Á þrettándanum, þann 6. janúar 1919, gengu brr. til fundar og stofnuðu St. Eddu. Þetta er upphaf fullgilds frímúrarastarfs á Íslandi. Þennan starfsvetur fagna brr. um allt land því 100 ára afmæli frímúrarastarfsins með margvíslegum hætti. Hér á þessari síðu má finna upplýsingar yfir þá viðurði, dagskrá, tímasetningar og fleiri áhugaverðar upplýsingar.
Helstu dagsetningar
- 12. janúar Regluhátíð 2019
- Febrúar Áætluð útgáfa afmælisrits
- 9. mars Hátíðarstúka í St.Jóh.st. Eddu
- 7. apríl Hátíðarsamkoma Reglunnar í Eldborgarsal Hörpu
- 24. ágúst Menningarnótt. Opið hús í Regluheimilinu
Regluhátíð 2019
Regluhátíð verður haldin 12. janúar 2019 og verður meginstef hátíðarinnar „Hundrað ára frímúrarastarf á Íslandi.“
Ljóst er að fleiri munu vilja taka þátt en geta, en eins og venja er er aðeins unnt að selja 400 miða á hátíðina. Miðasalan fer fram hér á vefnum og við hvetjum alla brr. til að tryggja sér sæti sem fyrst.
Útgáfa bóka vegna afmælis
Í tilefni af afmælinu verða gefnar út tvær bækur. Leitandinn, bók um Ludvig Emil Kaaber sem br. Jón Sigurðsson hefur skrifað og Undir Stjörnuhimni, veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvíslegar hliðar frímúrarastarfs. Síðarnefndu bókinni verður dreift til allra Reglubræðra og þeim þannig gefinn kostur á að kaupa hana. Nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur.
Hátíðarstúka St.Jóh.st. Eddu
Þann 9. mars 2019 verður hátíðarstúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.
Hátíðarsamkoma í Eldborgarsal Hörpu
Hér má lesa frétt um fundinn og að auki skoða myndir frá kvöldinu og undirbúningi.
Í tilefni 100 ára afmælis frímúrarastarfs á Íslandi efnir Frímúrarareglan á Íslandi til hátíðarfundar í Eldborgarsal Hörpu þann 7. apríl og hefst hann kl. 20:00, en húsið opnar kl. 19:30.
Stiklað verður á stóru í starfi Reglunnar þessi 100 ár í máli og myndum. Tónlist í anda tímans setur svip sinn á dagskrána, en á annað hundrað bræður og systur koma að dagskránni.
Stórmeistari Reglunnar, Valur Valsson, mun ávarpa gesti.
Frumsýnd verður ný heimildarmynd um sögu Reglunnar sem er framleidd af brr. Jóni Þór Hannessyni, Rúnari Hreinssyni og Rafni Rafnssyni. Br. Ólafur Sæmundsson mun ræða um líf og starf frímúrara á léttu nótunum. Merkisberi Reglunnar Guðmundur Kr. Tómasson R&K ræðir tilgang og markmið frímúrarastarfsins. Að lokum mun Hersir SMR, Allan V. Magnússon R&K, ávarpa gesti.
Mikið verður um dýrðir á þessari hátíðlegu stundu og fjöldi frábærs tónlistarfólks sem finnst innan sem utan Reglunnar mun skemmta með söng og tónlist. Fram koma söngvararnir Ásgeir Páll Ásgeirsson, Edda Borg Ólafsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ísold Atla Jónasdóttir, Ívar Helgason, Kolbeinn Jón Ketilsson, Kristján Jóhannsson, Nathalia Drusin Halldórsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Sigurður Helgi Pálmason og Valdimar Hilmarsson, auk gestasöngvara og auðvitað mun Frímúrarakórinn koma fram.
Tónlistarflutningur verður meðal annars í höndum Bræðrasveitar Reglunnar, en hana skipa: Birgir Hrafnsson á gítar, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Friðrik Sturluson á bassa, Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunnlaugur Briem á trommur, Hannes Friðbjörnsson á slagverk, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Hrafnkell Pálmason á gítar og Örnólfur Kristjánsson á selló.
Að auki koma fram félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Dagskrárstjórn: Magnús Viðar Sigurðsson og Björn Þórir Sigurðsson
Tónlistarstjórn: Jónas Þórir.
Menningarnótt - Opið hús í Regluheimilinu
Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin þann 24. ágúst 2019. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Af þessu tilefni verður opið hús í Regluheimilinu.
Frímúrarareglan á Íslandi 100 ára
Á þessu starfsári minnast Frímúrarabræður á Íslandi þess að liðin eru hundrað ár frá því að Jóhannesarstúkan Edda var vígð og reglulegt stúkustarf hófst hér á landi en það var 6. janúar 1919.
Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti innan Reglunnar og eru þessir atburðir helstir:
Hinn 13. nóvember sl. var haldinn svonefndur danskur fundur í Eddu þar sem fundarsetning og fundarslit voru á dönsku en siðabækur þær sem hingað bárust 1918 voru notaðar á fundinum.
Á Regluhátíð 12. janúar 2019 verður meginstef hátíðarinnar „Hundrað ára frímúrarastarf á Íslandi.“
Hinn 9. mars 2019 verður hátíðarstúka sett í St.Jóh.st. Eddu og 100 ára afmælis stúkunnar minnst.
Hinn 7. apríl verður hátíðarsamkoma Reglunnar í Eldborgarsal Hörpu sem ætluð er bræðrum og systrum. Þar verður 100 ára reglustarfs minnst í tali og tónum.
Í stúkuhúsum utan Reykjavíkur mun verða opið fyrir gesti og starf frímúrara kynnt en dagskrá einstakra stúkna verður birt síðar.
Loks verður opið hús í Regluheimilinu á menningarnótt 2019.
Að lokum skal þess getið að tvær bækur verða gefnar út. Leitandinn, bók um Ludvig Emil Kaaber sem br. Jón Sigurðsson hefur skrifað og Undir Stjörnuhimni, veglegt safn greina um sögu Reglunnar og margvíslegar hliðar frímúrarastarfs. Síðarnefndu bókinni verður dreift til allra Reglubræðra og þeim þannig gefinn kostur á að kaupa hana.
Atburðum þessum verða gerð nákvæmari skil hér á forsíðu vefs Reglunnar. Smellið á hnappinn 100 ára afmæli frímúrarastarfs í vinstra dálki til að opna afmælissíðu eða smellið hér
Bræður eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum og fréttum af þessu merkilega tilefni.
Frímúrarareglan opnar húsakynni sín
Frímúrarareglan á Íslandi hefur ákveðið að hafa opin hús um land allt í tilefni af 100 ára afmæli fullgilds frímúrarastarfs á Íslandi. Hið fyrsta verður nú í mars og hið síðasta í september.
Allir geta því lagt leið sína í þau húsakynni sem opin eru hverju sinni, hitt meðlimi Frímúrarareglunnar og fræðst um tilgang og starfsemi hennar hér á landi.
Opin hús verða eftirfarandi:
Mælifell Sauðárkróki Sunnudaginn 24. mars kl. 14-16
Borg Stykkishólmi Laugardaginn 30. mars klukkan 10-14
Hamar/Njörður Hafnarfirði Bjartir dagar í Hafnarfirði, föstudaginn 26. apríl, kl. 17-21
Röðull Selfossi Laugardaginn 27. apríl kl. 13-16
Draupnir Húsavík Sunnudaginn 5. maí kl. 14-16
Njála Ísafirði Laugardaginn 11. maí kl. 13-16
Vaka Egilsstöðum Sunnudaginn 19. maí klukkan 14
Akur Akranesi Laugardaginn 6. júlí klukkan 13-17
Hlér Vestmannaeyjum Goslokahátíð, laugardaginn 6. júlí, kl. 13-16
Dröfn Siglufirði Laugardaginn 3. ágúst, kl. 13-16.
Regluheimilið Reykjavík Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst frá kl.14:00 til kl. 17:00
Rún Akureyri Laugardaginn 31. ágúst kl. 13-16
Sindri Reykjanesbæ Ljósanótt, sunnudaginn 8. september, kl. 12-16
Opið hús hjá St.Jóh.st. Mælifelli Sauðárkróki
Bræður í St.Jóh.st. Mælifelli bjóða almenningi til opins húss næstkomandi sunnudag, 24. mars 2019. Tilefnið er 100 ára afmæli fullgilds frímúrarastarfs á Íslandi á þessu ári.
Húsnæði stúkunnar er að Borgarmýri 1, á Sauðárkróki. Dagskrá hefst kl. 14:00 með fræðsluerindi um sögu frímúrarastarfs í Skagafirði og Húnavatnssýslum sem og á landsvísu. Auk fræðsluerindisins verða húsakynni stúkunnar og ýmsir munir úr sögu Frímúrarareglunnar til sýnis. Gestum verður einnig boðið að hlýða á nokkur tónlistaratriði og þiggja veitingar. Dagskránni lýkur klukkan 17:00.
Allir eru velkomnir.
Afmælisnefnd St.Jóh.st. Mælilfells
Opið hús hjá St. Jóhannesarfræðslustúkunni Borg Stykkishólmi
Bræður í St.Jóhannesarfræðslustúkunni Borg bjóða almenningi til opins húss næstkomandi laugardag, 30. mars 2019. Tilefnið er 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi á þessu ári.
Húsnæði stúkunnar er að Smiðjustígur 3, Stykkishólmi, önnur hæð. Kl. 11:00 verður fræðsluerindi um sögu frímúrarastarfs í Stykkishólmi og nágrenni sem og á landsvísu. Auk fræðsluerindisins verða húsakynni stúkunnar og ýmsir munir úr sögu Frímúrarareglunnar til sýnis. Gestum verður einnig boðið að skoða myndir úr myndasafni Borgar og þiggja veitingar.
Allir eru velkomnir.
Hátíðarsamkoma í Hörpu 07.04. 2019
100 ár eru á þessu ári frá því að reglulegt frímúrarastarf hófst á Íslandi, en það var þann 6. janúar 1919 sem fyrsta íslenska frímúrarastúkan, Edda, var vígð við hátíðlega athöfn. Edda og raunar allt frímúrarastarf á Íslandi, heyrði undir yfirstjórn dönsku Frímúrarareglunnar allt til ársins 1951, þegar Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð. Fyrsti Stórmeistari hennar, en svo nefnist æðsti embættismaðurinn, var Sveinn Björnsson, forseti Íslands. Núverandi Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi er Valur Valsson.
Aldarafmælis frímúrarastarfs á Íslandi hefur verið og verður minnst með margvíslegum hætti á næstu mánuðum.
Nú á sunnudagskvöld kl. 20:00 verður sérstök hátíðarsamkoma Frímúrarareglunnar í Eldborgarsal Hörpu þar sem 100 ára starfsins verður minnst í tali og tónum. Fjölmiðlum er heimill aðgangur að þeim fundi. Hátíðarsamkoman verður vegleg í tali, tónum og myndum og hefur stór hópur frímúrara unnið að dagskrá hennar um missera skeið.
Þá má benda á að í tilefni afmælisins verða hús Frímúrarareglunnar víða um land opnuð almenningi þar sem starfið verður kynnt. Nokkur stúkur á landsbyggðinni hafa þegar haldið sín opnu hús, en aðrar eiga það enn eftir. Þannig verða dyrnar að húsi Frímúrareglunnar við Bríetartún í Reykjavík opnaðar á Menningarnótt þann 24. ágúst 2019.
Tvær bækur hafa verið gefnar út í tilefni af 100 ára afmælinu. Leitandinn. Bók um Ludvig Emil Kaaber, fyrsta Stólmeistara (stjórnanda) stúkunnar Eddu, eftir Jón Sigurðsson og Undir stjörnuhimni, veglegt safn greina um sögu Frímúrarareglunnar og margvíslegar hliðar frímúrarastarfsins.
Atburðum þessum sem og öðrum sem haldnir verða í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi, eru og verða gerð nákvæmari skil á þessari síðu sem er á heimasíðu Frímúrarareglunnar á Íslandi.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Eiríkur Finnur Greipsson, Erindreki Frímúrarareglunnar á Íslandi í síma 832-9855 eða erindreki@frimur.is
Opið hús hjá Hamri og Nirði í Frímúrarahúsinu við Ljósutröð
Stúkurnar Hamar og Njörður í Hafnarfirði verða með opið hús í Ljósutröð föstudaginn 24. apríl kl. 17 til 21 í tengslum við Bjarta daga.
Bæklingur frá Reglunni liggur frammi og veggspjöld lýsa sögunni.
Kl. 18 skemmta Grétar Örvarsson og Grímur Sigurðsson með léttri tónlist. Kl. 20 syngur karlakórinn Þrestir. Boðið er upp á kaffiveitingar og skjámyndasýning verður í gangi.
Allir geta þá lagt leið sína í Frímúrarahúsið, hitt meðlimi Frímúrarareglunnar og fræðst um tilgang og starfsemi hennar hér á landi.
Draupnisbræður bjóða upp á opið hús
Draupnisbræður bjóða upp á opið hús í Regluheimilinu, Garðarsbraut 62, Húsavík. Sunnudaginn 5. maí kl. 14:00 til 16:00.
Allir eru velkomnir til þessarar kynningar. Kaffiveitingar
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi verður frímúrarastúkan Njála á Ísafirði með opið hús
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi verður frímúrarastúkan Njála á Ísafirði með opið hús og býður almenningi að heimsækja stúkuhúsið að Kristjánsgötu (Hafnarhúsið) laugardaginn 11. maí n.k. kl 13 til 16 og verða salarkynni í stúkuhúsinu til sýnis.
Húsið opnar kl 13 og opnunarhátíð kl 13.30, allir geta lagt leið sina í stúkuhúsið og hitt meðlimi frímúrarareglunnar og fengið fræðslu um tilgang og starfsemi hennar á Vestfjörðum sem og landinu öllu.
Boðið verður upp á léttar veitingar, tónlistaratriði og myndasýningar auk þess verður minjasafn stúkunnar til sýnis sem og veggspjöld sem lýsa markmiðum og tilgangi frímúrarastarfs og helstu atriðum í sögu frímúrarareglunnar undanfarin 100 ár. Allir eru velkomnir.
Opið hús hjá Njálu 11. maí 2019
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi opnaði Njála á Ísafirði húsakynni sín 11. maí sl. Njálubræður sinntu ýmsum verkefnum m.a. að taka á móti gestum og vera til svars um starfsemi Reglunnar ásamt að sýna húsakynni og minjasafn Njálu.
Talið er að um 100 gestir hafi sótt stúkuna heim og var það samdóma álit þeirra bræðra sem störfuðu á opnu húsi að gestir hafi verið einstaklega jákvæðir, þeir hafi spurt ýmissa spurninga um starfsemi Reglunnar og höfðu gestir jafnframt á orði að margt hefði komið þeim skemmtilega á óvart.
Stm Njálu flutti opnunar ávarp og þrír Njálubræður sungu Njálulagið án undirleiks, gestum var boðið upp á léttar veitingar.
Frímúrarastúkan Akur á Akranesi með Opið hús
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi ætlar Frímúrarastúkan Akur á Akranesi að hafa Opið hús, að Stillholti 14, laugardaginn 6 júlí n.k. kl. 14:00 – 17:00
Eru bæjarbúar kvattir til að líta við, skoða húsið og kynna sér hvað Frímúrarareglan hefur upp á að bjóða.
Hlésbræður í Vestmannaeyjum með opið hús
Hlésbræður eru búnir að gera allt klárt fyrir opið hús á laugardaginn, en þá er Goslokadagurinn.
Opið hús hefur verið auglýst í dagskrá hátíðarinnar og það hefur vakið eftirtekt.
Hlésbræður vona að sem flestir láti sjá sig laugardaginn 6 júlí milli 13 og 16.
Mikil ánægja með opið hús hjá Hlésbræðrum
Laugardaginn 6. júlí s.l. voru Hlésbræður í Vestmannaeyjum með opið hús í Stúkuheimili st. Jóh. st. Hlés.
Opna húsið var í haldið í tengslum við Goslokaafmæli Vestmannaeyjabæjar, en þá minnast eyjamenn þess að goslok voru opinberlega tilkynnt þann 3. júlí 1973.
Í ár var goslokaafmælið sérstaklega veglegt þar sem að kaupstaðurinn, líkt og Frímúrarareglan, hélt upp á 100 ára afmæli sitt og því sérstaklega gaman að tengja þessa atburði saman.
Opna húsið átti að byrja klukkan 14:00 og standa til klukkan 16:00 en ásóknin var þvílík að gestir smeygðu sér inn með einum bróðirnum sem var að mæta til „vinnu“ við opna húsið og eftir það var stannslaus traffík og síðustu gestir fóru út um 16:30, eða hálftíma síðar en til stóð að loka húsinu.
Hátt í 70 nöfn voru rituð í gestabókina og áætlað er að yfir 100 manns hefðu komið og fræðst um starfsemi Frímúrareglunnar. Gestir voru almennt ánægðir með framtakið og jákvæðir gagnvart Reglunni. Margir höfðu á orði að heimsóknin hafi verið áhugaverð og fræðandi.
Við sem að störfuðum við opna húsið vorum uppteknir allan tímann við að svara fyrirspurnum gesta og leiða þá um húsið.
M.brl.kv.
Hallgrímur G. Njálsson – Am Hlés
Frímúrarabræður í Akri með opið hús
Laugardaginn 6. júlí s.l buðu frímúrarabræður í Akri á Akranesi gestum að skoða húsakynni sín “Opið hús” og fræðast um Regluna. Liðlega 200 manns þáðu boðið, þeir voru upplýstir um tilgang Frímúrarareglunnar og þáðu veitingar, m.a voru vöfflumeistarar Akurs að störfum við góðar undirtektir. Á 2. hæð var sýnd kvikmynd sem gerð var árið 2001, þegar Frímúrarareglan varð 50 ára. Einnig var minjasafnið opið. Á 3. hæðinni var ljósmyndasýning úr starfi Akurs sýnd á stóru tjaldi.
Tónlist er í hávegum höfð í reglu frímúrara og sáu söngstjórar Akus ásamt Akurskórnum um flutning tónlistar og gerður var góður rómur að.
Er það mat okkar Akursbræðra en þessi dagsstund hafi heppnast mjög vel og í raun farið fram úr okkar björtustu vonum.
Frímúrarastúkan Dröfn á Siglufirði að hafa Opið hús
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi ætlar Frímúrarastúkan Dröfn á Siglufirði að hafa Opið hús, að Grundargötu 11, laugardaginn 3 ágúst n.k. kl. 13:00 – 16:00.
Reglubræður munu sýna gestum húsakynnin á Siglufirði. Meðlimir Frímúrarareglunnar verða til taks og fræða fólk um tilgang og starfsemi Frímúrarareglunnar á Íslandi.
Myndband verður í gangi um starfið á Íslandi. Tónlist, bæklingar og kynningarspjöld um reglustarf á Siglufirði, Íslandi og á heimsvísu.
Verðum með kaffi, kleinur og konfekt.
Allir hjartanlega velkomnir.
Opið hús hjá Mælifelli
St. Jóh.stúkan Mælifell var með opið hús í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar 20.mars s.l. í stúkuhúsinu á Sauðárkróki. Yfir 100 manns komu og kynntu sér regluna. Boðið var upp á veglegt kaffihlaðborð og einnig voru bræður með tónlistarflutning. Þá var flutt erindi um regluna og starfið í Mælifelli sem hægt er að rekja aftur til ársins 1967. Þá voru einnig ýmsir munir reglunnar til sýnis. Þá var búið að setja upp plaköt um starf reglunnar á Íslandi undanfarin 100 ár.
Bræður fylgdu einnig gestum um salarkynni reglunnar.
Þessi viðburður tókst mjög vel í alla staði.
Frímúrarareglan opnar húsakynnin á menningarnótt
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi verða húsakynni Frímúrarareglunnar á Íslandi, að Bríetartúni 3- 5, opin almenningi á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. Húsið verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og mun gestum og gangandi þá gefast kostur á að kynna sér starfsemi Frímúrarareglunnar, skoða húsakynni hennar, ræða við Reglubræður og fá fjölbreyttan fróðleik um frímúrarastarfið. Tvívegis áður hefur Reglan verið með opið hús á Menningarnótt og voru viðtökur almennings með eindæmum góðar og því var ákveðið að endurtaka leikinn.
Fjölmargir atburðir hafa verið í boði á þessu afmælisári og eiga eftir að verða, eins og má sjá á heimasíðu Reglunnar, https://frimurarareglan.is/reglan/100ar
Nánari upplýsingar veita:
Eiríkur Finnur Greipsson Erindreki Reglunnar, sími 898-5200, netfang erindreki@frimur.is
Snorri Magnússon, sími 898-8184, netfang: snorrima@isholf.is
Opið hús – Frímúrarahúsið á Akureyri
Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi verður ,,opið hús‘‘ í Frímúrarahúsinu á Akureyri laugardaginn 31. ágúst 2019, milli kl. 13 og 16. Frímúrarabræður taka á móti gestum og verða til svars um starfsemi Reglunnar ásamt því að sýna húsakynni og minjasafn stúknanna á Akureyri. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Frímúrarastúkan Sindri með opið hús á Ljósanótt laugardaginn 7 september
Á þessu ári eru eitthundrað ár síðan fullgilt stúkustarf frímúrara hófst hér á landi. Það hófst með formlegum hætti þegar Jóhannesarstúkan Edda í Reykjavík var vígð 6. janúar 1919. Fyrstu áratugina heyrðu frímúrarastúkur undir dönsku Frímúrararegluna, eða allt þar til formleg frímúrararegla var stofnuð hér á landi árið 1951. Aldarafmælis íslensks frímúrarastarfs hefur verið minnst með ýmsum hætti á þessu ári. Meðal annars hafa verið sérstakir afmælisfundir, kvikmynd um frímúrara frumsýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins hafa verið með opin hús eða munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu.
Árið 1975 komu frímúrarar á Suðurnesjum saman og hófu undirbúning að stofnun formlegrar frímúrarastúku hér á svæðin. Frímúrarastúkan Sindri var síðan stofnuð 21 nóvember 1978 sem fullgild stúka og varð 40 ára á síðasta ári.
Í Reykjanesbæ mun Sankti Jóhannesarstúkan Sindri verða með opið hús að Bakkastíg 16 í Reykjanesbæ laugardaginn 7 september frá kl. 10 – 14. Bæjarbúar og gestum Ljósanætur er velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veitingar og fá svör við spurningum sem hugsanlega brenna á einhverjum.