Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Myndbönd úr starfi Frímúrara

í gegnum tíðina

Heimild­armynd um 100 árastarf Frímúrara á Íslandi

Heimildamynd um sögu og starf frímúrara á Íslandi síðustu 100 ár er nú orðin aðgengileg hér á vef Reglunnar.

Heimilda­myndin, sem er eftir þá Jón Þór Hannesson, Rúnar Hreinsson, Rafn Rafnsson og Steingrím Sævarr Ólafsson, var frumsýnd á hátíð­ar­samkomu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi þann 7. apríl 2019 í Eldborg­arsal Hörpu, og hlaut góðar viðtökur fundar­gesta. Í myndinni er farið yfir sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar, viðtöl eru við fjölda bræðra og fjölmargar athygl­is­verðar myndir og myndskeið er þar að finna.

Myndina má skoða beint hér á vefnum, eða með því að smella hér.

Fundur á Hornbjargi 22. júní 2002

Sumarið 2002 héldu 107 bræður til Hornbjargs. Tilefni ferðar­innar var að halda stúkufund á bjarginu í minningu þess að árið 1902 héldu nokkrir erlendir frímúr­ara­bræður fund á sama stað. Það var stúkan Njála sem hafði frumkvæðið að þessari fundarferð. Og þessi ferð var fest á filmu og er því einstök heimild um fund og ferð.

Við látum sögumanni eftir að lýsa ferðinni og njótum hennar undir hans leiðsögn.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?