Tvö heillaóskaskeyti fyrir einni öld

Mynd viku 3, 2017

Frederik VIII

Friðrik krón­prins af Danmörku var Stór­meistari dönsku Frímúr­a­regl­unnar frá 1872 til 1906, en þá kom hann til valda sem Friðrik VIII. Hann var síðan konungur Danmerkur og Íslands og Stór­meistari dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar til dauða­dags 14. maí 1912. Þá kom til valda sonur hans Kristján X, konungur Danmerkur frá 1912 til dauða­dags 20. apríl 1947 og konungur Íslands frá 1912 til 17. júní 1944. Kristján X var Stór­meistari dönsku (og þar með íslensku) Frímúr­ar­a­regl­unnar frá 1912 til 1947.

Á hátíð­is­degi dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar 6. janúar 1913 sendu nokkrir frímúr­ara­bræður í Reykjavík heilla­óska­skeyti til dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar. Engin formleg samtök frímúrara voru þá á Íslandi, en bræðra­fé­lagið Edda var stofnað 15. nóvember 1913. Í skeytinu minnast þeir látins Stór­meistara, Frið­riks VIII konungs, og hylla um leið hinn nýja Stór­meistara, Kristján X.

Christian X

Seinna heilla­óska­skeytið er sent 6. janúar 1917. Þá sendi bræðra­fé­lagið Edda Kristjáni X Stór­meistara regl­unnar og Regl­unni bestu nýjársóskir á hátíð­is­degi Regl­unnar. Símskeytið er á ensku. Allt ritsíma­sam­band Íslands við útlönd var á þessum tíma gegnum Bret­land, en talsíma­sam­band við útlönd komst ekki á fyrr en 1935. Heims­styrj­öldin fyrri geisaði 1917 og Bretar vildu fylgjast nákvæm­lega með síma­sam­skiptum Íslend­inga við umheiminn. Þeir ritskoðuðu símskeyti og kröfðust þess að öll símskeyti til Íslands og frá væru á ensku.