Andrésarstúkan Hlín er sú 3 í röðinni af Andrésarstúkum á íslandi. Hún var stofnuð 14.nóvember 1992. Stofnandi hennar og fyrsti Stólmeistari var Jóhannes H. Proppé em hann lést 2012. Fundardagar Hlínar eru þriðjudagar. Annar Stólmeistari hennar var Baldur Friðriksson en af honum tók við Pétur Andreas Maack. Við starfi hans tók Hákon Birgir Sigurjónsson en núverandi Stólmeistari sem er sá fimmti í röðinni er Jón Ásgeir Eyjólfsson. Fjöldi bræðra í stúkunni er rúmlega 600. Eitt af okkar sérkennum er að við erum með einn tónlistarfund á hverjum vetri þar sem tekið er fyrir ákveðið tónskáld eða ljóðskáld þá helst úr Frímúrarareglunni. Er þá farið yfir feril viðkomandi bæði í lífi og list. Oftar en ekki höfum við farið með þessa dagskrá á fundi í öðrum stúkum. Fyrir um það bil tíu árum var okkur úthlutað degi sem við höfum kosið að kalla Hlínardaginn. Fyrirkomulag hans er í stuttu máli þannig að hefðbundinn fundur er haldinn að eftirmiddegi en Hlínardagurinn er alltaf Sumardagurinn fyrsti og að honum loknum hittum við systurnar og höldum með þeim góða veislu með skemmtiatriðum og söng fram eftir kvöldi. Þá er alltaf haldið happdrætti þar sem einungis systurnar fá vinninga. Þetta hefur aukið á samheldni í hópi bræðra og systra og gefið starfinu aukið gildi.
Vinarbönd
Á undanförnum árum höfum við Hlínarbræður bundist vinarböndum við Andrésarstúkur á Norðurlöndum. Ber þar fyrst að nefna elstu Andrésarstúku Noregs , Oscar den flammende stjerne en hún er staðsett í Osló. Þá erum við Hlínarbræður tiltölulega nýkomnir úr heimsókn frá Kaupmannahöfn þar sem við vorum að endurgjalda heimsókn til vinarstúku okkar þar St. Andrésarstúkunnar Fredrici Septimi. Næst er fyrirhugað að taka upp vinarsamband við Andrésarstúku í Malmö í Svíþjóð. Þessar heimsóknir eykur víðsýni í starfinu og tengir okkur bræðrum í útlöndum sterkum vinarböndum.
Afmælisárið 2017
Stúkan okkar Hlín verður 25. ára á þessu ári. Í tilefni af því hefur verið skipuð ritnefnd til þess að rita sögu stúkunnar undir stjórn Péturs A. Maack og áætlað að ritið verði tilbúið á afmæli stúkunnar 14.nóvember n.k.
Stólmeistarar Hlínar frá upphafi:
Jóhannes H. Proppé 14.11.1992 – 17.02.1998
Baldur Friðriksson 17.02.1998 – 2002
Pétur Andreas Maack 2002 – 2009
Hákon Birgir Sigurjónsson 2009 – 17.10.2014
Jón Asgeir Eyjólfsson 17.10.2014-