Hvað er Frímúr­ar­a­reglan?

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð þann 23. júlí árið 1951 en fyrsta frímúr­ara­stúkan var stofnuð hér á landi 6. janúar 1919; það var St. Jóh.stúkan Edda, innan Den Danske Frimurer­orden, og starfaði undir hennar vernd allt þar til formleg og sjálf­stæð regla var stofnuð.

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi er engum öðrum vald­höfum háð en löglegum yfir­völdum Íslands.

Trún­að­urinn sem yfir fund­arsið­unum hvílir má segja að helgist fyrst og fremst af því að ef þeir væru öllum kunnir myndu fundir missa marks að veru­legu leyti. Hér á landi er starfað eftir hinu svokallaða sænska kerfi en grund­vall­ar­at­riði í því er að innsækj­andi í regluna játi kristna trú.

Óhætt er að segja að félagar í Frímúr­ar­a­regl­unni á Íslandi séu þver­skurður af þjóð­fé­laginu. Þeir eru hvorki betri né verri en aðrir þjóð­fé­lags­þegnar og líta ekki á sig sem slíka en mark­miðið með veru sinni í Regl­unni telja þeir vera að reyna að verða betri þjóð­fé­lags­þegnar til hags­bóta fyrir sjálfa sig, fjöl­skyldu sína og þjóð­fé­lagið í heild.

Innan Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi rúmast allir góðir menn sem eru tilbúnir að játast undir þær skuld­bind­ingar sem Reglan setur þeim og standa við þær.

Almennar upplýs­ingar

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi er sjálf­stætt félag eða samtök karl­manna úr öllum hópum þjóð­fé­lagsins sem hefur mann­rækt að mark­miði.

Frímúr­ar­a­reglan byggir starf­semi sína á kristnum grund­velli.

Frímúr­ar­a­reglan tekur ekki afstöðu í stjórn­mála- eða trúar­deilum í þjóð­fé­laginu. Umræður eða áróður um þessi mál er bönnuð á fundum eða samkomum Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi er óháð öllum vald­höfum, öðrum en löglegum yfir­völdum Íslands.