100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi

Dagskrá afmælis­ársins

Á þrett­ándanum, þann 6. janúar 1919, gengu brr. til fundar og stofnuðu St. Eddu. Þetta er upphaf fullgilds frímúr­ara­starfs á Íslandi. Þennan starfs­vetur fagna brr. um allt land því 100 ára afmæli frímúr­ara­starfsins með margvís­legum hætti. Hér á þessari síðu má finna upplýs­ingar yfir þá viðurði, dagskrá, tímasetn­ingar og fleiri áhuga­verðar upplýs­ingar.

Helstu dagsetn­ingar

  • 12. janúar Reglu­hátíð 2019
  • Febrúar Áætluð útgáfa afmæl­isrits
  • 9. mars Hátíð­ar­stúka í St.Jóh.st. Eddu
  • 7. apríl Hátíðar­samkoma Reglunnar í Eldborg­arsal Hörpu
  • 24. ágúst Menning­arnótt. Opið hús í Reglu­heim­ilinu

Reglu­hátíð 2019

Reglu­hátíð verður haldin 12. janúar 2019 og verður meginstef hátíð­ar­innar „Hundrað ára frímúr­arastarf á Íslandi.“

Ljóst er að fleiri munu vilja taka þátt en geta, en eins og venja er er aðeins unnt að selja 400 miða á hátíðina. Miðasalan fer fram hér á vefnum og við hvetjum alla brr. til að tryggja sér sæti sem fyrst.

Nánar um Reglu­há­tíðina og miðasala.

Útgáfa bóka vegna afmælis

Í tilefni af afmælinu verða gefnar út tvær bækur. Leitandinn, bók um Ludvig Emil Kaaber sem br. Jón Sigurðsson hefur skrifað og Undir Stjörnu­himni, veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfs. Síðar­nefndu bókinni verður dreift til allra Reglu­bræðra og þeim þannig gefinn kostur á að kaupa hana. Nánari upplýs­ingar verða veittar þegar nær dregur. 

Hátíð­ar­stúka St.Jóh.st. Eddu

Þann 9. mars 2019 verður hátíð­ar­stúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.

Hátíð­ar­samkoma í Eldborg­arsal Hörpu

Hinn 7. apríl verður hátíð­ar­samkoma Reglunnar í Eldborg­arsal Hörpu sem ætluð er bræðrum og systrum. Þar verður 100 ára reglu­starfs minnst í tali og tónum.

Menning­arnótt - Opið hús í Reglu­heim­ilinu

Menning­arnótt er afmæl­is­hátíð Reykja­vík­ur­borgar og verður haldin þann 24. ágúst 2019. Menning­arnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborg­ar­innar, í bakgörðum og söfnum, fyrir­tækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Af þessu tilefni verður opið hús í Reglu­heim­ilinu.

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi 100 ára

Á þessu starfsári minnast Frímúr­ara­bræður á Íslandi þess að liðin eru hundrað ár frá því að Jóhann­es­ar­stúkan Edda var vígð og reglulegt stúku­starf hófst hér á landi en það var 6. janúar 1919.

Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti innan Reglunnar og eru þessir atburðir helstir:

Hinn 13. nóvember sl. var haldinn svonefndur danskur fundur í Eddu þar sem fundar­setning og fundarslit voru á dönsku en siðabækur þær sem hingað bárust 1918 voru notaðar á fundinum.

Á Reglu­hátíð 12. janúar 2019 verður meginstef hátíð­ar­innar „Hundrað ára frímúr­arastarf á Íslandi.“

Hinn 9. mars 2019 verður hátíð­ar­stúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.

Hinn 7. apríl verður hátíð­ar­samkoma Reglunnar í Eldborg­arsal Hörpu sem ætluð er bræðrum og systrum. Þar verður 100 ára reglu­starfs minnst í tali og tónum.

Í stúku­húsum utan Reykja­víkur mun verða opið fyrir gesti og starf frímúrara kynnt en dagskrá einstakra stúkna verður birt síðar.

Loks verður opið hús í Reglu­heim­ilinu á menning­arnótt 2019.

Að lokum skal þess getið að tvær bækur verða gefnar út. Leitandinn, bók um Ludvig Emil Kaaber sem br. Jón Sigurðsson hefur skrifað og Undir Stjörnu­himni, veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfs. Síðar­nefndu bókinni verður dreift til allra Reglu­bræðra og þeim þannig gefinn kostur á að kaupa hana.

Atburðum þessum verða gerð nákvæmari skil hér á forsíðu vefs Reglunnar. Smellið á hnappinn 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs  í vinstra dálki til að opna afmæl­issíðu eða smellið hér

Bræður eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynn­ingum og fréttum af þessu merkilega tilefni.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?