Algengar spurn­ingar

Er Frímúr­ar­a­reglan leyni­félag?

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi er ekki leyni­félag. Lög og reglur hennar getur að lesa á almennum bóka­söfnum ásamt marg­hátt­uðum öðrum upplýs­ingum um starf­semi og sögu frímúrara hérlendis og erlendis.

Félagatal og yfirlit um trún­að­ar­stöður og um skipulag Frímúr­ar­a­regl­unnar eru einnig fyrir hendi á opnum almennum vett­vangi. Dagblöð birta tilkynn­ingar um samkomur frímúrara, Stjórn­stofa er í síma­skrá og Frímúr­ar­a­reglan hefur þessa vefsíðu sem öllum er opin.

Frímúr­ar­a­reglan er lifandi þáttur í þjóð­lífinu og víkst ekki undan þeirri ábyrgð sem slíku fylgir í opnu og lýðræð­is­legu nútíma­sam­fé­lagi.

Frímúr­ar­a­reglan býr yfir mikil­vægum trún­að­ar­málum sem tengjast sérstæðum og gamal­grónum fund­ar­sköpum. Þessum fund­ar­sköpum er ætlað að hafa óvænt og þrosk­andi áhrif á hugsun og líf þátt­tak­enda, og margít­rekuð reynsla kynslóð­anna stað­festir gildi þeirra.

Frímúr­arar líta á trúnað og þagn­ar­heit sem sjálf­sagðan hlut, enda vita þeir að slíkar skyldur eru alls ekki eins­dæmi í starfi eða félags­lífi yfir­leitt.

Næði, trún­aður og réttur undir­bún­ingur eru einmitt forsenda þeirra mann­ræktaráhrifa sem Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi stefnir að. Hluti undir­bún­ingsins felst í því að þátt­tak­endur kynnast boðskap og venjum félagsins í áföngum stig af stigi. Þannig verka félags­störfin áfram á frímúr­arann ár eftir ár eins og lífsins skóli.

Hvert er markmið frímúr­ara­starfs?

Í lögum Frímúr­ar­a­regl­unnar er markmið hennar skil­greint þannig:

Markmið Regl­unnar er að göfga og bæta mann­lífið. Reglan vill efla góðvild og dreng­skap með öllum mönnum og auka bróð­urþel þeirra á meðal.

Þannig leitast Reglan við að gera bræð­urna að góðum þjóð­fé­lags­þegnum, skiln­ings­ríkum og hjálp­sömum samborg­urum, rétt­sýnum og velvilj­uðum mönnum. Frímúr­ar­a­reglan kemur fram út á við sem mann­úðar- og mann­rækt­ar­félag. Inn á við leitast hún við að efla hjá bræðr­unum sjálfs­þekk­ingu, umburð­ar­lyndi, góðvild og náungakær­leika. Frímúr­ar­a­reglan hefur hvorki opinber né dulin póli­tísk markmið og tengist á engan hátt neinum stjórn­mála­stefnum. Hún hefur engin markmið um gagn­kvæma aðstoð eða stuðning við einka­hags­muni bræðr­anna. Það hefur hvorki fjár­hags­legan ávinning né önnur forrétt­indi í för með sér að vera þar bróðir.

Hvað er frímúr­ara­stúka?

Frímúr­ara­stúka er félag frímúrara. Sjálft orðið stúka merkir m.a. lokað rými, en merkir nú annar­s­vegar þau húsa­kynni, sem frímúr­arar halda fundi sína í, og hins vegar þann hóp frímúrara, sem mynda félagsein­ingu innan Regl­unnar.

Hér á landi eru fundir haldnir reglu­lega í hverri stúku (viku­lega/hálfs­mán­aðar- eða mánað­ar­lega) frá lokum sept­ember til byrj­unar maí ár hvert og yfir­leitt á sama viku­degi. Fund­irnir hefjast venju­lega kl. 19 og enda um kl. 23. Þeir eru auglýstir í Morg­un­blaðinu. Ekki er skylda að mæta á stúkufundum, en án nokkuð reglu­bund­innar fund­ar­sóknar hefur það lítinn tilgang að vera bróðir í Frímúr­ar­a­regl­unni.

Hvað er gert á stúkufundum?

Einungis frímúr­ara­bræðrum er heimilt að sitja þar fundi. Fundir hefjast og þeim er slitið á hátíð­legan hátt, en það myndar eins konar ramma um starfið sem fram fer á fund­unum. Fund­ar­störfin eru í samræmi við gamla og fagra siði. Þau byggjast að nokkru á tákn­máli, sem hvetur bræð­urna til umhugs­unar og íhug­unar. Með starfinu er ætlast til, að bræðr­unum sé gert auðveldara að auka þekk­ingu á sjálfum sér og rækta mann­gildi sitt. Í Frímúr­ar­a­regl­unni á Íslandi er þetta starf unnið á kristnum grund­velli, en um trúar­skoð­anir eða trúfræðitúlk­anir er ekki rætt á stúkufundum eða í Regl­unni.

Á venju­legum stúkufundi fer að jafnaði m.a. fram upptaka nýs bróður. Eftir stúkufundinn safnast menn saman til kvöld­verðar og samræðna á óþving­aðan og frjáls­legan hátt, þar sem starfið á fund­inum er gjarnan rætt. Kvöld­stund í stúk­unni er í senn hátíð, gleði og alvara, og er ánægjuleg tilbreyting frá daglegum störfum. Frímúr­ar­a­reglan veitir mönnum dýpri skilning á sjálfum sér og afstöðu sinni til þess heims sem þeir lifa í. Hún hvetur til heið­ar­leika og dreng­skapar í hvívetna og getur verið grund­völlur dýrmætra vináttu­banda.

Hvað er Frímúr­ara­kerfi ?

Í Frímúr­ar­a­regl­unni á Íslandi eru alls 11 stig en þannig er Regl­unni skipt líkt og skóla er skipt í bekki og deildir.

Æðsti maður Frímúr­ar­a­regl­unnar er nefndur Stór­meistari Regl­unnar.

Ekki starfa allar Frímúr­ar­a­reglur samkvæmt sama kerfi. Í þeim Frímúr­ar­a­reglum sem Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi viður­kennir eru grund­vall­ar­at­riðin almennt þau sömu. Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi starfar eftir hinu svokallaða ,,sænska kerfi“, en eftir því starfa einnig Frímúr­ar­a­reglur í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og að hluta í Finn­landi og Þýskalandi. Náið og vinsam­legt samband er á milli Frímúr­ar­a­regln­anna á Norð­ur­löndum.

Í Frímúr­ar­a­regl­unni á Íslandi eru nú um 3500 bræður og í öllum heim­inum eru yfir 6 millj­ónir frímúrara. Frímúr­arar eru flestir í Banda­ríkj­unum. Í einræð­is­ríkjum er starf­semi frímúr­ara­stúkna bönnuð. En þrátt fyrir það að hugmynda­fræði Frímúr­ar­a­regl­unnar sé í sjálfu sér alþjóðleg eru ekki til nein alþjóða­samtök frímúrara.

Frímúr­ar­a­regla eða Stór­stúka í hverju landi er sjálf­stæð og öðrum óháð.

Þrátt fyrir að Frímúr­ar­a­reglur í hverju landi séu sjálf­stæðar er góð samvinna á milli Frímúr­ar­a­reglna flestra landa og geta íslenskir frímúr­ara­bræður heim­sótt erlendar stúkur sem viður­kenndar hafa verið af Frímúr­ar­a­regl­unni á Íslandi og bræður þessara stúkna geta komið í heim­sókn í frímúr­ara­stúkur hér á landi.