Saga reglunnar

Fyrsta skráða heimildin um frímúr­ar­afund er frá árinu 1646 í Englandi og fyrsta sameining frímúr­ara­stúkna í eina Stórstúku er frá London árið 1717. Frá Englandi breiddist frímúr­ara­starfið út um allan hinn siðmenntaða heim.
Árið 1735 festi Reglan rætur í Svíþjóð og þar hófst starf eftir hinu ,,sænska kerfi“ um og upp úr árinu 1756.

Frímúrarar hafa starfað í Danmörku frá 1741.

Á árunum 1852-58 var kerfið tekið upp í Danmörku og þaðan barst það til Íslands undir forystu Ludvigs E. Kaaber, banka­stjóra. Frímúr­ara­stúkan Edda var stofnuð 1919 sem stúka í Frímúr­ar­a­reglunni í Danmörku. Laut allt frímúr­arastarf á Íslandi stjórn Frímúr­ar­a­regl­unnar í Danmörku uns Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð 23. júlí árið 1951 sem fullkomlega sjálfstæð Frímúr­ar­a­regla. Fyrsti Stórmeistari hennar var Sveinn Björnsson, forseti Íslands.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?