Hátíð­ar­fundur í Eldborg­arsal Hörpu

100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi

Hátíð­ar­fundur 2019

Miðasala er hafin.
Smellið hér til að opna miðasöluna, sem fer fram á tix.is

Í tilefni 100 ára afmælis frímúr­ara­starfs á Íslandi efnir Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi til hátíð­ar­fundar í Eldborg­arsal Hörpu þann 7. apríl og hefst hann kl. 20:00, en húsið opnar kl. 19:30.

Stiklað verður á stóru í starfi Reglunnar þessi 100 ár í máli og myndum. Tónlist í anda tímans setur svip sinn á dagskrána, en á annað hundrað bræður og systur koma að dagskránni.

Stórmeistari Reglunnar, Valur Valsson, mun ávarpa gesti.

Frumsýnd verður ný heimild­armynd um sögu Reglunnar sem er framleidd af brr. Jóni Þór Hannessyni, Rúnari Hreinssyni og Rafni Rafnssyni. Br. Ólafur Sæmundsson mun ræða um líf og starf frímúrara á léttu nótunum. Merkisberi Reglunnar Guðmundur Kr. Tómasson R&K ræðir tilgang og markmið frímúr­ara­starfsins. Að lokum mun Hersir SMR, Allan V. Magnússon R&K, ávarpa gesti.

Mikið verður um dýrðir á þessari hátíðlegu stundu og fjöldi frábærs tónlistar­fólks sem finnst innan sem utan Reglunnar mun skemmta með söng og tónlist. Fram koma söngv­ar­arnir Ásgeir Páll Ásgeirsson, Edda Borg Ólafs­dóttir, Guðrún Gunnars­dóttir, Ísold Atla Jónas­dóttir, Ívar Helgason, Kolbeinn Jón Ketilsson, Kristján Jóhannsson, Nathalia Drusin Halldórs­dóttir, Sigríður Ósk Kristjáns­dóttir, Sigurður Helgi Pálmason og Valdimar Hilmarsson, auk gesta­söngvara og auðvitað mun Frímúr­arakórinn koma fram.

 Tónlistar­flutn­ingur verður meðal annars í höndum Bræðra­sveitar Reglunnar, en hana skipa: Birgir Hrafnsson á gítar, Bjarni Svein­björnsson á bassa, Friðrik Sturluson á bassa, Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunnlaugur Briem á trommur, Hannes Friðbjörnsson á slagverk, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Hrafnkell Pálmason á gítar og Örnólfur Kristjánsson á selló.

Að auki koma fram félagar úr Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands.

Dagskrár­stjórn: Magnús Viðar Sigurðsson og Björn Þórir Sigurðsson
Tónlist­ar­stjórn: Jónas Þórir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?