Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð 23. júlí 1951. Sama dag var Stórstúkan stofnuð sem síðar hlaut heitið Landsstúka.
Áður en Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð hafði Stúartstúka 2. flokks starfað frá 1934 en henni var breytt í Stúartstúku 1. flokks 1948 og loks Stórstúku er Frímúrarareglan á Íslandi hóf starfsemi sína 1951
Móðurstúkan
Landsstúkan er móðurstúka annarra stúkna innan Reglunnar og þeim æðri. Hún starfar á æðstu stigum Reglunnar.
Landsstúkan starfar á VII. – XI. stigs en sérstakir fundir eru haldnir á starfsstigunum svo sem Regluhátíð á hverju ári fundir við vígslu stúkna og salarkynna o. fl.
Embætti
HSM er stólmeistari Landsstúkunnar, DSM og IVR eru varameistarar hennar.