaldarmerki
Hönnun skjaldarmerkis stúkunnar tók smá tíma og varð á endanum einfalt og táknrænt fyrir þetta reglustig. Aðalhönnuður var Guðlaugur Sigurðsson og naut hann aðstoðar, verðandi Stm stúkunnar og Skd.R. Skd.R. sá um að láta steypa skildi stúkunnar og málaði síðan skjaldarmerkið á þá.
Stúkulag Hugins
Br. Karl Kristensen samdi ljóðið „Leitum“ sem stúkulag Hugins.
Söngstjóri stúkunnar Einar Gunnarsson samdi lag við ljóðið.
Br. Einar fékk leyfi br. Karls til að endurtaka tvær síðustu ljóðlínur stefanna, til að aðlaga ljóð og lag hvort að öðru. Þess vegna eru gæsalappirnar.
„Leitum“ er inngöngu- og útgöngumars Hugins.
Oft er villugjarnt á myrkum vegi,
Varúðar og gætni ætíð þörf.
„En lyftum huga er lýsa fer af degi,
látum dygðir varða okkar störf“
Hugins bræður höndlum ljósið skæra,
Höfuðsmiður styðji okkar leit.
„Þroska og visku þá mun okkur færa,
Því er ljúft að halda gefin heit“
Ljóð: Karl Kristensen
Lag: Einar Gunnarsson
Br. Einar söng lagið á stofnfundi Hugins við undirleik br. Jónasar Þóris.
Hugins lag
Söngstjóri, Einar Gunnarsson, samdi einnig „Hugins lag“, sem er kynningar- eða inngöngulag (Prelúdía) á VI°. Einar samdi bæði lag og texta.
Visku og þroska vér leitum hvern dag
Vísar oss lýsandi ljós, Hugins lag
Bræður leitum
Bræður byggjum
Bræður reisum
Musteri meistarans byggja oss ber
Musteri lýsandi ljóss erum vér
Treystum á keðjuna, tak hönd í hönd
Tengja og knýta oss fast bræðrabönd
Vísar oss lýsandi ljós, Hugins lag.
Ljóð og lag: Einar Gunnarsson.
Br. Jónas Þórir lék ”Hugins lagið” til upptöku á kirkjuorgel Laugarneskirkju með aðstoð br. Einars og Már Sveinbjörnssonar þá verðandi Stm. Hugins.