Hvernig gerast menn félagar?

Hafi maður hug á að gerast félagi í Frímúr­ar­a­regl­unni, þarf viðkom­andi að snúa sér til einhvers frímúrara sem þekkir hann, og getur sá ásamt öðrum frímúr­ara­bróður sótt um inngöngu fyrir hann í Regluna. Nefnast þessir tveir frímúr­ara­bræður meðmæl­endur og velja þeir þá stúku, sem sótt er um inngöngu í.

Maður sem ekki þekkir til neins frímúrara, getur snúið sér til skrif­stofu Regl­unnar, að Bríet­ar­túni 5, Reykjavík, eða frímúr­ara­stúku í heima­byggð hans, sem munu þá veita honum aðstoð við að finna bræður sem þekkja einhver deili á viðkom­andi og væru hugs­an­lega tilbúnir að mæla með honum.

Þegar umsókn innsækj­anda hefur verið lögð fram hefst biðtími. Er sá tími notaður til að athuga hvort það geti orðið innsækj­and­anum til góðs að ganga í Regluna, og einnig að fá full­vissu um, að Reglan vilji fá hann sem lífs­tíð­ar­fé­laga. Að biðtíma loknum fær innsækj­andinn boð frá meðmæl­endum sínum um hvaða dag og hvaða tíma hann er kall­aður til upptöku. Innsækj­anda skal vera ljóst að umsókn hans getur verið hafnað.

Innsækj­andi í Frímúr­ar­a­regluna á Íslandi þarf að hafa náð 24 ára aldri, játa kristna trú, vera sjálf­ráður eigna sinna og hafa óflekkað mannorð.

Mikil­vægt er að innsækj­and­anum sé ljóst, að skyldi honum snúast hugur, er honum frjálst að láta aftur­kalla umsókn sína allt fram að upptöku sinni. En þegar upptakan hefur farið fram, er yfir­leitt ekki hægt að ganga úr Regl­unni, nema í sérstökum tilvikum.

Hvað kostar að vera félagi?

Að sjálf­sögðu kostar það nokkurt fé að vera bróðir í Frímúr­ar­a­regl­unni á Íslandi. En taki menn reglu­lega þátt í störfum stúku sinnar, er það ekki dýrara en í öðrum áhuga­manna­fé­lögum.

Árgjaldið er um 71.000 krónur á núver­andi starfsári, en húsgjöld stúkna úti á landi kunna að vera mismun­andi.
Auk þess bætist við kostn­aður við kaup á kjól­fötum.

Máltíð er eftir hvern fund og er verði máltíð­ar­innar stillt í hóf.