Tvö heillaóskaskeyti fyrir einni öld

Mynd viku 3, 2017

Frederik VIII

Friðrik krónprins af Danmörku var Stórmeistari dönsku Frímúr­a­regl­unnar frá 1872 til 1906, en þá kom hann til valda sem Friðrik VIII. Hann var síðan konungur Danmerkur og Íslands og Stórmeistari dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar til dauðadags 14. maí 1912. Þá kom til valda sonur hans Kristján X, konungur Danmerkur frá 1912 til dauðadags 20. apríl 1947 og konungur Íslands frá 1912 til 17. júní 1944. Kristján X var Stórmeistari dönsku (og þar með íslensku) Frímúr­ar­a­regl­unnar frá 1912 til 1947.

Á hátíð­isdegi dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar 6. janúar 1913 sendu nokkrir frímúr­ara­bræður í Reykjavík heilla­óska­skeyti til dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar. Engin formleg samtök frímúrara voru þá á Íslandi, en bræðra­fé­lagið Edda var stofnað 15. nóvember 1913. Í skeytinu minnast þeir látins Stórmeistara, Friðriks VIII konungs, og hylla um leið hinn nýja Stórmeistara, Kristján X.

Christian X

Seinna heilla­óska­skeytið er sent 6. janúar 1917. Þá sendi bræðra­fé­lagið Edda Kristjáni X Stórmeistara reglunnar og Reglunni bestu nýjársóskir á hátíð­isdegi Reglunnar. Símskeytið er á ensku. Allt ritsíma­samband Íslands við útlönd var á þessum tíma gegnum Bretland, en talsíma­samband við útlönd komst ekki á fyrr en 1935. Heims­styrj­öldin fyrri geisaði 1917 og Bretar vildu fylgjast nákvæmlega með símasam­skiptum Íslendinga við umheiminn. Þeir ritskoðuðu símskeyti og kröfðust þess að öll símskeyti til Íslands og frá væru á ensku.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?