Ágrip af sögu Hlínar

Þriðja Andrés­ar­stúkan

Andrés­ar­stúkan Hlín er sú 3 í röðinni af Andrés­ar­stúkum á íslandi.  Hún var stofnuð 14.nóvember 1992.  Stofnandi hennar og fyrsti Stólmeistari var Jóhannes H. Proppé  em hann lést 2012.  Fundar­dagar Hlínar eru þriðju­dagar.  Annar Stólmeistari hennar var Baldur Friðriksson en af honum tók við Pétur Andreas Maack.  Við starfi hans tók Hákon Birgir Sigur­jónsson en núverandi Stólmeistari sem er sá fimmti í röðinni er Jón Ásgeir Eyjólfsson.  Fjöldi bræðra í stúkunni er rúmlega 600.  Eitt af okkar sérkennum er að við erum með einn tónlistarfund á hverjum vetri þar sem tekið er fyrir ákveðið tónskáld eða ljóðskáld þá helst úr Frímúr­ar­a­reglunni.  Er þá farið yfir feril viðkomandi bæði í lífi og list. Oftar en ekki höfum við farið með þessa dagskrá á fundi í öðrum stúkum.  Fyrir um það bil tíu árum var okkur úthlutað degi sem við höfum kosið að kalla Hlínar­daginn.  Fyrir­komulag hans er í stuttu máli þannig að hefðbundinn fundur er haldinn að eftir­middegi en Hlínar­dag­urinn er alltaf Sumar­dag­urinn fyrsti og að honum loknum hittum við systurnar og höldum með þeim góða veislu með skemmti­at­riðum og söng fram eftir kvöldi.  Þá er alltaf haldið happdrætti þar sem einungis systurnar fá vinninga.  Þetta hefur aukið á samheldni í hópi bræðra og systra og  gefið starfinu aukið gildi.

Vinarbönd

Á undan­förnum árum höfum við Hlínar­bræður bundist vinar­böndum við Andrés­ar­stúkur á Norður­löndum.  Ber þar fyrst að nefna elstu Andrés­ar­stúku Noregs , Oscar den flammende stjerne en hún er staðsett í Osló.  Þá erum við Hlínar­bræður tiltölulega nýkomnir úr heimsókn frá Kaupmannahöfn þar sem við vorum að endur­gjalda heimsókn til vinar­stúku okkar þar St. Andrés­ar­stúk­unnar Fredrici Septimi.  Næst er fyrir­hugað að taka upp vinar­samband við Andrés­ar­stúku í Malmö í Svíþjóð.  Þessar heimsóknir eykur víðsýni í starfinu og tengir okkur bræðrum í útlöndum sterkum vinar­böndum.

Afmælisárið 2017

Stúkan okkar Hlín verður 25.  ára á þessu ári.  Í tilefni af því hefur verið skipuð ritnefnd til þess að rita sögu stúkunnar undir  stjórn Péturs A. Maack og áætlað að ritið verði tilbúið á afmæli stúkunnar 14.nóvember n.k.

Stólmeistarar Hlínar frá upphafi:

Jóhannes H. Proppé 14.11.1992 – 17.02.1998
Baldur Friðriksson 17.02.1998 – 2002
Pétur Andreas Maack 2002 – 2009
Hákon Birgir Sigur­jónsson 2009 – 17.10.2014
Jón Asgeir Eyjólfsson 17.10.2014-

Innskráning

Hver er mín R.kt.?