Ágrip af sögu Helga­fells

Stofnun Helga­fells

St. Andrés­ar­stúkan Helgafell í Reykjavík var stofnuð 14. júlí 1934. Áður hafði verið starfandi fræðslu­stúka frá 15. júlí 1923 á Andrés­arstigum. Hlaut hún nafnið Helgafell 2. mars 1929.

Mjög var þrýst á dönsku Stórstúkuna að fullgilda Helgafell sem stúku svo hægt væri að veita bræðrum frama í reglunni hér á Íslandi, því mjög kostn­að­arsamt var fyrir bræður að sigla til Danmerkur í þeim eina tilgangi að fá frömun í Reglunni, og stóð það öllu reglu­starfi fyrir þrifum.

Stofnandi Helga­fells, Ludvig Emil Kaaber, gekk mjög hart fram í því að fá Helgafell viður­kennda sem fullgilda stúku bæði með bréfa­sam­skiptum og heimsóknum til Danmerkur á fundi með stjórn dönsku Stórstúk­unnar sem Ísland tilheyrði á þessum tímum og Kristjáni X.  Danakonungi sem var VSV (SMR) Dönsku Reglunnar.  Loksins kom svo jákvætt svar frá Dönum sem sendu hingað sendi­nefnd vorið 1934 til undir­búnings, svo hægt væri að stofna hér fullgilda Andrés­ar­stúku um sumarið.

Stofn­endur Helga­fells

Stm. — Ludvig Emil kaaber banka­stjóri
Vm. — Carl B. H. Olsen stórkaup­maður
E.Stv. — Magnús  Jónsson prófessor
Y.Stv. — Ágúst H. Bjarnason prófessor
Skm. — Carl Proppe fulltrúi
Km. — Ólafur Lárusson prófessor
Sm. — Thorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali
R. — Ísleifur Jónsson gjaldkeri
L. — Martin Jessen skóla­stjóri
E.Stú. — Guðmundur Loptsson fulltrúi
Y.Stú — Pétur Haltested fulltrúi.

Fyrsti upptökufund­urinn fór fram 5 dögum eftir vígslu Stúkunnar og voru þá tveir bræður vígðir til IV/V°. Á þessum árum voru allir fundir Reglunnar haldnir í einum og sama salnum uppi á lofti að Austur­stræti 16 ( Natan & Olsen-húsið, síðar Reykja­víkurapótek ) oft voru tveir til þrír fundir á sama stigi í röð til að hagræðis vegna salar­upp­setn­ingar.  27. janúar  1951 voru núverandi húsakynni Helga­fells vígð við Skúlagötu  (Bríet­artún) í Reykjavík.  Þessi nýju húsakynni auðvelduðu mjög allt starf súkunnar og komst það í fastar skorður með fundi alla miðvikudaga.  Þegar Jóhann­es­ar­stúkunum fjölgaði á sjötta og sjöunda áratugnum fjölgaði einnig nýjum bræðrum sem óskuðu frömunar í Andrés­ar­stúku, þurfti Helgafell því að fjölga fundum sínum og var svo komið að Helgafell hélt fundi mánudaga,  þriðjudaga og miðvikudaga  og einnig um helgar, þegar mest var á 9. áratugnum, eða um 90 fundi á ári. Þetta breyttist svo með Stofnun Andrés­ar­stúknanna Hlín, Heklu og nú síðast Hugins.  Frá stofnun  Helga­fells 1934 til 2017 hafa verið haldnir yfir 4000 fundir í Helga­felli. Bræður í Helga­felli eru nú um 1280.  Stólmeist­ar­arnir eru orðnir 14 talsins og bræður sem gegnt hafa embætti  í stúkunni skipta  mörgum hundruðum.   Í dag eru starfandi um 55 embætt­ismenn  á hverju starfsári. Hin seinni ár hefur Helgafell beitt sér fyrir því að efla samskipti og kynni eigin­kvenna Helga­fells­bræðra með sértökum samkomum og ferða­lögum bæði innan­lands og erlendis sem konunum er boðið að taka þátt í, þetta hefur eflt mjög starfs­andann og þjappað bræðrunum saman.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?