Heimildarmynd um 100 árastarf Frímúrara á Íslandi
Heimildamynd um sögu og starf frímúrara á Íslandi síðustu 100 ár er nú orðin aðgengileg hér á vef Reglunnar.
Heimildamyndin, sem er eftir þá Jón Þór Hannesson, Rúnar Hreinsson, Rafn Rafnsson og Steingrím Sævarr Ólafsson, var frumsýnd á hátíðarsamkomu Frímúrarareglunnar á Íslandi þann 7. apríl 2019 í Eldborgarsal Hörpu, og hlaut góðar viðtökur fundargesta. Í myndinni er farið yfir sögu Frímúrarareglunnar, viðtöl eru við fjölda bræðra og fjölmargar athyglisverðar myndir og myndskeið er þar að finna.
Myndina má skoða beint hér á vefnum, eða með því að smella hér.
50 ára afmæli Frímúrarareglunnar
Eins og margir bræður vita þá héldu frímúrarar á Íslandi upp á 50 ára afmæli sitt árið 2001.
Af því tilefni var m.a. gerð stutt kvikmynd sem sýnd var á hátíðarfundinum í Borgarleikhúsinu á afmælisárinu. Það eru sjálfsagt margir bræður sem ekki hafa séð þessa mynd og er hún þess vegna hér til sýningar.
Br. Jón Sigurðsson samdi texta við myndina og br. Jóhann Sigurðsson er þulur. Br. Jón Þór Hannesson hafði umsjón við gerð hennar, en til gamans má geta þess, að tveir núverandi bræður lögðu einnig hönd á verkið en þeir voru ekki orðnir frímúrarar þegar myndin var unnin, en það eru þeir Rúnar Hreinsson og Örn Sveinsson.
Fundur á Hornbjargi 22. júní 2002
Sumarið 2002 héldu 107 bræður til Hornbjargs. Tilefni ferðarinnar var að halda stúkufund á bjarginu í minningu þess að árið 1902 héldu nokkrir erlendir frímúrarabræður fund á sama stað. Það var stúkan Njála sem hafði frumkvæðið að þessari fundarferð. Og þessi ferð var fest á filmu og er því einstök heimild um fund og ferð.
Við látum sögumanni eftir að lýsa ferðinni og njótum hennar undir hans leiðsögn.