100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi

Dagskrá afmælis­ársins

Á þrett­ándanum, þann 6. janúar 1919, gengu brr. til fundar og stofnuðu St. Eddu. Þetta er upphaf fullgilds frímúr­ara­starfs á Íslandi. Þennan starfs­vetur fagna brr. um allt land því 100 ára afmæli frímúr­ara­starfsins með margvís­legum hætti. Hér á þessari síðu má finna upplýs­ingar yfir þá viðurði, dagskrá, tímasetn­ingar og fleiri áhuga­verðar upplýs­ingar.

Helstu dagsetn­ingar

  • 12. janúar Reglu­hátíð 2019
  • Febrúar Áætluð útgáfa afmæl­isrits
  • 9. mars Hátíð­ar­stúka í St.Jóh.st. Eddu
  • 7. apríl Hátíðar­samkoma Reglunnar í Eldborg­arsal Hörpu
  • 24. ágúst Menning­arnótt. Opið hús í Reglu­heim­ilinu

Reglu­hátíð 2019

Reglu­hátíð verður haldin 12. janúar 2019 og verður meginstef hátíð­ar­innar „Hundrað ára frímúr­arastarf á Íslandi.“

Ljóst er að fleiri munu vilja taka þátt en geta, en eins og venja er er aðeins unnt að selja 400 miða á hátíðina. Miðasalan fer fram hér á vefnum og við hvetjum alla brr. til að tryggja sér sæti sem fyrst.

Nánar um Reglu­há­tíðina og miðasala.

Útgáfa bóka vegna afmælis

Í tilefni af afmælinu verða gefnar út tvær bækur. Leitandinn, bók um Ludvig Emil Kaaber sem br. Jón Sigurðsson hefur skrifað og Undir Stjörnu­himni, veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfs. Síðar­nefndu bókinni verður dreift til allra Reglu­bræðra og þeim þannig gefinn kostur á að kaupa hana. Nánari upplýs­ingar verða veittar þegar nær dregur. 

Hátíð­ar­stúka St.Jóh.st. Eddu

Þann 9. mars 2019 verður hátíð­ar­stúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.

Hátíð­ar­samkoma í Eldborg­arsal Hörpu

Hér má lesa frétt um fundinn og að auki skoða myndir frá kvöldinu og undir­búningi.

Í tilefni 100 ára afmælis frímúr­ara­starfs á Íslandi efnir Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi til hátíð­ar­fundar í Eldborg­arsal Hörpu þann 7. apríl og hefst hann kl. 20:00, en húsið opnar kl. 19:30.

Stiklað verður á stóru í starfi Reglunnar þessi 100 ár í máli og myndum. Tónlist í anda tímans setur svip sinn á dagskrána, en á annað hundrað bræður og systur koma að dagskránni.

Stórmeistari Reglunnar, Valur Valsson, mun ávarpa gesti.

Frumsýnd verður ný heimild­armynd um sögu Reglunnar sem er framleidd af brr. Jóni Þór Hannessyni, Rúnari Hreinssyni og Rafni Rafnssyni. Br. Ólafur Sæmundsson mun ræða um líf og starf frímúrara á léttu nótunum. Merkisberi Reglunnar Guðmundur Kr. Tómasson R&K ræðir tilgang og markmið frímúr­ara­starfsins. Að lokum mun Hersir SMR, Allan V. Magnússon R&K, ávarpa gesti.

Mikið verður um dýrðir á þessari hátíðlegu stundu og fjöldi frábærs tónlistar­fólks sem finnst innan sem utan Reglunnar mun skemmta með söng og tónlist. Fram koma söngv­ar­arnir Ásgeir Páll Ásgeirsson, Edda Borg Ólafs­dóttir, Guðrún Gunnars­dóttir, Ísold Atla Jónas­dóttir, Ívar Helgason, Kolbeinn Jón Ketilsson, Kristján Jóhannsson, Nathalia Drusin Halldórs­dóttir, Sigríður Ósk Kristjáns­dóttir, Sigurður Helgi Pálmason og Valdimar Hilmarsson, auk gesta­söngvara og auðvitað mun Frímúr­arakórinn koma fram.

 Tónlistar­flutn­ingur verður meðal annars í höndum Bræðra­sveitar Reglunnar, en hana skipa: Birgir Hrafnsson á gítar, Bjarni Svein­björnsson á bassa, Friðrik Sturluson á bassa, Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunnlaugur Briem á trommur, Hannes Friðbjörnsson á slagverk, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Hrafnkell Pálmason á gítar og Örnólfur Kristjánsson á selló.

Að auki koma fram félagar úr Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands.

Dagskrár­stjórn: Magnús Viðar Sigurðsson og Björn Þórir Sigurðsson
Tónlist­ar­stjórn: Jónas Þórir.

Menning­arnótt - Opið hús í Reglu­heim­ilinu

Menning­arnótt er afmæl­is­hátíð Reykja­vík­ur­borgar og verður haldin þann 24. ágúst 2019. Menning­arnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborg­ar­innar, í bakgörðum og söfnum, fyrir­tækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Af þessu tilefni verður opið hús í Reglu­heim­ilinu.

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi 100 ára

Á þessu starfsári minnast Frímúr­ara­bræður á Íslandi þess að liðin eru hundrað ár frá því að Jóhann­es­ar­stúkan Edda var vígð og reglulegt stúku­starf hófst hér á landi en það var 6. janúar 1919.

Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti innan Reglunnar og eru þessir atburðir helstir:

Hinn 13. nóvember sl. var haldinn svonefndur danskur fundur í Eddu þar sem fundar­setning og fundarslit voru á dönsku en siðabækur þær sem hingað bárust 1918 voru notaðar á fundinum.

Á Reglu­hátíð 12. janúar 2019 verður meginstef hátíð­ar­innar „Hundrað ára frímúr­arastarf á Íslandi.“

Hinn 9. mars 2019 verður hátíð­ar­stúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.

Hinn 7. apríl verður hátíð­ar­samkoma Reglunnar í Eldborg­arsal Hörpu sem ætluð er bræðrum og systrum. Þar verður 100 ára reglu­starfs minnst í tali og tónum.

Í stúku­húsum utan Reykja­víkur mun verða opið fyrir gesti og starf frímúrara kynnt en dagskrá einstakra stúkna verður birt síðar.

Loks verður opið hús í Reglu­heim­ilinu á menning­arnótt 2019.

Að lokum skal þess getið að tvær bækur verða gefnar út. Leitandinn, bók um Ludvig Emil Kaaber sem br. Jón Sigurðsson hefur skrifað og Undir Stjörnu­himni, veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfs. Síðar­nefndu bókinni verður dreift til allra Reglu­bræðra og þeim þannig gefinn kostur á að kaupa hana.

Atburðum þessum verða gerð nákvæmari skil hér á forsíðu vefs Reglunnar. Smellið á hnappinn 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs  í vinstra dálki til að opna afmæl­issíðu eða smellið hér

Bræður eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynn­ingum og fréttum af þessu merkilega tilefni.

Frímúr­ar­a­reglan opnar húsakynni sín

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi hefur ákveðið að hafa opin hús um land allt í tilefni af 100 ára afmæli fullgilds frímúr­ara­starfs á Íslandi. Hið fyrsta verður nú í mars og hið síðasta í september.

Allir geta því lagt leið sína í þau húsakynni sem opin eru hverju sinni, hitt meðlimi Frímúr­ar­a­regl­unnar og fræðst um tilgang og starfsemi hennar hér á landi.

Opin hús verða eftir­farandi:

Mælifell Sauðár­króki Sunnu­daginn 24. mars kl. 14-16

Borg Stykk­is­hólmi Laugar­daginn 30. mars klukkan 10-14

Hamar/Njörður Hafnar­firði Bjartir dagar í Hafnar­firði, föstu­daginn 26. apríl, kl. 17-21

Röðull Selfossi Laugar­daginn 27. apríl kl. 13-16  

Draupnir Húsavík Sunnu­daginn 5. maí kl. 14-16  

Njála Ísafirði Laugar­daginn 11. maí kl. 13-16  

Vaka Egils­stöðum Sunnu­daginn 19. maí klukkan 14  

Akur Akranesi Laugar­daginn 6. júlí klukkan 13-17

Hlér Vestmanna­eyjum Gosloka­hátíð, laugar­daginn 6. júlí, kl. 13-16  

Reglu­heimilið Reykjavík Menning­arnótt, laugar­daginn 24. ágúst frá kl.14:00 til kl. 17:00

Rún Akureyri Laugar­daginn 31. ágúst kl. 13-16  

Sindri Reykja­nesbæ Ljósanótt, sunnu­daginn 8. september, kl. 12-16

Opið hús hjá St.Jóh.st. Mælifelli Sauðár­króki

Bræður í St.Jóh.st. Mælifelli bjóða almenningi til opins húss næstkomandi sunnudag, 24. mars 2019. Tilefnið er 100 ára afmæli fullgilds frímúr­ara­starfs á Íslandi á þessu ári.

Húsnæði stúkunnar er að Borgarmýri 1, á Sauðár­króki. Dagskrá hefst kl. 14:00 með fræðslu­erindi um sögu frímúr­ara­starfs í Skaga­firði og Húnavatns­sýslum sem og á landsvísu. Auk fræðslu­er­ind­isins verða húsakynni stúkunnar og ýmsir munir úr sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar til sýnis. Gestum verður einnig boðið að hlýða á nokkur tónlist­ar­atriði og þiggja veitingar. Dagskránni lýkur klukkan 17:00.

Allir eru velkomnir.

Afmæl­is­nefnd St.Jóh.st. Mælil­fells

Opið hús hjá St. Jóhann­es­ar­fræðslu­stúkunni Borg Stykk­is­hólmi

Bræður í St.Jóhann­es­ar­fræðslu­stúkunni Borg bjóða almenningi til opins húss næstkomandi laugardag, 30. mars 2019. Tilefnið er 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi á þessu ári.

Húsnæði stúkunnar er að Smiðju­stígur 3, Stykk­is­hólmi, önnur hæð. Kl. 11:00 verður fræðslu­erindi um sögu frímúr­ara­starfs í Stykk­is­hólmi og nágrenni sem og á landsvísu. Auk fræðslu­er­ind­isins verða húsakynni stúkunnar og ýmsir munir úr sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar til sýnis. Gestum verður einnig boðið að skoða myndir úr mynda­safni Borgar og þiggja veitingar.

Allir eru velkomnir.

Hátíð­ar­samkoma í Hörpu 07.04. 2019

100 ár eru á þessu ári frá því að reglulegt frímúr­arastarf hófst á Íslandi, en það var þann 6. janúar 1919 sem fyrsta íslenska frímúr­ara­stúkan, Edda, var vígð við hátíðlega athöfn. Edda og raunar allt frímúr­arastarf á Íslandi, heyrði undir yfirstjórn dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar allt til ársins 1951, þegar Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð.  Fyrsti Stórmeistari hennar, en svo nefnist æðsti embætt­is­mað­urinn, var Sveinn Björnsson, forseti Íslands. Núverandi Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi er Valur Valsson.

Aldaraf­mælis frímúr­ara­starfs á Íslandi hefur verið og verður minnst með margvís­legum hætti  á næstu mánuðum.

Nú á sunnu­dags­kvöld kl. 20:00 verður sérstök hátíð­ar­samkoma Frímúr­ar­a­regl­unnar í Eldborg­arsal Hörpu þar sem 100 ára starfsins verður minnst í tali og tónum. Fjölmiðlum er heimill aðgangur að þeim fundi.  Hátíð­ar­sam­koman verður vegleg í tali, tónum og myndum og hefur stór hópur frímúrara unnið að dagskrá hennar um missera skeið.

Þá má benda á að í tilefni afmæl­isins verða hús Frímúr­ar­a­regl­unnar víða um land opnuð almenningi þar sem starfið verður kynnt. Nokkur stúkur á lands­byggðinni hafa þegar haldið sín opnu hús, en aðrar eiga það enn eftir. Þannig verða dyrnar að húsi Frímúr­a­regl­unnar við Bríet­artún í Reykjavík opnaðar á Menning­arnótt þann 24. ágúst 2019.

Tvær bækur hafa verið gefnar út í tilefni af 100 ára afmælinu. Leitandinn. Bók um Ludvig Emil Kaaber, fyrsta Stólmeistara (stjórnanda) stúkunnar Eddu, eftir Jón Sigurðsson og Undir stjörnu­himni, veglegt safn greina um sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfsins.

Atburðum þessum sem og öðrum sem haldnir verða í tilefni af 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi, eru og verða gerð nákvæmari skil á þessari síðu sem er á heimasíðu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi.

Allar nánari upplýs­ingar veitir:

Eiríkur Finnur Greipsson, Erindreki Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi í síma 832-9855 eða erindreki@frimur.is

Opið hús hjá Hamri og Nirði í Frímúr­ara­húsinu við Ljósutröð

Stúkurnar Hamar og Njörður í Hafnar­firði verða með opið hús í Ljósutröð föstu­daginn 24. apríl kl. 17 til 21 í tengslum við Bjarta daga.

Bæklingur frá Reglunni liggur frammi og veggspjöld lýsa sögunni.

Kl. 18 skemmta Grétar Örvarsson og Grímur Sigurðsson með léttri tónlist. Kl. 20 syngur karla­kórinn Þrestir. Boðið er upp á kaffi­veit­ingar og skjámynda­sýning verður í gangi.

Allir geta þá lagt leið sína í Frímúr­ara­húsið, hitt meðlimi Frímúr­ar­a­regl­unnar og fræðst um tilgang og starfsemi hennar hér á landi.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?